Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 105
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
81
Lyfjamál 44
Frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu og landlækni
Þann 1. ágúst 1995 tók gildi
hér á landi ný reglugerð um
greiðslur almannatrygginga í
lyfjakostnaði og leysti hún af
hólmi reglugerð sama efnis nr.
515/1992, sem gilt hafði frá 18.
janúar 1993, með einni breyt-
ingu gerðri 1. mars 1994.
Aðal nýmælið í þessari reglu-
gerð er að endurgreiðsla al-
mannatrygginga á samheitalyfj-
um miðast að hámarki við við-
miðunarverð þeirra, sem
reiknað er út frá lægsta verði
hverrar pakkningar í sama
formi og styrkleika. Samheita-
lyfjum, það er skráðum lyfjum
sem innihalda sama virka lyfja-
efnið og eini munurinn er mis-
munandi framleiðendur, er í
viðmiðunarskránni skipt í sam-
anburðarflokka samkvæmt
áðurnefndri skilgreiningu. Við-
miðunarverðið er fundið með
því að bæta 5% ofan á lægsta
verð í hverjum flokki. Al-
mannatryggingar greiða sinn
hlut í verðinu eins og áður, en
hámark greiðslunnar er nú við-
miðunarverðið. Ef sjúkra-
tryggður velur samheitalyf, sem
er dýrara en viðmiðunarverð,
þá greiðir hann umframkostn-
aðinn sjálfur. Þetta fyrirkomu-
lag hefur verið reynt um tíma í
nokkrum nágrannalöndum og
gefið góðan árangur í hinni
endalausu baráttu heilbrigðisyf-
irvalda að halda aftur af vaxandi
lyfjakostnaði. Þessi barátta hef-
ur staðið hér á landi sem annars
staðar sleitulaust síðustu fimm
til sex árin og mun halda áfram.
Breytingar á lögum og reglu-
gerðum um lyfjamál verða því
óhjákvæmilega tíðar.
Gerð hefur verið tilraun til að
meta hvaða áhrif þessi breyting
hefur á lyfjakostnað lands-
manna. Það magn sem notað
var af samheitalyfjum á fyrstu
sex mánuðum 1995 var reiknað
til verðmætis samkvæmt verð-
skrá í október 1994 og aftur
samkvæmt verðskrá í október
1995. Mismunurinn er verð-
lækkun lyfjanna á tímabilinu.
Síðan var sama magn reiknað á
lægsta verði í hverjum viðmið-
unarflokki. Mismunur á þeirri
niðurstöðu og verðmæti sam-
kvæmt verðskrá í október 1995
verður þá lækkun vegna við-
miðunarverðs. Upphæðir í töfl-
unni eru í milljónum króna.
Söluverðmæti lyfja
Lyf sem TR greiðir að hluta eða að fullu á viðmiðunarskrá Lækkun vegna
Skv. verðskrá í okt. ’94 Skv. verðskrá í okt. ’95 Lægsta verð skv. viðm.skrá viðm. verðs verð- breyt. Samtals lækkun
Meltingarlyf 362 342 320 22 21 42
Blóðlyf 6 5 5 0 1 1
Hjartalyf 420 359 323 36 61 97
Húðlyf 15 14 12 1 1 2
Þvagfæralyf 3 3 3 0 0 0
Hormónalyf 10 10 9 0 0 0
Krabbameinslyf 18 15 14 0 3 3
Vöðva/beinagr. 161 148 136 13 13 26
Taugalyf 289 248 233 15 41 56
Augnlyf 15 15 14 1 0 1
Samtals 1300 1159 1071 87 141 228
Lyf sem sjúklingar greiða að fullu
Meltingarlyf 10 11 9 2 -1 1
Blóðlyf 7 7 7 0 0 1
Húðlyf 11 11 10 1 0 0
Þvagfæralyf 39 40 36 4 -1 3
Sýklalyf 88 88 86 2 0 2
Taugalyf 142 146 127 19 -4 16
Öndunarlyf 17 18 15 3 -1 2
Samtals 315 321 290 32 -7 25
* Ósamræmi í samlagningartölum, eins og þær birtast í töflunni, stafa af því að aukast-
öfum er sleppt.
Miðað við neyslu samheitalyfja á fyrri helmingi yfirstandandi árs er
niðurstaðan sú að á einu ári lækkar kostnaður vegna samheitalyfja
um 253 milljónir króna, þar af 134 milljónir króna vegna verðlækk-
ana sem þegar hafa komið fram, en afgangurinn 119 milljónir króna
vegna greiðslureglunnar sjálfrar.