Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 827-8 827 Ritstjórnargrein Meðferð sykursýki af tegund 2: Bresk tímamótarannsókn styöur góða blóðsykur- og blóðþrýstingsstjórn Enginn efast um ágæti þokkalegrar sykur- stjómar í tegund 2 af sykursýki í því augnamiði að lina einkenni eins og þorsta og tíð þvaglát. Nauðsyn mjög góðrar sykurstjórnar er hins vegar ekki eins vel studd rannsóknum og ætla mætti. Þrátt fyrir það hafa flestir sykursýki- læknar boðað góða sykurstjórn til að fyrir- byggja síðkomna fylgikvilla sykursýki. Þessar ráðleggingar hafa verið taldar almenn skyn- semi og em studdar nokkrum smáum og skamm- vinnum rannsóknum. Það er ennfremur tiltölu- lega stutt síðan farið var að leggja áherslu á að meðhöndla einnig aðra þætti efnaskiptavillu (Metabolic Syndrome X) svo sem blóðfitu- brengl og háþrýsting, en nýlegar rannsóknir hafa ótvírætt bent á kosti þess, að minnsta kosti í völdum hópum sykursjúkra. Rökin fyrir góðri blóðsykurstjóm í tegund 2 af sykursýki hafa styrkst verulega með nýrri breskri rannsókn, United Kingdom Prospective Diabetes Study (UKPDS), en helstu niður- stöður birtust um miðjan september á þessu ári (1-4). Niðurstaðnanna hefur verið beðið með óþreyju enda er þetta viðamesta framskyggna slembirannsóknin á meðferð í sykursýki af teg- und 2 sem ráðist hefur verið í. Rannsóknin stóð í um það bil 10 ár og fylgdi eftir meira en 4000 nýgreindum sykursýkisjúklingum (fastandi plasma glúkósa tvisvar >6,0 mmól/1) sem voru fylgikvillalausir og á aldrinum 25-65 ára í upp- hafi rannsóknarinnar. Þegar UKPDS var hönnuð efuðust margir um gagnsemi mjög góðrar sykurstjómar. Astæð- an var niðurstöður þá nýbirtrar rannsóknar sem sýndi engan ávinning af góðri sykurstjóm með lyfjameðferð hvað varðaði smáæðafylgikvilla og tolbútamíð eða fenformín meðferð virtist jafnvel auka líkur á stóræðafylgikvillum. UKPDS var því fyrst og fremst ætlað að bera saman þokkalega sykurstjórn með mataræði (markmið fastandi blóðsykur <15mmól/l) og góða sykurstjórn með lyfjum (markmið fast- andi blóðsykur <6mmól/l), sem voru annað hvort súlfonýlúrea lyf, metformín eða insúlín. Að auki var einstaklingum með háþrýsting slembiraðað í góða meðferð (með atenólóli eða kaptópríli, markmið <150/85mmHg) eða þokkalega blóðþrýstingsmeðferð (forðast ofan- greind lyf og markmið <180/105mmHg). Allir þátttakendur fengu mataræðisráðleggingar. Meðferð feitra einstaklinga miðaðist við tak- mörkun á orkuneyslu, en að auki var öllum ráð- lagt að takmarka neyslu mettaðrar fítu og lagt til að um það bil 50% orku kæmi úr kolvetnum. Að ofantöldu má sjá að slembiröðunin var flókin og einnig var leyfilegt flakk milli með- ferðartegunda ef mistókst að halda blóðsykri innan marka. Þetta flakk hafði auðvitað áhrif á úrvinnslu (intention to treat analysis) og enn- fremur varð að taka tillit til endurtekinna töl- fræðiprófana þar sem yfir 20 mismunandi atvik (end points) höfðu verið skilgreind sem sum sköruðust innbyrðis. Óhjákvæmilega varð því hver einstakur hópur fámennur, svo og atvikin fá. Fastandi blóðsykur, HbAic og þyngd hækk- uðu með árunum í öllum hópunum. Þó lækkaði blóðsykur og HbAic talsvert á fyrsta ári hjá þeim sem fengu lyf, en eftir það var aukningin á HbAic samsíða. Bæta varð við lyfjum hjá 62% þeirra sem í upphafi slembiröðuðust í mataræðismeðferð eingöngu. Góð blóðsykur- stjórn einkenndist af 11% lægra HbAic gegnum alla rannsóknina (meðal HbAic var 7,0% sem var tveimur staðalfrávikum ofan við efri viðmiðunarmörk). Lyfjameðferð leiddi ekki af sér hættulegar aukaverkanir og meðferð með súlfonýlúrea lyfjum eða insúlíni var ekki tengd aukinni tíðni stóræðasjúkdóma. Blóðsykurföll voru algengust við insúlínmeðferð (um það bil 2%) en voru oftast væg og metformín olli ekki mjólkursýrublóðsýringu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.