Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 28

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 28
646 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða og fréttir Sýkingar fluttar í heimahús Á liðnu vori var ég beðinn að koma í heimahús, vegna kunningsskapar við húsráð- endur, til að líta á ungan pilt, sem hafði í nokkra mánuði haft opna ígerð aftast í klyftum eftir aðgerðir á sjúkrahúsi vegna sinus pilonidalis. Þarna var all- stór hola, sem samkvæmt fyrir- mælum viðkomandi læknis, var troðin út með grisju á eins eða tveggja daga fresti. Þetta gerði hjúkrunarfræðingur sem vitjaði piltsins reglulega, en móðir drengsins skipti á ytri umbúðum ef þær gegnvættust af útferð úr sárinu. Fyrir utan það að vera hugs- anlega ekki alveg sáttur við sárameðferðina, olli þetta mér engum sérstökum heilabrot- um, en gleymdist í önn dags- ins og satt best að segja veit ég ekki hver varð framvinda þessa máls. Það gæti verið að pilturinn gengi enn með sárið á rassinum. En ég hrökk dálítið óþyrmi- lega við, þegar hjúkrunarfræð- ingur, sem stundar hjúkrun í heimahúsum, sagði mér frá tveimur sjúklingum með alvar- legar sýkingar, annar eftir mjaðmaraðgerð og hinn eftir kviðslitsaðgerð. Báðir þessir sjúklingar hafa verið með- höndlaðir vikum og mánuðum saman í heimahúsum, líkt og pilturinn minn frá í vor, og ég hef heyrt um fleiri síðan. Sam- eiginlegt er með öllum þessum sýkingum að upphaf þeirra er á sjúkrahúsum. Hér er að birtast í raun sú stefna heilbrigðisyfir- valda að flytja sem mest af lækningum í heimahús, til að spara í heilbrigðiskerfinu, og ekki verður betur séð en lækn- ar samþykki stefnuna með samvinnu og þögn. Svo sem fyrr segir eru sýk- ingar í heimahúsum oft upp- runnar á sjúkrahúsum. Sjúk- lingarnir hafa því fengið sýklalyf, mismunandi mikil og mismunandi mörg og því má gera ráð fyrir, að sýklarnir sem eru að verki séu oftar en ekki lítt- eða ónæmir fyrir sýklalyfjum. Af reynslu veit ég að hjúkr- unarfræðingar á sjúkrahúsum eru mjög meðvitaðir um smit- gát, oft meðvitaðri en lækn- arnir. Við smitgát á sjúkrahús- um er fylgt ákveðnum reglum, til að mynda eru sjúklingar með sýkingar sem geta verið hættulegar fyrir aðra sjúklinga einangraðir, sóttmenguðu efni er eytt eftir ákveðnum reglum og almennt er þess gætt við umönnun að ganga ekki milli sýktra sjúklinga, hvað þá milli sýktra og ósýktra sjúklinga. Þá eru sýkingavarnarnefndir starfandi á stóru sjúkrahúsun- um, sem fylgjast kerfisbundið með sýkingum undir stjórn sýkladeildanna og í því eftir- liti er fólgið að leita að hættu- legum sýklum í hreinlætis- tækjum og hreinlætisefnum, svo sem vöskum, sápu og handþurrkum. Hvað þá um sýkingar í heimahúsum? Hjúkrunarfræð- ingar sem ganga milli húsa og skipta á sýktum sárum kunna auðvitað skil á smitgát og ástunda hana eftir bestu getu. Eg er til dæmis viss um að meðferðin er samviskusam- legar skráð heldur en hjá læknum. En hvað um annað sem tengist smitgátinni? Hvað verður um sóttmengað efni, svo sem umbúðir? Skyldu vera mörg heimili þar sem að- staða er til að brenna sótt- menguðu efni? Skyldi þetta dót vera sett í plastpoka og kastað í ruslagám heimilisins? Hvað um hreinlætistækin, þar sem þeir sem skipta á sárun- um þvo sér ásamt öðru heimil- isfólki? Hver gætir þess, að þau mengist ekki af sýklum, sem hugsanlega eru ónæmir fyrir öllum venjulegum sýkla- lyfjum? Oft er útferð úr þess- um sárum svo mikil að skipta þarf á þeim oftar en einu sinni á sólarhring. Það kemur oftast í hlut húsmóðurinnar á heimil- inu að gera það, en hún sér líka venjulega um matreiðslu fyrir heimilisfólkið. Hvernig eru húsmæður upplýstar um smitgát? Er hugsanlegt að fólk frá heimilum, þar sem verið er að meðhöndla sárasýkingu, sé starfandi á veitingahúsum, eða við matvælaiðnað? Gæti hlutastarf húsmóðurinnar ver- ið á slíkum stað? En hvað um sjúklingana? Hjúkrunarfræðingar kunna skil á smitgát og þeir kunna að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.