Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 90

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 90
704 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Heilsugæslustöð Eskifjarðarlæknishéraðs Staða heilsugæslulæknis við heilsugæslustöðina í Eskifjarðarlæknishéraði er laus til umsóknar. Æskileg sérgrein heimilislækningar. Einnig kemur til greina ráðning læknis til eins árs sem hluti af fram- haldsnámi í heimilislækningum. Héraðið hefur á að skipa tveimur heilsugæslustöðvum, á Eskifirði og á Reyðarfirði og þjónar 1700 íbúum. Héraðið er þægilegt yfirferðar þar sem staðirnir eru rómaðir fyrir mikla veðursæld. Á Neskauþstað sem er í 30 km fjarlægð er fjórðungssjúkrahús og annað sjúkrahús á Egilsstöðum sem er í 50 km fjarlægð. Á stöðvunum er góð starfsaðstaða og mjög vel tækjum búin (ný og glæsileg heilsugæslustöð á Eskifirði). Góð laun eru í boði. Húsnæði og bifreið fyrir vakthafandi lækni. Atvinnulíf er blómlegt og mannlíf gott á báðum stöðum. Góðir grunnskólar með föstum kennarakjarna, góðir leikskólar, tónlistarskólar og félagsmiðstöðvar. Menntaskóli er á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli á Neskauþstað. Skíðasvæðið í Oddskarði er við bæjardyrnar, með því besta á landinu. Frábærar brekkur með stórkostlegt útsýni og náttúrufegurð. Mjög góður níu holu golfvöllur, fjölbreyttur, erfiður og skemmtilegur, allt í senn! Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 20. október næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Svava I. Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri í síma 476 1630 eða Hannes Sigmarsson yfirlæknir í síma 476 1451. Umsóknum skal skilað til stjórnar Heilsugæslustöðvar Eskifjarðarlæknishéraðs, Strandgötu 31, 735 Eskifirði. Læknir óskast til starfa í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Heilsustofnun er sérhæfð meðferðarstofnun, í friðsælu fallegu umhverfi, þar sem áhersla er lögð á endurhæfingu, forvarnir og meðferð algengra heilsufarsvandamála. Við stofnun- ina starfar fjöldi sérhæfðs starfsfólks. Staðan er tilvalin fyrir reyndan sérfræðing í heimilis- lækningum eða sérfræðing með áhuga og reynslu á sviði endurhæfingar og forvarna. Staðan veitist frá 1. nóvember næstkomandi. Til greina kemur að veita stöðuna til skemmri tíma, lækni sem vill breyta til, „hlaða rafhlöðurnar", og kynna sér endurhæfingu og forvarnir á sérhæfðri meðferðarstofnun. Upþlýsingar gefur Guðmundur Björnsson yfirlæknir í síma 483 0300.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.