Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 16
834 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 sjúklinga. Af þeim höfðu 36 sjúkdóm tengdan milta (hópur A) og 53 utan milta (hópur B). Mjög fjölbreytilegar ábendingar lágu að baki miltistöku hjá hópi A en algengastar voru blóð- flögufæðar purpuri (28%) og non-Hodgkins sjúkdómur (12%). Hjá hópi B voru algengustu aðgerðirnar magabrottnám í tengslum við maga- krabbamein (30%) og brisaðgerð vegna bris- krabbameins (13%). Algengustu klínísku ábend- ingar miltistöku hjá hópi A voru blóðflögufæð (34%) og kviðverkir vegna stækkaðs milta (23%). Hjá hópi B var langoftast um að ræða áverka á miltað í aðgerð (49%). Fyrir aðgerð fengu 13 sjúklingar barkstera, níu blóð og sex mótefni, allir í hópi A. Að jafnaði varð mun minna blóðtap í tengslum við aðgerð hjá hópi A. Langtímaárangur hjá hópi A með tilliti til upprunalegs sjúkdóms var góður hjá 24 (67%), sæmilegur hjá þremur (8%), lélegur hjá fjórum (11%) en óviss hjá fimm (14%). Fylgikvillar hjá hópi A tengdir aðgerð voru sjaldgæfir. Alyktanir: Oft má ná góðum árangri með miltistöku hjá sjúklingum með miltissjúkdóm og þessar aðgerðir eru yfirleitt hættulitlar. Langtímaárangur er þó verulega háður grunn- sjúkdómi. Með betri aðgæslu mætti í mörgum tilvikum fækka miltistökum hjá sjúklingum án miltissjúkdóms. Inngangur Á síðustu áratugum hefur komið í ljós að miltað gegnir veigamiklu hluverki í líkams- starfsemi manna. I kjölfarið hafa verið gerðar margar rannsóknir, meðal annars hér á landi, á lokuðum miltisáverkum og afleiðingum miltis- brottnáms einkum í tengslum við slys (1). Þess- ar rannsóknir hafa flestar beinst að því að kanna algengi heiftarlegra blóðsýkinga hjá miltislausum, jafnframt hvernig varðveita megi laskað milta frá miltisbrottnámi (2,3). Miltistökur hjá sjúklingum án undangeng- innar áverkasögu, valaðgerðir (elective) hafa minna verið rannsakaðar og aldrei svo vitað sé hér á landi. Við vissum að töluverður fjöldi slíkra aðgerða hafði verið gerður á Landspít- alanum einkum vegna blóðsjúkdóma og til stigunar sjúkdóma. Enn fremur laskast miltað stundum við aðgerðir í kviðarholi og er því fjarlægt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar miltistöku hjá sjúklingum með sjúk- dóm tengdan milta, athuga klínísk einkenni, fylgkvilla aðgerða og meta langtímaárangur með tilliti til upprunalegs sjúkdóms. Jafnframt var ætlunin að athuga hvenær miltað er tekið og við hvaða aðstæður ef ekki er um beinan miltissjúkdóm að ræða. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til ár- anna 1985-1994. Farið var yfir allar sjúkra- skrár sjúklinga á Landspítalanum sem gengust undir miltistöku og höfðu enga nýlega áverka- sögu að baki. Auk þessa var kannað hvaða sjúklingar gengust undir aðgerð vegna sjúk- dóms óskyldum milta en það eftir sem áður fjarlægt. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, hóp A þá sem höfðu sjúkdóm í milta eða tengdan starf- semi þess, og hóp B þá sem höfðu sjúkdóm ótengdan milta. Hjá hópi A voru skráðar ábendingar fyrir að- gerð, klínísk einkenni sem rekja mátti til starf- semi eða tilveru miltans auk myndgreiningar- rannsóknir sem voru notaðar til að meta stærð og útlit þess. Einnig var kannað hvaða meðferð sjúklingar fengu fram að miltistöku, óhöpp í aðgerðum, blóðtap, blóðgjöf og fylgikvillar. Langtímaárangri aðgerðar með tilliti til upp- runalegs sjúkdóms var skipt í þrjá flokka, það er góður ef fullur bati fékkst og árangur stóð fyllilega undir væntingum, lélegur ef lítill sem enginn árangur var af aðgerð eða sæmilegur ef einhver bati hlaust en þó minni en vonast hafði verið til. f þessu sambandi var miðað við ástand sjúklings ári eftir aðgerð. Hjá öllum sjúklingum í hópi A var eingöngu miltað fjarlægt nema hjá einum þar sem gall- blaðra var einnig tekin og hjá öðrum var gerð stór aðgerð á þvagvegum. Öll miltun voru fjar- læ^ð með holskurði utan eitt með kviðsjá. í hópi B var athugað hvers konar sjúkdómar, aðgerðir og aðstæður lágu að baki því að miltað var fjarlægt. Auk þessa var farið yfir blóðtap, blóðgjöf og skurðdauða (dauði innan 30 daga frá aðgerð) í tengslum við þær aðgerðir. Niðurstöður Á árunum 1985-1994 voru 93 miltu fjarlægð vegna framangreindra ástæðna. Sjúkraskýrslur fundust fyrir 89 sjúklinga. Þrjátíu og sex sjúk- lingar höfðu sjúkdóm sem tengdist milta (hóp- ur A), 20 karlar (56%) og 16 konur (44%) á aldrinum 17-85 ára (miðtala 57). Fimmtíu og þrír sjúklingar höfðu sjúkdóm utan miltans (hópur B), 32 karlar (60%) og 21 kona (40%).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.