Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 16
634 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 matsins áður en atvinnuleysisvandinn kom til sögunnar (8). Skyld þessari kenningu er sú til- gáta, að aukin skilvirkni almannatrygginga- kerfisins og aukin þekking almennings á rétti sínum innan þess hafi einnig leitt til fjölgunar bótaþega á þessu sviði. Þriðja tegund kenninga um þróun fjölda ör- orkubótaþega snýr að skipulagi bótakerfisins í heild, það er aðgengi fólks með skerta vinnu- getu að bótaflokkum. Þannig mætti til dæmis hugsa sér að misjafnlega fýsilegt geti verið fyr- ir fólk að þiggja atvinnuleysisbætur, örorku- bætur, sjúkradagpeninga eða fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun. Þetta er til dæmis mjög misjafnt milli landa. Olíkar leiðir innan vel- ferðarkerfisins geta fært bótaþegum misháar bætur og þá mætti vænta þess að hærri bætur dragi að sér fleiri umsækjendur. Ekki er alltaf sjálfgefið hvar í bótakerfinu einstakir aðilar eigi helst heima og því þarf að líta til annarra möguleika til framfærslu fyrir þá sem hugsan- lega væru umsækjendur örorkubóta þegar skýra á mismunandi algengi örorku í saman- burði milli landa eða tímabila. Fjórða skýringin er svo hið eiginlega heilsu- farsmat. Margar orsakir örorku eru nær alger- lega skilyrtar af útbreiðslu sjúkdóma og fötlun- ar, sem ætti að stærstum hluta að leiða til svip- aðrar tíðni milli landa. Hins vegar er hægt að hugsa sér að í einstökum löndum geti út- breiðsla fötlunar og líkamlegs slits verið háð þeim atvinnuvegum sem ríkjandi eru. Sumar atvinnugreinar veita verri vinnuskilyrði og meiri áhættu, sem getur af sér fleiri slys, meira slit og atvinnutengda sjúkdóma sem leitt geta til langtíma hamlana og fötlunar. Þannig má hugsa sér að nokkur munur geti orðið á milli landa hvað snertir umfang örorku vegna sér- stakra atvinnutengdra skilyrða. Hér verður reifað hvemig einstakar ofan- greindar skýringar gætu átt við um algengi ör- orku á Islandi samanborið við hin Norðurlöndin. Ef litið er til kenningarinnar um áhrif frá þrengri vinnumarkaði, er ljóst að íslenski vinnu- markaðurinn hefur á eftirstríðsárunum lengst af einkennst af mikilli umframeftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi hefur verið mjög lítið og atvinnuþátttaka og vinnutími með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum. Það bendir því flest til þess, að lítill þrýstingur hafi verið á íslenska vinnumarkaðnum til að losa fólk út úr atvinnu- lífinu og inn í almannatryggingakerfið. Þó hef- ur orðið markverð breyting á þessu frá og með árinu 1992, er atvinnuleysi jókst hér umtals- vert, uns það náði hámarki árið 1994 (7). Þó er atvinnuleysið hér enn með því minnsta sem þekkist bæði á Norðurlöndum og annars staðar á Vesturlöndum (15). Gnægð atvinnutækifæra hefur þannig hugsanlega stuðlað að því að fólk með skerta vinnugetu hafi haft frekar rúm tæki- færi til að stunda launaða vinnu og sókn þess inn í bótakerfið því verið minni en ella hefði mátt vænta. Ofangreind skýring gæti þannig skýrt tiltölu- lega lágt heildarhlutfall örorkulífeyrisþega hér á landi. Hins vegar fellur hún illa að þeirri stað- reynd að örorka er algengari meðal fólks undir 30 ára aldri hér á landi en í grannríkjunum á Norðurlöndum. Það gæti skýrst af einkennum bótakerfisins hér á landi. Sjúkradagpeninga- kerfið er einn þáttur almannatrygginganna sem gæti tekið álag af örorkubótakerfinu, einkum fyrir þá sem verða fyrir skertri vinnugetu tíma- bundið vegna slysa eða veikinda. Sjúkradag- peningakerfi almannatrygginga á Islandi greið- ir mun lægra hlutfall launa til bótaþega en tíðk- ast á hinum Norðurlöndunum. Sömuleiðis hafa atvinnuleysisbætur verið tiltölulega lágar hér á landi (7 (sjá bls. 68-69, 77 og 123), 16). Bóta- kerfið á íslandi hefur því almennt ekki verið líklegt til að freista fólks sérstaklega til að lifa af því í stað þess að stunda launaða vinnu. Þó kunna örorkubæturnar að hafa verið fýsilegri kostur í sumum tilvikum en atvinnuleysisbætur eða sjúkradagpeningar og því hugsanlega leitt til þess að örorka er svo algeng meðal ungs fólks sem raun ber vitni um. Svipuð skýring gæti verið á því að heildar- umfang örorku er tiltölulega lítið í Danmörku, það er að aðrir hlutar bótakerfisins sinni hugs- anlegum skjólstæðingum örorkulífeyristrygg- inganna í meiri mæli en er í hinum Norðurlönd- unum. Slík skýring er reyndar sett fram á lágri tíðni örorkulífeyrisþega í Danmörku í skýrsl- unni „Social Protection in the Nordic Countries 1995“ (7). Loks virðist alveg ljóst að hvað snertir mun meiri fjölda örorkulífeyrisþega yfir 50 ára aldri í Skandinavíu og Finnlandi en á íslandi, þá megi rekja það beint til rýmri heimilda í þess- um löndum til þessa að nota örorkubótakerfið til að rýma til á vinnumarkaði (förtidspensio- nering). Sú leið virðist ekki hafa verið farin á Islandi, enda er atvinnuþátttaka fólks í öllum aldurshópum yfir fimmtugu mun hærri hér en annars staðar á Vesturlöndum (16).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.