Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 49

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 665 TÖLVUNEFND GAGNAGRUNNSNEFND Mynd 2. Yfirlit yfir nafnleyndarkerfi fyrir miðlœgan gagnagrunn eins og sérfrœðingar íslenskrar erfðagreiningar sjá það fyrir sér. Eftir að búið vœri að safna sanian gögnunum og dulkóða þau í sérstakri dulkóðunarstofnun undir eftirliti landlœknis, vœru þau tengd dulkóðuðum erfðafrœði- og œttfrœðiupplýsingum og vistuð í gagnagrunninum. Mjög strangar aðgangsheimildir vœru að gagnagrunninum, auk þess sem fram fœri stöðug skráning á notkun hans þannig að koma mœtti í veg fyrir misnotkun eins og lýst er nánar í greininni. Yfir öllu þessu ferli vekti svo Tölvunefnd og sérstök gagnagrunnsnefnd sem nýja frumvarpið kveður á um. lega notað utanaðkomandi þekkingu til að greina stakan einstakling og brjóta þar með nafnleynd og lög. Vegna eðlis notkunar gagnagrunnsins má takmarka tegundir fyrirspurna og stjórna aðgangsheimildum til að fyrirbyggja misnotkun af slíku tagi. Eina tengingin fyrir notendur inn í gagna- grunninn væri í gegnum miðl- ara. I þessum miðlara væri hugbúnaður sem virkaði sem nokkurs konar öryggishjúpur utan um gagnagrunninn. Miðl- ari þessi yrði þróaður af ÍE en yfirfarinn af eftirlitsaðilum. Til dæmis mætti ganga frá kerf- inu á þann hátt að það skráði sérstaklega eða hreinlega kærni í veg fyrir fyrirspurnir sem skilgreindu mengi ein- staklinga þar sem fjöldi stak- anna í menginu væri undir ákveðnu lágmarki. Slíkt má auðveldlega útfæra með því að reikna nokkurs konar þver- summu (message digest) af gögnum þeirra einstaklinga sem birtir eru hverju sinni. Ör- yggislagið myndi til dæmis ekki birta niðurstöður þar sem færri en fimm hafa sömu þver- summu. Fyrirspurnir sem leiddu af sér svör sem ættu við of fáa einstaklinga væru því ekki mögulegar. Sömuleiðis þyrftu notendur gagnagrunns- ins aldrei að sjá hin eiginlegu dulkóðuðu persónunúmer heldur aðeins afleidd persónu- númer sem einungis væri hægt að bera saman með hugbúnaði í miðlaranum. Þar með væri komið í veg fyrir að einangra mætti einstaklinga með niður- stöðum úr mörgum fyrirspurn- um. Aðgangsheimildir og not af gagnagrunninum væru háð eftirliti. Sérstakur eftirlitsaðili gæti þá fylgst með notkuninni og meinað þeim aðgang sem ætla mætti að væru að leggja fram óeðlilegar fyrirspurnir. Uppfylla má ströngustu kröfur um persónu- vernd Best væri að gagnagrunnur- inn sjálfur yrði geymdur utan ÍE hjá þriðja aðila til að fyrir- byggja grunsemdir um mis- notkun. Á þeim stað yrði að- eins um að ræða vistun á gögn- um og eftirlit, en þar færi ekki fram nein þróun á hugbúnaði. Gagnagrunnskerfið yrði hann- að á þann veg að einungis ör- fáir vel skilgreindir kerfis- stjórar hefðu aðgang að frum- gögnunum. Hlutverk þeirra

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.