Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 627-8 Ritstjórnargrein 627 Verndun heilsufarsupplýsinga í upplýstum heimi Gífurlegar framfarir í vísindarannsóknum og í tölvutækni hafa á örfáum árum fært okkur inn í nýjan og ókunnan heim. Möguleikar okkar til rannsókna á erfðaeiginleikum sjúkdóma eru þar engin undantekning. Ný íslensk fyrirtæki á sviði erfðarannsókna hafa á allra síðustu misserum komið eins og stormsveipur inn í okkar litla ís- lenska samfélag. Innan fárra ára gætu rann- sóknir í erfðavísindum um allan heim leitt til þess að læknavísindin linuðu þjáningar og læknuðu mein milljóna manna. Þegar eru fyrir hendi möguleikar á því að „bæta“ ýmsa eigin- leika mannsins og jafnvel einrækta hann. Að sama skapi væri hægt að koma í veg fyrir út- breiðslu fjölda arfgengra sjúkdóma. Við mun- um ferðast inn í ókunn lönd með aðstoð erfða- vísindanna en stórum siðferðilegum spurning- um er ósvarað. Því hefur verið haldið fram að íslenska þjóð- in sé kjörin til erfðarannsókna vegna þess hversu erfðasamsetning hennar sé einsleit og þeirrar staðreyndar að heilsufarsupplýsingar um hana séu vel og nákvæmlega skráðar á þessari öld. Við höfum borið gæfu til að njóta starfa íslenskra frumkvöðla á sviði erfðavís- inda og nú hefur kastljós alheimsins skyndilega beinst að okkar litla samfélagi á norðurhjara veraldar. Stór fyrirtæki sem hyggja á landvinn- inga á þessu sviði hafa þegar verið stofnuð eða eru fyrirhuguð. Þegar fara fram umsvifamiklar rannsóknir á sviði erfðafræði hér á landi sem veita fjölda sérmenntaðs starfsfólks atvinnu og getur svo orðið um ókomna tíð. A Alþingi var á vordögum lagt fram frum- varp um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Mark- mið frumvarpsins var að veita einum aðila einkarétt á söfnun heilsufarsupplýsinga í mið- lægan gagnagrunn. Þar yrði öllum heilsufars- upplýsingum, dulkóðuðum, um íslendinga safnað saman á einn stað. Frumvarpið fékk ekki brautargengi á Alþingi meðal annars vegna andstöðu lækna og fjölda annarra vís- indamanna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram að nýju í breyttri mynd. Hægt er að full- yrða að aldrei hafi svo stórt mál sem varðar ís- lensku þjóðina og einstaklingshagi hennar bor- ið að með svo skömmum fyrirvara. Þegar lögin um réttindi sjúklinga voru til umfjöllunar á Alþingi kom fram sá skilningur heilbrigðisnefndar að heilsufarsupplýsingar sem varðveittar eru í sjúkraskrám væru við- kvæmar persónuupplýsingar. í þeim lögum er einnig gert ráð fyrir að sjúkraskrár séu eign sjúklingsins sjálfs en þær varðveittar hjá við- komandi heilbrigðisstofnun eða á starfsstöð læknis. I vísindasiðfræðilegu tilliti er nauðsyn- legt að fyrir liggi upplýst samþykki sjúklinga fyrir notkun á persónuupplýsingum um þá í vísindarannsóknum. í lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga er Tölvunefnd falið að fjalla um og heimila aðgang að slíkum upplýsingum. Samkvæmt því frumvarpi sem nú liggur fyrir eru dulkóðaðar upplýsingar ekki taldar vera persónuupplýsingar. Sérstaða læknisstarfsins leiðir af þekkingu hans, hlutverki, ábyrgð og sögulegri hefð. Hlutverk læknisins og ábyrgð eru vel skil- greind í lögum og gera miklar kröfur til hans um samkipti og trúnað við skjólstæðinga sína. Til að geta uppfyllt skyldur sínar og staðið und- ir ábyrgðinni verður læknirinn að vera faglega sjálfstæður í störfum sínum. I faglegu sjálf- stæði felst meðal annars að læknirinn geti skipulagt og unnið störf sín án valdboðs sem gerir honum ókleift að sinna ábyrgð sinni og rækja skyldur gagnvart skjólstæðingum sínum. Sjúkraskrá er eitt mikilvægasta hjálpartæki læknis. I lögum og reglum er kveðið á um skyldu læknis til skráningar og um þagnar- skyldu. Þagnarskyldan er forsenda þess trúnað- ar sem verður að ríkja milli læknis og þeirra sem til hans leita. Þagnarskyldan er á ábyrgð læknisins og þurfi að rjúfa hana verður hann að sjá um það. Ekki er æskilegt að mynda miðlægan gagna- grunn með viðkvæmum heilusfarsupplýsing- um. Ekki hefur verið sýnt fram á með óyggj- andi hætti hver ávinningurinn verður og hvort ávinningurinn er áhættunnar virði, né heldur hvort rekstur gagnagrunns sé forsenda fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.