Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 57

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 673 „ þau atriði, sem stendur til að skrá, samkeyra og varðveita í slíkum upplýsingabanka, eru upplýsingar, sem flestum mönnum eru viðkvæmari en aðrar upplýs- ingar, sem þá varða. Málið snýst um skráningu upplýs- inga um sjúkdóma og orsakir þeirra, sjúkdómsmeðferð og árangur hennar. lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, og upplýsingar, sem lúta að ættfræði og sameindaerfða- fræði. Þá girðir frumvarpið ekki fyrir, að við slíkar upp- lýsingar séu tengdar aðrar persónuupplýsingar, sem geta verið mönnum viðkvæmar, til dæmis upplýsingar um fé- lagsleg vandamál manna, skólagöngu þeirra, starfsferil, brotaferil og svo framvegis. “ byrðis. Má því undir það taka, að skráðar heilsufarsupplýs- ingar séu í eðli sínu auðlind, sem þjóðhagslega geti verið hagkvæmt að nýta, ef vel tekst til. Felst það eins og fram er komið bæði í gagnsemi þess, sem vinna má úr hinum skráðu upplýsingunum samfé- laginu til hagsbóta, og þeim fjárhagslegu umsvifum, sem slíkri vinnslu er samfara. Mismunandi efni laga- reglna um hagnýtingu auðiinda íslensku þjóðarinnar Eins og áður segir eru auð- lindir þjóðarinnar misjafnar í eðli sínu og ólíkar innbyrðis, og því verður við lagasetningu um þær að taka tillit til sér- staks eðlis hverrar fyrir sig. Það er þess vegna engan veg- inn sjálfgefið, að það fyrir- komulag, sem hentar við veit- ingu námu-, veiði- eða virkj- analeyfa, svo einhver dæmi séu nefnd, verði alfarið lagt til grundvallar, þegar veitt er leyfi til að hagnýta þá auðlind, sem skráðar upplýsingar í heilbrigðiskerfinu eru taldar vera. Enginn deilir um, að mikil- vægasta auðlind íslensku þjóðarinnar eru fiskistofnarnir á hafsvæðunum við Island. Lagareglur um nýtingu auð- lindarinnar miða að því að vernda fiskistofnana fyrir rán- yrkju (1) og komið hefur verið á fót sérstakri rannsóknar- stofnun, Hafrannsóknarstofn- un, sem hefur það meðal ann- ars að markmiði að afla al- hliða þekkingar um hafið og lífríki þess, einkum með tilliti til þess að meta, hvernig hag- kvæmt sé og skynsamlegt að nýta auðlindir þess (2). Mikil- vægt er fyrir umræðuefni þessa fundar að átta sig á því, samhengisins vegna, að laga- setning um þessa auðlind hef- ur tvennt að markmiði. Henni er í senn ætlað að stuðla bæði að verndun og hagnýtingu auðlindarinnar. íslensk náttúra er líka ein af auðlindum þjóðarinnar. Til verndar náttúrunni hafa verið sett sérstök náttúruverndarlög (3), auk þess sem sérlöggjöf gildir á einstökum, afmörkuð- um verndarsviðum. Tilgangur náttúruvemdarlaga er að stuðla að samskiptum manna og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða and- rúmsloft (4). Lögin eiga eftir föngum að tryggja þróun ís- lenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en vemdun þess, sem þar er sérstætt eða sögu- legt. Sérstakar ríkisstofnanir starfa samkvæmt þessum lög- um, það er Náttúruvernd ríkis- ins, Náttúruverndarráð, Nátt- úrufræðistofnun íslands og náttúruverndamefndir, og hafa það hlutverk að tryggja, að markmið lagasetningarinnar náist. Lagareglur um þessa auð- lind hafa eins og lagareglur um hagnýtingu fiskistofnanna tvenns konar markmið, það er að stuðla bæði að verndun og hagnýtingu auðlindarinnar. Til viðbótar hinum almennu náttúruverndarlögum hafa verið sett sérstök lög um mat á umhverfisáhrifum (5). Mark- mið þeirra laga er samkvæmt 1. gr. þeirra að tryggja, að áður en tekin er ákvörðun um framkvæmdir, sem kunna, vegna staðsetningar, starfsemi sem þeim fylgir, eðlis eða um- fangs, að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, hafi farið fram mat á umhverf- isáhrifum, svo og að tryggja að slíkt verði fastur liður í gerð skipulagsáætlana. Villt dýr og fuglar eru með sama hætti og fiskistofnar og náttúrufar ein af auðlindum þjóðarinnar. Til verndar villtu dýralífi hefur verið sett sér- stök löggjöf (6). Markmið hennar er að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna, skipulag á veiðum og annarri nýtingu dýra, svo og aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón, sem villt dýr kunna að valda (7). Sérstakar ríkisstofnanir, það er að segja Veiðistjóraembætt- ið og Náttúrufræðistofnun ís- lands. hafa verið settar á lagg- irnar til þess að tryggja það, að markmið lagasetningarinn- ar náist, það er að segja það

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.