Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 31

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 649 Fréttir úr starfi Læknafélags íslands Endurskipulagning á starfsemi skrifstofu LI Talsverð vinna hefur verið lögð í það á síðustu misserum að endurskipuleggja innra starf á skrifstofu Læknafélags Islands. Markmiðið hefur ver- ið að spara í rekstrinum sem hefur verið með nokkrum halla og auka skilvirkni í skrif- stofustarfinu. Rekstrarráðgjaf- arfyrirtækið Ráðgarður hefur haft með höndum að skoða með hvaða hætti rekstrinum verði best fyrir komið með hagkvæmni í huga og hámörk- un þjónustu. Tveimur starfs- mönnum hefur verið sagt upp störfum og blaðamaður verið ráðinn í hlutastarf við Lækna- blaðið. Læknablaðið vinnur nú að hagræðingu í rekstrinum. Sjúkrahúslækna- samningurinn Enn er ófrágengin röðun í launaflokka á sjúkrahúsum samkvæmt sjúkrahúslækna- samningnum. Samninga- nefndir LÍ og LR hafa átt fundi með fulltrúum viðsemj- enda í svokallaðri samráðs- nefnd og hefur gengið hægt að fá lausn á því máli. Ef ekki næst samkomulag um þessi atriði fljótlega, verður málið að öllum líkindum sett í Fé- lagsdóm. Stefnumótun læknasamtakanna Tómas Arni Jónasson lækn- ir hefur tekið að sér að safna saman og flokka ályktanir að- alfunda LI síðustu 20 árin. Er um að ræða mjög merkilegt plagg, sem þó er ekki fullunn- ið en verður að því loknu vænt- anlega kynnt á heimasíðu LÍ. Talsverðar umræður hafa verið í stjórn um nauðsyn þess að halda áfram stefnumótun- arvinnu læknafélaganna á markvissan hátt, þannig að á aðgengilegan hátt liggi fyrir stefna læknafélaganna í heil- brigðismálum og innri málum félagsins á hverjum tíma. Umsögn um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna. Læknafélag Islands hefur fengið þessi frumvarpsdrög til umsagnar og hefur nefnd und- ir forsæti Tómasar Helgasonar læknis unnið að gerð umsagn- ar um þau drög á síðustu mán- uðum. Nefndin hefur nú skil- að áliti sínu og hefur stjórn Læknafélags íslands fjallað um þá umsögp. Hægt er að skoða umsögnina á heimasíðu læknafélaganna; www.icemed.is Umsagnarnefnd um gagnagrunns- frumvarpið Stjórn Læknafélags Islands skipaði síðastliðið vor um- sagnar- og umfjöllunarnefnd um frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Nefndinni stýrir Gísli Einarsson læknir en í henni eiga sæti níu aðrir læknar. Nefndin vinnur nú að umsögn um frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem lagt var fram í breyttri mynd af Heilbrigðisráðuneyt- inu nú nýlega. Læknafélag Islands hefur reynt að kynna þau sjónarmið sem uppi eru meðal lækna á málefnalegan hátt í fjölmiðlum. Ráðstefna um gagna- grunnsmálið í bígerð Eins og sagt var frá í síðasta hefti Læknablaðsins ákvað stjórn Læknafélags íslands að kalla saman fund um gagna- grunnsmálið á haustdögum. Nú hefur hugmyndin tekið ýmsum breytingum eins og raunar öll umræðan um frum- varpið hefur gert. Er ráðgert að taka upp samvinnu við nokkrar stofnanir og samtök sem telja sér málið skylt og efna til stórrar ráðstefnu með þátttöku erlendra fyrirlesara. Dagsetning hefur enn ekki verið ákveðin en búast má við að ráðstefnan verði haldin um mánaðamótin september/októ- ber. GB

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.