Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 80

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 80
694 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Ameríku og reyna á að fá hin Evrópufélögin til samstarfs um það. Fulltrúi EAA lýsti yfir samstarfsvilja og sagði við- ræður hafnar. Næsta þing Rétt fyrir fundinn í Frank- furt varð ljóst að Portúgalir drægju til baka tilboð sitt um að halda næsta þing. Lögð hefur verið mikil vinna í und- irbúning og töldu allir þetta vera í góðum jarðvegi. Eitt- hvað brást með stuðningsaðila og sagði stjórn portúgalska fé- lagsins af sér í kjölfarið og sagðist ekki geta haldið þing- ið. Þetta urðu mikil vonbrigði og er því óljóst hvar það verð- ur haldið. Næsta þing átti að vera árið 2002 en vegna breyt- inganna var ákveðið að halda næsta þing árið 2001 til að það stangaðist ekki á við heimsþingið. Akveðið var að gefa þriggja mánaða umsókn- arfrest fyrir næsta þing og þingið 2003. Bretar lögðu fram umsókn unt þingið 2003 og heyrst hefur um áhuga Ungverja á þinginu 2001. Stjórn CENSA ætlar að taka ákvörðun um þetta að þremur mánuðum liðnum. Önnur mál Kosin var ný stjórn ásamt átta fulltrúum landsfélaga. Ekki var mér vitanlega haft neitt samráð milli Norður- landafulltrúa um hverja ætti að kjósa. Einnig var samþykkt að hækka gjald hvers félaga í landssamböndunum til heims- sambandsins um 50 cent og mun það renna beint til Evr- ópusambandsins. Gjaldið til heimssambandsins mun því hækka sem því nemur. Fundi var síðan slitið. Kristinn Sigvaldason Frá stjórnarfundi Norræna svæfingalækna- félagsins (NAF) sem haldinn var í Arósum dagana 13.-14. júní 1998 Það sem gerðist helst var: Else Tönnesen frá Dan- mörku fjallaði um hið „nýja“ NAF. Hún rakti upphaf þess til stjórnarfundarins í Sigtuna 14.-15. júní 1996 þar sem framtíð NAF var rædd af miklum áhuga og ákafa. A þeim fundi urðu menn sam- mála um að NAF væri orðið gamaldags og tilveruréttur þess undir því kominn að rót- tækar breytingar yrðu gerðar á uppbyggingu og hlutverki NAF. Eftir marga fundi og miklar umræður er draumur manna um nýtt og öflugt NAF að verða að veruleika. Nú þegar stendur NAF fyrir kennslu í gjörgæslu fyrir unga svæfingalækna og fyrir dyrum stendur að byrja með nám- skeið í öðrum undirgreinunt svæfinganna. Fyrir liggur samþykki sem náðist á fundi í Kaupmannahöfn 27.-28. sept- ember 1997 um gjörbreytta uppbyggingu NAF og er nú unnið að því í landsfélögunum og vinnuhópum að hið „nýja“ NAF geti orðið raunverulegt á 50 ára afmælisaðalfundi í Ar- ósum íjúní 1999. Sten Lindahl og Lars Eriks- son frá Svíþjóð lögðu fram reikninga fyrir þingið í Stokk- hólmi 1997. Tekjuafgangur varð upp á 196.159 SEK. Undir liðnum „nýja NAF staðan í Svíþjóð og Finnlandi“ kom fram að Sænska svæf- inga- og gjörgæslulæknafé- lagið (SFAI) hefur þegar sam- þykkt að aðild að landsfélagi jafngildi aðild að NAF. Finn- arnir eiga hins vegar erfitt með að kyngja þessu og virð- ist helst standa í þeim að þurfa að borga fyrir norræna svæf- ingalæknablaðið (ACTA). Spurning kom upp um hvort menn gætu orðið meðlimir án þess að kaupa ACTA. Sven Erik Gisvold aðalritstjóri taldi að ekki væri hægt að neyða neinn til áskriftar en æskileg- ast væri auðvitað að allir væru áskrifendur. Finnarnir voru beðnir að hraða eins og unnt væri lausn á málinu. Upp kom hugmynd um að styðja eitt- hvað við bakið á Finnunum en málið var síðan ekki rætt frek- ar. Undir þessum lið var einnig rætt lítillega um lög félagsins og kynnti Morten Brinklöv frá Danmörku „Forslag til nye vedtægter for Nordisk Anest- esiologisk Forening". Töldu menn nauðsynlegt að lögin væru skrifuð á enska tungu og voru valdir eftirtaldir sex menn til að yfirfara lögin. Morten Brinklöv forntaður, Ivar Göth- gen Danmörku, Jannicke Mellin-Olsen Noregi, Lars Eriksson Svíþjóð, Eija Nils- son Finnlandi og Aðalbjörn Þorsteinsson Islandi. Næsti liður fjallaði um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.