Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 26

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 26
644 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Mynd 1. Tölvusneiðmynd af brjóstholi sjúklings daginn eftir innlögn á sjúkrahús. Myndin er tekin í hœð við stofnslagœð handlima og höfuðs (truncus brachiocephalicus) og sýnir mjúkvefjafyrirferð neðan hœgra viðbeins sem virðist liggja ut- an við fleiðru (sem örin bendir á). íþessari fyrirferð sjást litlar loftbólur. að gefa klindamýcín í stað amoxicillín-klavúl- ansýru. Fengið var álit skurðlæknis sem taldi ekki ástæðu til aðgerðar að sinni en ákveðið var að meðhöndla sjúklinginn í háþrýstisúrefnis- klefa og fékk hann slíka meðferð í tvígang. Næstu daga var klínískt ástand sjúklings svip- að og tölvusneiðmyndir sýndu óbreytta mjúk- veíjafyrirferð. Omskoðun á hjarta var innan eðli- legra marka. Á fimmta degi sýndu tölvusneið- myndir greinilega aukningu á fyrrgreindri mjúk- vefjafyrirferð (mynd 2). Um sama leyti bárust upplýsingar um vöxt á gram-neikvæðum stöf- um í blóðræktunarkolbu ætlaðri loftfælnum bakt- eríum, hugsanlega bacteroides, og var gott næmi fyrir sýklalyfjum, meðal annars klinda- mýcíni. Ástand sjúklings fór batnandi eftir þetta og hann fluttist á almenna legudeild. Klinda- mýcín var gefið í alls þrjár vikur en gentamicín í viku og cíprófloxacín í fjóra daga til viðbótar. Á 17. degi sýndu tölvusneiðmyndir af brjóst- holi mikla minnkun á mjúkvefjafyrirferðinni neðan hægra viðbeins ásamt því að fleiðru- vökvi og þéttingar í lungum voru alveg horfin. Lokaniðurstaða blóðræktunar var Bacteroides sp. (ekki Bacteroides fragilis) og í ljósi þessa var ákveðið að framkvæma röntgenrannsókn á ristli til að leita uppruna sýkingarinnar. Sjúk- lingurinn var útskrifaður við nokkuð góða líð- an eftir 21 dags sjúkrahúslegu og lögð drög að úthreinsun heima fyrir og myndatöku tveimur dögum síðar. Samdægurs, eftir að sjúklingur hóf úthreinsun, fór að bera á kveisukenndum verkjum um neðanverðan kvið ásamt ógleði og uppköstum. Hann var því lagður inn, illa hald- inn af verkjum með vægt þaninn og auman Mynd 2. Tölvusneiðmynd af brjóstholi á fimmta degi, tekin í sömu hœð og mynd 1. Mjúkvefjafyrirferðin neðan hœgra við- beins (sem örin bendir á) hefur greinilega stœkkað. Loftbólur sjást ekki lengur. Þroti virðist vera í brjóstvöðvum hœgra megin sem eru fyrirferðameiri en vinstra megin. Mynd 3. Röntgenmynd af ristli eftir innhellingu skuggaefnis. Hringlaga œxlisvöxtur (skuggaefniseyða) sést á 6-7 sm löngu svœði í bugaristli (sem örin bendir á). Æxlisvöxturinn veldur gríðarlegri þrengingu í ristilganginum. Þessu útliti hefur verið líkt við epliskjarna (apple core). kvið en greinileg garnahljóð. Röntgenmynd af kviðarholi vakti grun um stíflu í vinstri hluta ristils. Röntgenrannsókn á ristli með innhell- ingu á vatnsleysanlegu skuggaefni leiddi í ljós æxlisgrunsamlega fyrirferð í bugaristli sem lokaði honum nær alveg (mynd 3). Speglun á bugaristli sýndi mikil þrengsli sem greinilega voru af völdum æxlisvaxtar og sýni sem tekin voru leiddu í ljós kirtilþekjukrabbamein. Fá- einum dögum síðar var sjúklingurinn tekinn til

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.