Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 79

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 693 Fréttir frá stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Islands Þó sumarið sé tími fría hef- ur verið þó nokkuð um að vera hjá félaginu. Eins og fram kemur hjá Arnaldi Val- garðssyni býður aðild okkar að Norræna svæfingalæknafé- laginu upp á sífellt fleiri kosti. Endurmenntunarnámskeið á vegum þess fara væntanlega af stað á næsta ári. I smíðum er reglugerð fyrir námskeiðin og hafa verið eyrnamerktar 50 000 DKR til þessa málefnis. Áætlað er að byrja með fjögur námskeið á ári. Gjörgæslu- námið á vegum Norræna svæf- ingalæknafélagsins hefur gengið vel og er áætlað að nýr hópur fari af stað, sennilega í byrjun næsta árs. Áhugasamir geta haft samband við stjórn svæfingalæknafélagsins. Næsta ár mun félagið taka þátt í tveimur alþjóðlegum þingum, 50 ára afmælisþingi Norræna svæfingalæknafé- lagsins sem haldið verður 9.- 11. júlí í Árósum og ársþingi Þýska svæfinga- og gjörgæslu- læknafélagsins sem haldið verður í Wiesbaden 5.-8. maí. I tengslum við þingið í Árósum verða veitt svokölluð Radio- meter verðlaun fyrir besta út- drátt og kynningu vísinda- verks. Verðlaun þessi eru ætluð vísindamönnum frá Norður- löndum. Fræðslustarfsemi félagsins næstu mánuði er að mótast. Þann 24. september verður haldinn fundur í samvinnu við Astra Island um staðdeyfilyfið Narop (ropívacín) og verða fyrirlesarar Dag Selander, svæfingalæknir og Jan Sjövall læknir og sérfræðingur í lyfja- fræði. Fundurinn verður hald- inn á Grand Hóteli og hefst klukkan 18. Hugmyndir eru uppi um að halda reglulega einhverskonar sameiginlegan tímaritafund en form og tími er enn óákveðinn. Staðlanefnd var falið á síð- asta aðalfundi að gera leið- beinandi tillögur um annars vegar viðbrögð við erfiðleik- um við ísetningu barkaslöngu og hins vegar föstu sjúklinga fyrir aðgerð. Áætlað er að boða til umræðufundar um þessar leiðbeiningar fyrir ára- mót. Aðalbjörn Þorsteinsson formaður Frá fundi European Regional Secton of World Federation of Anesthetists Undirritaður sótti þennan fund fyrir hönd Svæfinjga- og gjörgæslulæknafélags Islands og var hann haldinn á Evrópu- þingi ERS í Frankfurt 2. júlí 1998. Fráfarandi stjórn kom með tillögu urn að breyta nafni félagsins þar sem núver- andi nafn hefur valdið tölu- verðum ruglingi og er óþjált. Tillaga fráfarandi stjórnar var samþykkt einróma. Félagið heitir nú The Confederation of European National Societies of Anesthesia eða CENSA. Töluvert var rætt um sam- starf við hin Evrópufélögin, ESA og EAA en þar hefur ver- ið frekar stirt á milli og ESA hefur ekki svarað umleitunum um samstarf með þingin. Nú hefur verið skipt um stjórn ESA (European Society of Anesthesiologists) og binda menn vonir við að árangur verði betri. EAA (European Academy of Anesthesia) hefur lýst yfir vilja til samstarfs. Mikið var einnig rætt um tilhögun vísindaþinga og eru margir óánægðir með þing- hald einungis á fjögurra ára fresti og að þurfa að fara til Bandaríkjanna til að kynna vísindavinnu sína. Svæfinga- læknar í Evrópu eru nú orðnir jafn margir eða jafnvel fleiri en í Bandaríkjunum. Lagðar voru fram fjórar tillögur um framtíðarskipulag: 1. Halda óbreyttu fyrirkomu- lagi með þingi á fjögurra ára fresti. 2. Halda þing á fjögurra ára fresti en styrkja eitthvert landsfélag þess á milli. 3. Halda þing á tveggja ára fresti og styrkja eitthvert landsfélag þess á milli. 4. Halda þing árlega. Um þetta skapaðist töluverð umræða og var ákveðið að halda þing annað hvert ár en árið á milli verður einhverju landsfélagi hjálpað til að halda þing sem verður þó ekki Evr- ópuþing en alþjóðlegt. Það var eindregin skoðun þingfulltrúa að þetta væri skref í áttina að árlegu þingi eins og tíðkast í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.