Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 37

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 851 Frá aðalfundi LI í Hlíðasmára. Fremst má sjá Ólaf Ólafsson land- lœkni sem gerður var að heiðursfélaga LI á fundinum. Kópavogi samþykkir að Læknafélagið gerist formleg- ur aðili að Rannsóknastofu í heilbrigðissögu Islands í sam- ræmi við fyrirliggjandi skipu- lagsskrá. Nr. VII Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi átelur harðlega að Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur hafa ekki greitt læknum þau laun sem um var samið í síðustu kjarasamning- um sjúkrahúslækna. Fundur- inn skorar á stjórnendur sjúkrahúsanna að leiðrétta þetta nú þegar. Nr. VIII Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi leggur áherslu á að við ákvarðanatöku í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar sé beitt faglegum vinnubrögðum og að hagsmunir sjúklinga séu ætíð hafðir í fyrirrúmi. Nr.IX Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi telur að mikilvægt sé að hvetja lækna til mennt- unar í stjórnunarfræðum. Jafnframt er nauðsynlegt að kanna stöðu læknisins sem stjórnanda. Lagt er til að stjórn LÍ skipi starfshóp sem vinni að þessum málum. Nr.X Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi hvetur stjórn LÍ til að auka eftirlit með stöðuaug- lýsingum og tilhögun ráðn- inga. Aðalfundurinn hvetur stjórn LI til að beita sér fyrir því að skýra reglur um ráðn- ingarferlið í heild sinni. Nr.XI Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9. -10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi samþykkir að leggja til byggingar Nesstofu- safns allt að 10.000.000 kr. Framlag þetta dreifist á 5 ár hið minnsta. Skal ætla að allt að 1.000.000 kr. á ári komi úr sjóðum félagsins en stjórn LÍ falið að öðru leyti að leita nýrra fjáröflunarleiða. Nr. XIII Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9. - 10. október í Hlíðasmára 8 í Kópavogi ályktar að stjórn LÍ skipi nefnd sem kanni þann möguleika að sérgreinafélög- in taki við margvíslegri fag- legri starfsemi og kjaramálum sinna félaga. Jafnframt verði kannað hvernig aðild sérfræð- inga annarra en heimilislækna að stjórn og aðalfundi LÍ verði háttað. Nr.XV Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi varar við þeim hug- myndum, sem fram hafa kom- ið, um að skipa sameiginleg- an forstjóra stóru sjúkrahús- anna tveggja í Reykjavík. Nr. XVI Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9. og 10. október 1998 í Hlíðasmára 8 telur að frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigiðis- sviði sé eitt mikilvægasta mál sem lagt hefur verið fyrir Al- þingi Islendinga hin síðari ár. Aðalfundurinn átelur það óða- got sem framan af einkenndi málsmeðferð frumvarpsins og leggur áherslu á að málið fái vandaða og fullnægjandi um- fjöllun. Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi við störf stjórn- ar Læknafélags Islands í ga|nagrunnsmálinu. I ljósi þess að 9. október komu fram ný drög að frum- varpi um gagnagrunn á heil- brigðissviði, felur aðalfundur LÍ stjórn félagsins að fjalla frekar um málið og leggja það fyrir fundinn áður en endan- legt álit læknafélagsins verður lagt fram.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.