Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 64

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 64
680 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 gæta réttar síns, og frumvarp- ið lætur því ósvarað, hvað gera á við upplýsingar um þá, sem látnir eru. Eg spyr mig þeirrar spurningar, hvort það sé alveg sjálfgefið, að inn í grunninn fari upplýsingar um látna menn. I umræðunni um gagna- grunnsfrumvarpið hefur verið lögð á það áherslu, að þeir ein- staklingar, sem ekki vilja, að upplýsingar um þá fari inn í gagnagrunninn, verði sjálfir að hafa fyrir því að tilkynna unt slíkt á þeim heilbrigðisstofn- unum, þar sem upplýsingar um þá kunna að vera varðveittar. í þessu felst með öðrum orðum, að þögn er túlkuð með sama hætti og samþykki. Það er án efa rétt, sem hald- ið hefur verið fram þessu sjónarmiði til stuðnings, að það er afar erfitt að afla skrif- legs og upplýsts samþykkis frá hverjum og einum lands- manni um það, hvort upplýs- ingar um hann megi fara inn í gagnagrunninn. Hitt er líka rétt, að það er ákaflega erfitt fyrir hvern og einn einstak- ling, einkanlega þegar frá líð- ur, að henda reiður á það, hvar og hvenær á lífsleiðinni hann hefur vitjað lækna og heil- brigðisstofnana og þar með hvert hann á að tilkynna, að hann vilji ekki að upplýsingar um hann fari inn í gagna- grunninn. Þessi tvö ólíku viðhorf þarf með einhverju móti að sætta. Sem tillögu til málamiðlunar læt ég mér detta í huga, að annað hvort Hagstofu íslands eða landlæknisembættinu verði falið að halda sérstaka landsskrá um þá, sem ekki vilja að upplýsingar um þá fari inn í gagnagrunninn. Myndu þessir einstaklingar tilkynna sig til Hagstofunnar eða landlæknisembættisins, sem færði nafn þeirra í lands- skrána, og upp í þeirri lands- skrá yrði þeim heilbrigðis- starfsmönnum, sem sjá um færslu upplýsinga úr sjúkra- skýrslum inn í gagnagrunn- inn, jafnan skylt að fletta, þeg- ar að vinnslu upplýsinga um viðkomandi einstakling kem- ur. Þetta held ég að sé bæði einfalt og auðvelt í fram- kvæmd, en eigi að síður mjög til þess fallið að auka réttarör- yggi manna. Lokaorð Ymiss konar upplýsingar, þar með laldar persónuupplýs- ingar, eru að verða sífellt fyr- irferðarmeiri í samfélaginu, jafnvel sem markaðsvara. Framboð á upplýsingum fer stórlega vaxandi, og um leið hefur tækni til vinnslu og framsetningar þeirra tekið stórstígum framförum. Á sama tíma hafa möguleikar manna til að nálgast upplýs- ingar gerbreyst, og nú er svo komið, að það er nánast hægt að nálgast hvað sem er, hve- nær sem er og hvaðan sem er, á afar hraðvirkan og auðveld- an hátt. Þetta eru staðreyndir, sem þegnar tæknisamfélags- ins verða jafnan að hafa í huga, og þá ekki hvað síst þegar kemur að lagasetningu, sem snertir einkalíf þeirra með jafn afgerandi hætti og gagnagrunnsfrumvatpið gerir. Þegar kemur að meðferð persónuupplýsinga má segja, að oft vegist á tvenns konar sjónarmið og hagsmunir. Annars vegar eru það þeir hagsmunir vísindasamfélags- ins, að þröngar lagareglur og einstrengingsleg túlkun þeirra hamli ekki tækniframförum, þannig að komið sé í veg fyrir eðlilega þróun með hagnýt- ingu upplýsinga, sem öllum geta verið til góðs, ef rétt er með þær farið. Má hér sem dæmi nefna skráningu upplýs- inga um erfðaeiginleika og fleiri heilsufarsatriði, en skráning þeirra og önnur með- ferð er að sjálfsögðu forsenda framþróunar í læknavísindum. Hins vegar eru það þeir hags- munir einstaklinganna að fá að njóta friðhelgi um einkalíf sitt, þannig að skráðar per- sónuupplýsingar unt þá séu ekki notaðar með öðrum hætti en þeir sjálfir vilja. Við fyrstu sýn kann að virð- ast sem hér sé um tvö algjör- lega ósættanleg sjónarmið að ræða. Eg held, að svo sé ekki. Með skynsamlegum lagaregl- um og réttsýnni beitingu þeirra er án efa hægt að þræða hinn gullna meðalveg og þjóna báðum þessum hags- munum og sjónarmiðum sam- tímis. Það gildir hið sama um persónuverndina eins og nátt- úruverndina, að menn mega hvorki missa sjónar af grund- vallarmarkmiðinu, sem er verndin, né heldur láta öfgar verndarinnar blinda sér sýn. Einhvers staðar miðja vegu hlýtur sannleikurinn að liggja. HEIMILDIR 1. Sjá lög nr. 38/1990 um stjórn fisk- veiða. 2. Sjá 17. gr. Iga nr. 64/1965 um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna. 3. Sjá náttúruverndarlög nr. 93/1996. 4. Sjá 1. gr. laganna. 5. Sjá lög nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. 6. Lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villt- um spendýrum. 7. Sjá 2. gr. laga nr. 64/1994. 8. Sjá lög nr. 88/1989 með síðari breytingum. 9. Sjá lög nr.58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta, og lög nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.