Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 46
662 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 að menn geri ekki greinamun á þeirri vinnu sem fer fram hjá IE í dag og þeirri vinnu sem færi fram með notkun á mið- lægum gagnagrunni á heil- brigðissviði. í dag vinnur ÍE ásamt samstarfslæknum við rannsóknir á sjúkdómum þar sem hvert rannsóknarverkefni hefur verið vel skilgreint og Vísindasiðanefnd samþykkt rannsóknaráætlunina. Eftir að sjúkdómseinkenni hafa verið skilgreind sjá samstarfslæknar ÍE um að útbúa sjúklingalista. Samstarfslæknar IE og starfs- fólk Þjónustumiðstöðvar rann- sóknarverkefna í Nóatúni sjá um öll bein samskipti við sjúk- linga. Það vinnuferli sem komið hefur verið upp í sam- starfi við Tölvunefnd miðast við að enginn þeirra starfs- manna IE sem meðhöndla erfðaupplýsingar úr fólki geti nokkru sinni vitað frá hvaða einstaklingi sýni sé komið né hafi þeir minnstu hugmynd um hverjir taki þátt í rann- sóknunum. Vinnuferlið er það öruggasta sem þekkist við erfðarannsóknir og eftirlitið með því er einnig margfalt meira en tíðkast hjá öðrum rannsóknarstofnunum hér á landi. í stuttu máli er vinnuferli við erfðarannsóknir á vegum ÍE eftirfarandi: Sjúklingalistar sem útbúnir eru af samstarfslæknum ÍE eru dulkóðaðir af tilsjónar- manni Tölvunefndar og síðar afhentir starfsmönnum IE. Dulkóðunin varpar kennitöl- um í sjúklingalistunum yfir í persónunúmer auk þess sem endurröðun á listanum fer fram að lokinni dulkóðun. Ein- ungis tilsjónarmaður Tölvu- nefndar getur beitt dulkóðun- arlyklinum og því geta starfs- menn IE ekki afkóðað listana. Áður en söfnun sýna á sér stað fer fram ættrakning á sjúk- lingum innan IE, þannig að hægt sé að velja þá sjúklinga sem veita tölfræðilega mestar upplýsingar auk náinna skyld- menna. Til þess að slíkt sé mögulegt þarf að dulkóða ætt- fræðigagnagrunn ÍE sem kall- aður er Islendingabók. I dul- kóðaða ættfræðigrunninum er einungis að finna tengsl milli foreldra og barna auk afrúnn- aðra fæðingar- og dánardag- setninga. Þetta er gert til þess að ekki sé mögulegt að nýta dagsetningar til að bera kennsl á fólk. Þar af leiðandi er til að mynda ekki hægt að raða fjöl- mennum systkinahópi í ná- kvæma aldursröð. Að lokinni ættrakningu út- búa starfsmenn IE lista með persónunúmerum yfir þá ein- staklinga sem þeir hafa áhuga á að fá blóðsýni úr. Tilsjónar- maðurinn afkóðar þennan lista og kemur honum til samstarfs- læknanna. Samtímis prentar tilsjónarmaðurinn svokölluð tengiblöð sem notuð eru til þess að tengja blóðsýni við persónunúmerin. Tengiblöðin eru tvískipt. Á efri hlutanum er meðal annars að fínna kenni- tölu og nafn einstaklings en á neðri hlutanum er dulkóðað persónunúmer og auður reitur fyrir límmiða. Prentað er út dulkóðað persónunúmer í stað þess persónunúmers sem not- að er innan IE, til þess að koma í veg fyrir að samstarfs- læknarnir hafi undir höndum bæði kennitölu og persónu- númerin. Samstarfslæknar IE líma svo strikainerktan lím- miða í auða reitinn á tengi- blaðinu. Límmiðinn er úr sama límmiðasetti og því sem notað var fyrir blóðsýni viðkomandi sjúklings. Tengiblaðið er svo rifið í tvennt og einungis neðri hluti blaðsins er sendur til ÍE ásamt blóðsýnunum. IE fær því upplýsingar um það hvaða blóðsýni eiga við hvaða per- sónunúmer án þess að fá nokk- urn tímann upplýsingar um það hvaða einstaklingar eigi viðkomandi sýni. Einfölduð yfirlitsmynd yfir nafnleyndar- kerfi IE er sýnd á mynd 1. Einn mikilvægasti þátturinn í vinnuferli IE er hversu vel það er skilgreint hverjir skuli framkvæma hvert verk. Starfs- menn IE hafa skýr fyrirmæli um það að hafa aldrei undir höndum neinar persónuupp- lýsingar. Til þess að nálgast persónuupplýsingar um sjúk- linga þyrftu starfsmenn ÍE að leggja á sig vinnu þar sem þeir væru örugglega meðvitaðir um það að þeir væru að brjóta gegn settu vinnuferli, til dæm- is að fara fram á það við sam- starfslækni að hann veitti þeim upplýsingar um nöfn. Þá væru bæði læknirinn og starfs- maður ÍE að brjóta trúnað. Það er hins vegar grunnfor- senda allra nafnleyndarkerfa að einhverjum verður að treysta fyrir þekkingu. í um- ræddu vinnuferli eru það sam- starfslæknar IE sem njóta þess trausts að fara með persónu- upplýsingar um sjúklingana. Trúnaður lækna við sjúklinga er því með sama móti og alltaf hefur tíðkast og staðfestur er með læknaeiðnum. Þeir hafa hins vegar engan aðgang að þeim erfðafræðiupplýsingum sem IE býr til um viðkomandi sjúklinga. En kerfi eru hins vegar einungis örugg svo lengi sem farið er eftir þeim. Því er það mikilvægt að þau séu þjál og hamli ekki þeirri vinnu sem þeim er ætlað að setja skorður. Þessu takmarki hefur verið náð með núverandi vinnuferli IE.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.