Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 42
658 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Evrópuráðið liefur notað þá skilgreiningu að upplýsingar um einstaklinga skuli teljast ópersónutengdar ef slík auðkenning taki niikinn tíma og mannafla. Islensk erfðagreining hefur tekið upp sérstakt nafnleyndarkerfi, sem felst í því að öll sýni liafa verið dulkóðuð áður en þau berast fyrirtœkinu til rannsókna og þetta vinnulag uppfyllir algerlega skilgreiningu Evrópuráðsins. Petta er eitt fullkomnasta nafnleyndarkerfi sem notað er við lœknisfrœðilegar rannsóknir og sömu varáðar myndi verða gætt við meðferð gagna ífyrirhuguðum gagnagrunni. til að gagnagrunnurinn geti orðið enn frekari lyftistöng ís- lensku vrsindastarfi og rs- lensku efnahagslífi. Erlendis eru slíkir grunnar þegar að verða til og hafa í sumum til- fellum verið til nokkuð lengi. Öryggi upplýsinganna með tilliti til persónuverndar og réttar einstaklinganna til einkalífs er óháð því á hvaða forsendum heilbrigðisgagna- grunnar eru búnir til. Öryggi slíkra grunna byggist á tækni- legri framkvæmd og uppsetn- ingu þeirra, auk heiðarleika, trausti og vönduðum vinnu- brögðum þeirra aðila sem að þeim standa. Það er fáheyrt að vísindamenn hafi skaðað ein- staklinga eða sjúklinga sem þátt hafa tekið í rannsóknum með því einu að meðhöndla upplýsingar um þá. Til þessa hafa íslenskir læknar og vís- indamenn verið farsælir og sýnt mikla ábyrgð í með- höndlun viðkvæmra upplýs- inga. Með nýrri tækni gefst nú möguleiki til að tryggja ör- yggi slíkra upplýsinga enn frekar og það væri ábyrgðar- leysi að nýta ekki þá tækni. Eins og hér hefur komið fram eiga sjúklingar og einstakling- ar kröfu til slíks öryggis. Tölvuvæðing heilbrigðiskerf- isins sem verður að eiga sér stað samhliða gerð gagna- grunnsins mun bjóða upp á aukið öryggi auk möguleika til betri og afkastameiri þjón- ustu. Jafnframt munu gögn heilbrigðiskerfisins verða vís- indamönnum enn aðgengi- legri til rannsókna. Nýjungar í læknisfræði, þróun lyfja og annarrar með- ferðar, hafa alltaf verið kost- aðar að stórum hluta af einka- aðilum (lyfjafyrirtækjum og framleiðendum lækninga- tækja). Þessi kostnaður hefur verið fjármagnaður með ágóð- anum af sölu viðkomandi lyfja og tækja. Sá sparnaður sem næst í heilbrigðiskerfinu með notkun gagnagrunnsins er frábrugð- inn þeim ómarkvissa sparnaði og þverfaglega niðurskurði sem nú er stundaður, að því leyti að sparnaðurinn næst að mestu vegna markvissari meðferða og fyrirbyggjandi aðgerða á sjúklingahópum sem annars hefðu orðið útund- an eða fengið ófullnægjandi meðferð í núverandi kerfi. Þær sparnaðaraðferðir sem beitt er í dag geta allt eins leitt til aukins kostnaðar og verri meðferðar og oft er erfitt að meta árangur slíkra aðgerða. í flestum tilfellum veldur minnkuð meðferð sjúkdóma á endanum til aukinna útgjalda fyrir samfélagið. Miðað við þann staðal sem vestræn þjóð- félög vilja setja sér varðandi heilbrigðisþjónustu er því fátt til úrbóta annað en markviss hagræðing og markvissari meðferð. Því er fráleitt að halda því fram að gagna- grunnurinn sé ætlaður til að útiloka sjúklinga frá meðferð. Gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði er þannig í mínum huga metnaðarfullt framfaraverkefni. Það er eng- in ástæða til að láta öðrum þjóðum það eftir að taka for- ystu á þessu sviði. Viðbrögð starfsbræðra minna staðfesta þessa skoðun mína, því jafn- vel svörnustu andstæðingar frumvarps til laga um miðlæg- an gagnagrunn á heilbrigðis- sviði enda venjulegast ræður sínar á því að málið þarfnist frekari athugunar og fram- kvæmdin þurfi að vera á öðr- um forsendum. Þar með hafa þeir í raun viðurkennt grund- vallarhugmyndina og sið- fræðilegar forsendur hennar, þó svo að í upphafi hverrar ræðu beri þeir fyrir sig áhyggjur af persónuvernd og rétti sjúklinga til einkalífs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.