Læknablaðið - 15.01.1996, Page 108
84
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Fréttatilkynning
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
Vegna fyrirspurna margra
lækna er eftirfarandi upplýsing-
um komið á framfæri. Skipu-
lagðar hópmeðferðir hefjast að
nýju eftir áramót á eftirtöldum
dögum.
Hjartahópur hefst 7. janúar:
Hópstjóri er Þorkell Guð-
brandsson hjartalæknir.
Þetta er hópur þar sem
áhersla er lögð á viðhaldsend-
urhæfingu hjartasjúklinga.
Auk þess er tekið á algengum
lífsstílsvandamálum.
Offituhópur hefst 9. janúar:
Hópstjóri er Þorkell Guð-
brandsson hjartalæknir.
Megrun þeirra sem glíma við
alvarlegt offituvandamál,
þjálfun og atferlisbreyting.
Hálshnykkshópur hefst 9. jan-
úar:
Hópstjóri er Gunnar Guð-
mundsson endurhæfingar-
læknir. Meðferð fyrir þá sem
hlotið hafa hálshnykk og hafa
ekki fengið tilætlaðan bata
með hefðbundinni göngu-
deildarmeðferð. Boðið er
upp á einstaklingsþjálfun,
hópþjálfun, virkan stuðning
og fræðslu.
Krabbameinshópur hefst 14.
janúar:
Hópstjóri er Guðmundur
Björnsson endurhæfingar-
læknir. Hópmeðferð fyrir
konur sem veikst hafa af
brjóstakrabbameini og lokið
meðferð. Áhersla er lögð á
andlega og líkamlega upp-
byggingu.
Bakhópur hefst 6. febrúar:
Hópstjóri er Guðmundur
Björnsson endurhæfingar-
læknir. Hópmeðferð með
áherslu á þjálfun og fræðslu
fyrir þá sem eru með viðvar-
andi verki frá baki.
Hóparnir halda áfram á fjög-
urra vikna fresti á tímabilinu
janúar til júlí og ágúst til desem-
ber. Kostnaður fyrir dvalargesti
er á bilinu 7.700 til 13.650 á viku
eftir stærð og búnaði herbergja.
Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga,
félagsmálastofnanir, trygginga-
félög og fyrirtæki geta í sumum
tilvikum styrkt skjólstæðinga
sína til þessarar dvalar. Læknar
sem áhuga hafa á að senda
skjólstæðinga sína í þessar hóp-
meðferðir eða hefðbundnar
einstaklingsmeðferðir á Heilsu-
stofnun sendi beiðni um það til
Guðmundar Björnssonar yfir-
læknis, með sem gleggstum
upplýsingum. Sími er 483-0321,
bréfsími 483-0320.
Iðgjald til
Lífeyrissjóðs lækna
Eitt stig fyrir árið 1995 er kr. 192.000.-
þannig að lágmarksiðgjald til að við-
halda réttindum, það er 1/3 úr stigi, er
kr. 64.000.
Þau sem borga iðgjaldið beint til
sjóðsins, eru beðin að inna það af
hendi sem fyrst.
ICD10
Tíunda útgáfa Alþjóðlegu sjúk-
dóma- og dánarmeinaskrárinnar
mun koma út snemma árs 1996.
Verið er að leita tilboða í prentun og
bókband og verður fljótlega hægt að
greina frá verði, sem verður stillt mjög
í hóf. Þá fá heilbrigðisstofnanir og aðrir
þeir sem kaupa mörg eintök, afslátt í
samræmi við fjölda eintaka.
Orðabókarsjóður læknafélaganna