Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 30

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 30
846 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða og fréttir Formannsspjall Fréttir úr starfi Læknafélags íslands Aðalfundur Læknafélags Islands Aðalfundur Læknafélags Islands var haldinn dagana 9.- 10. október síðastliðinn Fund- urinn var vel sóttur og er hann vel kynntur á öðrum stað í blaðinu auk þeirra ályktana sem samþykktar voru. Stjórn L1 gerði grein fyrir þeim skipulagsbreytingum sem í gangi hafa verið á skrifstofu Læknafélags Islands. í ljósi þess að árgjald hefur staðið í stað í mörg ár og hallarekstur verið á félaginu var gert að tillögu að árgjald yrði hækkað úr 45 í 54 þúsund krónur á ári. Með þessu gefst tækifæri til þess að rétta úr hallarekstri samfara hagræðingu í rekstri. Gagnagrunnsmálið Stjórn Læknafélags íslands hefur fjallað ítarlega um frum- varpið um gagnagrunn á heil- brigðissviði eins og kunnugt er. Ný drög að frumvarpi um þetta mál voru kynnt á vegum Heilbrigðisráðuneytisins á fyrri degi aðalfundar Lækna- félags íslands. Með tilliti til þessa þótti aðalfundinum rétt að halda framhaldsaðalfund þann 2. nóvember næstkom- andi til að fjalla sérstaklega um þetta málefni. Læknafélag ís- lands bauð breskum sérfræð- ingi í upplýsingatækni og ör- yggismálum tölvukerfa, dr. Ross Anderson frá Cambridge- háskóla, til fundar og fyrir- lestrahalds hér á landi. Hald- inn var fundur með sérfræð- ingum á þessu sviði auk full- trúa landlæknisembættis og sóttu fundinn um 40 manns. Dr. Anderson hefur nú skilað Læknafélagi Islands áliti og er samantekt úr því að finna á öðrum stað í blaðinu. Trúnaðarmannakerfí Stjórn Læknafélags íslands hafði lagt til við aðalfund að komið yrði á trúnaðarmanna- kerfi Læknafélags íslands á einstaka vinnustöðum lækna. Alyktun þessa efnis var sam- þykkt á fundinum og mun Læknafélag Islands nú skipa sérstakan starfshóp til að und- irbúa þetta mál. Það er von Læknafélags íslands að þetta fyrirkomulag auki skilvirkni í starfi félagsins og auki sam- skipti skrifstofu og einstakra félagsmanna í Læknafélagi Islands. Þá mun trúnaðar- mannakerfið tengjast stuðn- ingshópi lækna sem mun verða einstökum læknum til aðstoðar og ráðgjafar. Málþing um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við aðalfund Læknafélags Islands var hald- ið málþing undir heitinu eitt eða tvö sjúkrahús á höfuð- borgarsvæðinu. Sigurður Ól-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.