Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Síða 13

Læknablaðið - 15.11.1998, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 831 Allir sjúklingarnir fengu sömu tegund af skuggaefni, Omnipaque® 300 mgj/ml og sama magn, 50 ml í bláæð. Þrír reyndir sérfræðingar í geislagreiningu voru fengnir til að meta gæði rannsóknanna og þarmahreinsunarinnar. Þetta mat var gert blint og á eftirfarandi hátt. Þvagvegum var skipt nið- ur í hluta og metið hvort þeir sæjust vel eða illa. Þannig voru metnar útlínur beggja nýma, nýrna- bikarar, nýmaskjóður og þvagleiðarar beggja vegna. Þvagblaðran var einnig metin á sama hátt. Ef svarið var illa, var beðið um að mat á hvort hægðir eða loft eða hvort tveggja skyggði á. Einnig var beðið um mat á heildargæðum rannsóknarinnar með því að gefa einkunn á línulegan kvarða nákvæmlega 10 sentimetra langan (visual analog scale, VAS). Læknarnir settu strik á kvarðann og var einkunnin mæld með reglustiku frá 0 punkti að striki. Á sama hátt gáfu þeir einkunn fyrir gæði þarmahreins- unar á sams konar kvarða. Einkunnin 0 var léleg hreinsun en einkunnin 10 góð hreinsun. Viðbrögð sjúklinga við undirbúningnum vom metin og hóparnir bornir saman. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað kí-kvaðr- atspróf og tvíhliða óparað t-próf þegar við átti. Niðurstöður Alls lentu 89 sjúklingar í úrtakinu. í hópi A Tafla I. Mat sjúklinga á undirbúningnum. Hópur A fékk þarma- hreinsun en hópur B eingöngu fljótandi fœði. Fjöldi svara og hlutfall 1 í prósentum. Hópur A Hópur B Fjöldi svara (%) Fjöldi svara m Þægilegur 5 (12) 39 (93) Væg óþægindi 32 (76) 3 (7) Mikil óþægindi 5 (12) 0 (0) Óbærilegur 0 (0) 0 (0) Alls 42 (100) 42 (100) lentu 44 en 45 í hópi B. Tveir sjúklingar mættu ekki, ein rannsóknarbeiðni var afturkölluð af meðferðarlækni og hjá tveimur sjúklingum var að lokum aðeins gerð yfirlitsrannsókn. Þannig féllu úr rannsókninni fimm sjúklingar, tveir tilheyrðu hópi A en þrír B. Eftir stóðu því 42 sjúklingar í hvorum hópi. Aldur sjúklinganna var á bilinu 17 til 80 ára. Meðalaldur í hópi A var 46,2 ár en í hópi B 44,8 ár. Enginn munur reyndist á meðalaldri sjúklinga milli hópanna (p=0,77). Svör við spurningum fengust frá öllum sjúk- lingum í báðum hópum. Allir svöruðu því ját- andi að hafa fengið leiðbeiningar um undirbún- inginn og allir nema einn (úr hópi B) höfðu far- ið eftir leiðbeiningunum. I hópi A fannst 32 sjúklingum (76%) undir- búningurinn valda vægum óþægindum en lang- flestum í hópi B eða 39 sjúklingum (93%) fannst undirbúningurinn þægilegur. Þá fannst finnn sjúklingum (12%) í hópi A undirbúning- urinn valda miklum óþægindum en engum í hópi B (tafla I). Enginn munur var á mati læknanna á útlín- uin nýrna, nýrnabikara eða þvagleiðara milli hópa A og B (tafla II). Hins vegar sáust útlínur þvagblöðru mun verr í hópi B og reyndist sá munur marktækur (%2=8,70; p=0,004 (tafla II)). Þegar mat var lagt á hvað það var sem skyggði á útlínur þvagvega kom í ljós að loft var aðal- orsök í hópi A (81%) en bæði loft (51%) og hægðir (49%) í hópi B. Verulegur munur var á milli hópa A og B þegar mat var lagt á gæði hreinsunar (einkunnargjöf á línulegan kvarða, VAS). Þannig voru þarmar sjúklinga í hópi A (meðaleinkunn 5,7) dæmdir mun hreinni en í hópi B (meðaleinkunn 3,5; p=0,000). Hins veg- ar reyndist enginn munur á greiningarhæfni milli hópanna þegar beitt var sömu aðferð til mats á gæði rannsóknanna (meðaleinkunn hóps A = 6,2 og hóps B = 5,9; p=0,08). Tafla n. Mat lœkna á útlínum þvagvega. Samanburður á hópi A sem fékk þarmahreinsun og hópi B sem var á fljótandi fœði. Hvemig sést/sjást Hópur A Vel Illa Hópur B Vel Illa Kí- kvaðrat P Utlínur nýma hægri 60 66 66 60 0,40 0,53 Útlínur nýma vinstri 72 54 69 57 0,06 0,80 Nýmabikar hægri 76 50 62 64 2,71 0,10 Nýmabikar vinstri 72 55 69 56 0,01 0,91 Nýmaskjóða hægri 98 28 91 35 0,76 0,39 Nýmaskjóða vinstri 96 30 99 27 0,09 0,77 Þvagleiðari hægri 89 37 81 45 0,89 0,35 Þvagleiðari vinstri 83 42 84 43 0,01 0,93 Þvagblaðra 96 30 73 53 8,70 0,004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.