Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 841 ingum við útfyllingu listans voru gerðar í þess- ari könnun til að gera öllum foreldrum kleift að svara hverri spurningu án tillits til aldurs bams- ins (1). Ovœrðarkvarðinn: Oværð ungbarna var metin með níu atriða nafnkvarða fyrir hegðun- arvandkvæði ungbarna. Kvarðinn var þróaður á grundvelli lýsingar íslenskra mæðra á því sem þeim fannst erfitt í fari ungbams (N=225) (35). Flokkarnir lýsa gróflega þremur þáttum: svefn- vandamálum, gráti/væli og erfiðleikum við að matast og melta. Kvarðinn uppfyllir kröfu um tæmandi en ekki sértæka lýsingu óværðar, þar sem ýmis vandamál gátu verið samtengd. Svar- endur gátu krossað við einn eða fleiri flokka til að lýsa erfiðu ungbarni. Fjöldi svara var lagður saman og vísaði til magns erfiðleika hjá ung- barni að mati foreldra. Hæsta gildi var 9 og það lægsta 0(1). Lýðbreytur: Eftirfarandi lýðbreytur voru kannaðar hjá mæðrum: aldur, fjöldi bama, hjú- skaparstaða, menntun, fæðingarleið og búseta. Hjá ungbörnum var aldur og fæðingarþyngd könnuð. Eðlileg fæðing var skilgreind sem fæðing um leggöng án tillits til hvort fæðing byrjaði sjálfkrafa eða var framkölluð. Menntun var skilgreind sem grannskólamenntun (pri- mary level, það er grunnskólapróf eða minna og gagnfræða- eða landspróf), framhaldsskóla- menntun (secondary level, það er sérskólapróf og stúdentspróf) og háskólamenntun (tertiary level). Tölfrœði: Greining gagna byggði á lýsandi tölfræði, það er að segja hlutföllum, tíðni, með- altölum, staðalfrávikum og spönnun. Tíðni- dreifingu foreldrastreitu var lýst sem hundraðs- tölu. Til að athuga hvort marktækur munur væri milli hópa kvenna eftir þunglyndisstuðli (hátt >12; lágt<ll) með tilliti til flokkabreytna var notað kí-kvaðratspróf. Samanburður á ein- kennum þeirra sem svöruðu og svöruðu ekki í könnuninni var gerður með ópöruðu t-prófi. Fervikagreiningu (analysis of variance, ANOVA) var ætlað að kanna samvirkni breytna. Fylgnipróf Pearsons var notað til að kanna samband ýmissa breytna, ásamt fylgni milli mælitækja. Innra samræmi kvarðanna þriggja (einsleitni) var prófað með Chronbachs alpha (a) og helmingsprófi (split-half). Niðurstöður Meðal kvenna í heildarúrtakinu (N=1058) varð brottfall vegna búferlaflutninga og ólæsis á íslensku. Einstæðum feðrum í úrtaksramma var sleppt (N=2) og tæp 5% endursendu spurn- ingalistann og tóku fram að þau vildu ekki taka þátt í könnuninni. Aðrir svöruð alls ekki. End- anlegt úrtak varð 734 konur og aðlagað svar- hlutfall 70%. Samanburður með tilliti til aldurs og búsetu var gerður milli úrtaks og þýðis, þýðis og svar- enda í úrtaki, svarenda og þeirra sem svöruðu ekki en voru í heildarúrtakinu. Samanburður á heildarúrtakinu (N=1058) við þýðið (N=4591) sýndi sama meðalaldur mæðra (28,04 og 28,05 ár) og jafna dreifingu eftir búsetu. Meðalaldur þýðis og þeirra sem svöruðu var svipaður (28,04 og 28,3 ár) og búsetudreifing einnig. Samanburður á milli svarenda og þeirra sem svöruðu ekki sýndi mun á aldri, þar sem svar- endur reyndust marktækt eldri (meðaltal 28,3 ár; staðalfrávik 5,6) en þær sem svöruðu ekki (meðaltal 27,5 ár; staðalfrávik 6,1) (p<0,03). Svarhlutfall mæðra undir tvítugu var aðeins 49%, sem var lægra en í öðrum aldurshópum, þar sem það var 63% eða hærra. Svarhlutfall var hærra í öllum kjördæmum landsins eða 76,2-85,7%, heldur en á höfuðborgarsvæðinu (64%) og var munurinn marktækur (p<0,02, x2). Á öllum þéttbýlisstöðum var svarhlutfallið lægra en í strjálbýli eða 63,7-70%. Engin sam- virkni var á milli aldurs og búsetu [F(27,194)= 0,93; p=0,5]. Yngri mæður á öllu landinu voru því ólíklegri til að svara en þær eldri. Úrtaks- einkennum er lýst í töflum I og II. Meðaltal þunglyndiseinkenna var 6,5 (stað- alfrávik 4,8), foreldrastreitu 64 (staðalfrávik 15,7) og óværðar 1,7 (staðalfrávik 1,7). Af 734 konum sem svöruðu greindust 14% með tíð þunglyndiseinkenni (EPDS >12) og 23% með foreldrastreitu 75 stig eða meira (efsti fjórðungur hundraðstölu). Tólf prósent kvenna með gildið 12 eða hærra eftir Edinborg- arkvarðanum upplifðu jafnframt mikla for- eldrastreitu. Tíðni eins eða tveggja óværðar- þátta var 46,5% (N=342) og tíðni þriggja og fleiri þátta var 25% (N= 183). Að mati mæðra voru 28,5% (N=209) bama laus við óværð en fjórðungur mæðra (25,7%; N=189) taldi sig hafa áhyggjur af heilsufari barns. Marktækur munur var á milli hópa kvenna eftir þunglyndisstuðli með tilliti til óværðar (x22 = 27,32; p<0,0001) og einnig eftir áhyggjum mæðra af heilsufari barna (x2i = 41,87; p<0,0001). Marktækniprófanir á þunglyndis- einkennum með tilliti til lýðeinkenna sýndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.