Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 60

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 60
676 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 og meta, hvort hún sé í stakk búin til þess að hafa það eftir- lit með starfsemi skráningar- aðilans, sem henni er lögum samkvæmt ætlað að hafa og þarf að vera til staðar, þegar í slíkt verkefni er ráðist. Fullyrðingin er röng eða að minnsta kosti hæpin að því leytinu til, að miðað við óbreytta starfsaðstöðu Tölvu- nefndar, það er að segja óbreyttan starfsmannafjölda og óbreyttar fjárveitingar, og horfi ég þá einvörðungu á málið út frá sjónarhorni þess stjórnvalds, er hæpið, að nefndin geti veitt heimildir eins og þær, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Stafar það af því, að nefndinni er, eins og aðstæðum hennar nú háttar, í raun ómögulegt að taka að sér svo risavaxið verkefni til við- bótar öðrum verkefnum, sem á hennar herðum hvíla, og tryggja þar persónuverndina með þeim hætti, sem stjórnar- skrárvarinn réttur hins al- menna borgara krefst. Við verðum að átta okkur á því, að það verkefni, að tryggja per- sónuvernd við undirbúning og eftirlit með gagnagrunni á heilbrigðissviði, er stærra og viðameira verkefni á persónu- verndarsviðinu en nokkru sinni hefur verið tekist á við hér á landi. Það er að vísu rétt, sem fram kemur í athuga- semdum með gagnagrunns- frumvapinu, að Tölvunefnd hefur þegar nokkra reynslu af því að þróa vinnuferli við vís- indarannsóknir á heilbrigðis- sviði, sem tryggja eiga per- sónuvernd. En hitt ber að hafa í huga, að það er engan veginn víst og reyndar fremur ólík- legt, að vinnuferli við að tryggja persónuvernd við vís- indarannsóknir, þótt umfangs- miklar séu, sé það vinnuferli sem best hentar, þegar kemur að skráningu upplýsinga um heila þjóð í miðlægum gagna- grunni. Er það mat mitt, að bæði innlendir og erlendir sér- fræðingar á ýmsum sviðum þurfi að koma að undirbúningi málsins og jafnvel eftirliti. Þegar horft er á þessi atriði, er það mat mitt, að sé það á annað borð vilji íslenskra stjórnvalda að stofna til mið- lægs gagnagrunns á heilbrigð- issviði, sé eðlilegast að gera slíkt með sérstakri lagasetn- ingu. Verkefnið er það stórt í sniðum og umfangsmikið, og tengist svo viðkvæmum þætti mannlegra samskipta, að það er eðilegra að löggjafinn sjálf- ur taki beina afstöðu til þess, fremur en að láta stjórnvöld- um það alfarið eftir að meta, hvort slíkan upplýsingabanka eigi að stofna. Er unnt að tryggja persónuvernd í stórum, miðlægum upplýsingabönkum? í umræðum um gagna- grunnsfrumvarpið hefur því oft verið haldið fram, að af ýmsum ástæðum sé auðveld- ara að setja saman hér á landi vandaðan miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði en meðal misleitra þjóða, þar sem meiri hreyfing sé á fólki og heilsufars- og ættfræðiupp- lýsingar takmarkaðri. Þetta er án efa rétt, ekki hvað síst vegna þess, hve þjóðin er einsleit og fámenn, en í því hlýtur hins vegar að liggja bæði veikleiki hennar og styrkur. Styrkurinn felst í því, að íslenska þjóðin er af þess- um ástæðum betra rannsókn- arandlag eða rannsóknarvið- fangsefni en gerist meðal ann- arra þjóða, en veikleikinn felst hins vegar í því, að við þessar aðstæður er erfiðara að tryggja persónuverndina. Að því er veikleikann varðar er gjarnan sagt, að hægt sé að tryggja persónuverndina með dulkóðun upplýsinga. Stað- reynd málsins er að minni hyggju sú, að með góðu dul- kóðunarkerfi er hægt að tryggja töluvert öryggi, en kerfið getur aldrei orðið full- komið, og eru ástæður þess ýmsar: I fyrsta lagi hefur reynslan sýnt, að fá dulkóðunarkerfi eru svo fullkomin, að þau megi ekki brjóta upp, ef til þess er vilji, fjármunir og tími. I öðru lagi verður að hafa í huga, að ekkert kerfi er full- komnara en þeir einstaklingar, sem við það starfa. Því verð- mætari sem slíkur gagna- grunnur eða upplýsingabanki er, þeim mun meiri er ásóknin í hann eftir löglegum og ólög- legum leiðum, og því veikara sem eftirlitið með kerfinu og starfsfólki þess er, þeim mun meiri er hættan á því, að upp- lýsingar verði misnotaðar. í þriðja lagi er það stað- reynd, að í svo fámennu sam- félagi sem hinu íslenska, þar sem allir þekkja alla eins og stundum er að orði komist, er hver einstaklingur gegnsærri en í stærri samfélögum. Lífs- mynstur sumra einstaklinga er með þeim hætti, að þrátt fyrir dulkóðun upplýsinga getur verið næsta auðvelt að sjá, hver í hlut á, og þegar einn ein- staklingur í ættartré hefur verið persónugreindur, er fundinn lykillinn að því að persónu- greina aðra einstaklinga í sama tré. Skyldu menn þá ekki gleyma því, að verði gagna- grunnsfrumvarpið að lögum, er ráðgert að nokkur hundruð manns fái þann starfa að lesa sjúkraskýrslur landsmanna,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.