Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 12

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 12
630 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 sem hlutfall af hverjum aldurshópi þjóðarinnar hækkaði jafnt og þétt með aldrinum. Yfir 75% örorka var marktækt algengari á höfuðborgar- svæðinu en utan þess (p<0,0001 fyrir karla, p=0,03 fyrir konur). Algengustu fyrstu sjúk- dómsgreiningar hjá örorkulffeyrisþegum voru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál (alls um helmingur tilvika). Alyktun: Fjöldi örorkulífeyrisþega sem hundraðshlutfall af íbúum landsins var svipað- ur á íslandi og í Danmörku, en mun lægri en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Hlutfallslega lleiri öryrkjar reyndust innan við þrítugt á Is- landi en á hinum Norðurlöndunum, en hjá þeim sem voru eldri var þessu öfugt farið og jókst munurinn með aldrinum. Þetta gæti að minnsta kosti að hluta skýrst af tiltölulega lágum bóta- greiðslum og ólíku skipulagi almannatrygg- ingakerfisins á íslandi miðað við hin Norður- löndin, minna atvinnuleysi og meiri atvinnu- þátttöku, einkum meðal fólks í efri aldurshóp- um á íslandi og mismunandi heilsufari, til dæmis vegna mismunandi atvinnuskilyrða. Inngangur Allt að fjórðungi útgjalda íslenska ríkisins hefur á undanförnum árum verið ráðstafað í bætur almannatryggingakerfisins. Arið 1996 nam upphæðin til almannatrygginga tæpum 30 milljörðum króna. Þar af voru örorkubætur líf- eyristrygginga um fjórir og hálfur milljarður króna. Örorkumat vegna örorku samkvæmt líf- eyristryggingum almannatrygginga byggist að verulegu leyti á læknisfræðilegum forsendum, sjúkdómum eða fötlun umsækjanda. I örorku- matsgerðum Tryggingastofnunar ríkisins eru mikilvægar upplýsingar um heilsufar þjóðar- innar. Það er því vert að skoða forsendur þeirra. Örorka er metin á grundvelli almannatrygg- ingalaganna (1). f 12. grein laganna kemur fram að rétt til örorkulífeyris eigi þeir sem „eru öryrkjar til langframa á svo háu stigi að þeir eru ekki færir um að vinna sér inn 1/4 þess er andlega og líkamlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn í því sama héraði við störf sem hæfa líkamskröftum þeirra og verkkunnáttu og sanngjarnt er að ætlast til af þeim með hliðsjón af uppeldi og undanfarandi starfa". Samkvæmt 13. grein sömu laga er Tryggingastofnun ríkis- ins heimilt að veita örorkustyrk þeim sem skort- ir að minnsta kosti helming starfsorku sinnar eða sem stundar fullt starf, en verður fyrir veru- legum aukakostnaði sökum örorku sinnar. Ör- orkubætur eru bundnar við aldurinn 16 til 66 ára. Samkvæmt 8. grein laga um félagslega að- stoð (2) er tímabundið heimilt, þegar ekki verð- ur séð hver örorka einstaklings verður til fram- búðar eftir sjúkdóma eða slys, að greiða endur- hæfingarlífeyri. Skilyrði er að viðkomandi gangist undir greiningu eða meðferð. Endur- hæfingarlífeyrir svarar fjárhagslega til örorku- lífeyris, að því undanskildu að sjúkrahúsvist skerðir ekki endurhæfingarlífeyri. í þessari rannsókn er unnið úr upplýsingum um þá einstaklinga sem áttu í gildi örorkumat samkvæmt lífeyristryggingum almannatrygg- inga og voru búsettir á Islandi 1. desember 1996. Sérstaklega er skoðað hvort hlutfallslegur mis- munur sé á örorku eftir kyni, aldri og búsetu. Efniviður og aðferðir Notuð er örorkuskrá Tryggingastofnunar rík- isins eins og hún var 1. desember 1996.1 henni eru, auk örorkumats og gildistíma þess, færðar persónuupplýsingar (nafn, kennitala, kyn, bú- seta) og sjúkdómsgreiningar samkvæmt 9. út- gáfu ICD flokkunarskrárinnar (3). Ur skránni voru unnar upplýsingar um búsetu, aldur og fyrstu sjúkdómsgreiningu þeirra einstaklinga sem áttu í gildi almennt örorkumat og voru bú- settir á íslandi í lok árs 1996. Aflað var upplýs- inga frá Hagstofu íslands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma og aldurs- dreifingu þeirra eftir búsetu (4). Þessar upplýs- ingar voru notaðar til að reikna hundraðshlut- fall öryrkja (yfir 75% örorka) af hverjum ald- urshópi þjóðarinnar. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað kí-kvaðrats marktæknipróf (5). Niðurstöður í lok árs 1996 hafði 7315 einstaklingum bú- settum á íslandi verið metin yfir 75% örorka, 4286 konum (58,6%) og 3029 körlum (41,4%). Þar af var um endurhæfingarlífeyri að ræða í 310 tilvikum. Með 50% eða 65% örorku höfðu 1399 verið metnir, 914 konur (65,3%) og 485 karlar (34,7%). Þannig áttu samtals 8714 ein- staklingar í gildi örorkumat samkvæmt lífeyris- tryggingum almannatrygginga. Örorka var marktækt algengari hjá konum en körlum (p<0,0001) og á það bæði við um örorkulífeyr- isþega (yfir 75% örorka) og örorkustyrkþega (50% og 65% örorka). Af 177.044 Islendingum á aldrinum 16-66 ára höfðu 4,2% verið metin með yfir 75% ör- orku og 0,7% nteð 50% eða 65% örorku.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.