Læknablaðið - 15.11.1998, Page 38
852
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Á að sameina stóru sjúkrahúsin?
Málþing lækna
Eitt eða tvö sjúkrahús í Reykjavík?
- Vaxandi áhugi á aö byggja nýtt og fullkomið sjúkrahús sem
leysti þau tvö sem fyrir eru af hólmi
Meðan á aðalfundi Lækna-
félags Islands stóð var efnt
til málþings um efnið: Eitt
eða tvö sjúkraluís í Reykja-
vík. Eins og við mátti búast
urðu líflegar umræður um
efnið og ekki dró það úr
spennunni að Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra hafði daginn áður lýst
því yfir að hún væri að leita
að einum forstjóra fyrir
Ríkisspítala og Sjúkrahús
Reykjavíkur.
Það eru skiptar skoðanir um
rekstur stóru sjúkrahúsanna í
röðum lækna enda varla á öðru
von. I ljósi þess var athyglis-
vert að heyra að flestir virtust
samt geta tekið undir það að
sameining sjúkrahúsanna eins
og þau eru nú sé ólíkleg til að
skila nokkrum árangri. Hins
vegar væri mun meiri von til
þess að ná fram aukinni hag-
kvæmni og betri þjónustu ef
ráðist yrði í að byggja nýtt há-
tæknisjúkrahús sem gæti tekið
við starfsemi þeirra sem fyrir
eru. Og það var á mönnum að
heyra að þótt slíkt sjúkrahús
myndi kosta tugi milljarða
króna gæti það skilað sér til
baka á sjö til átta árum.
Fjórir frummælendur voru
á málþinginu en þegar Sigurð-
ur Ólafsson læknir á Akranesi
og fundarstjóri setti fundinn
ræddi hann um mikilvægi
þess að LÍ mótaði sér stefnu í
málefnum sjúkrahúsanna, slík
stefna væri því miður ekki til
þótt starfshópur hefði fjallað
um málið. Síðan gaf Sigurður
fyrsta frummælandandum orð-
ið en það var Tryggvi As-
mundsson.
Prjár leiðir til
sameiningar
Erindi Tryggva hét Samein-
ing áfaglegumforsendum en í
því rakti hann helstu kostina
sem verið hafa til umræðu
þegar sameiningu sjúkrahús-
anna ber á góma. Hann kvart-
aði undan því að lítið hefði
heyrst úr ráðuneytinu eftir að
læknar og aðrir starfsmenn
stóru sjúkrahúsanna hefðu
tekið höndum saman um að
andmæla frægri skýrslu sem
ráðgjafarfyrirtækið VSÓ-ráð-
gjöf skilaði á sínum tíma. Það
væri miður því hver dagurinn
sem liði án þess að ákvörðun
um framtíð spítalanna væri
tekin kostaði mikið.
Tryggvi taldi upp þrjár leið-
ir sem mögulegt væri að fara í
sameiningarmálinu. í fyrsta
lagi væri sú leið að byggja
nýtt og fullkomið sjúkrahús í
Reykjavík. Það væri besti
kosturinn því þá næðust flest
markmið, vinnuaðstaða batn-
aði til muna og hagkvæmni
ykist með betri nýtingu tækja
og mannafla, auk þess sem
viðhaldskostnaður við bygg-
ingar sparaðist en hann nemur
um 300 milljónum króna á
Landspítalanum einum.
Ókosturinn við þessa leið væri
sá að ekki yrði nein sam-
keppni milli sjúkrahúsa en
faglegur ávinningur af sam-
einingunni myndi vega það
fyllilega upp.
Önnur leið sem Tryggvi sér í
stöðunni er sú að sameina
sjúkrahúsin undir stjórn
læknadeildar Háskóla íslands.
Hann kvaðst sjálfur hafa unnið
á slíkri stofnun í Bandaríkjun-
um og hún hefði geftð góða
raun. Þriðji kosturinn er sá sem
hjúkrunarfræðingar hafa hald-
ið á lofti en þá yrðu sjúkrahús-
in rekin sem parsjúkrahús,
tvær aðskildar stofnanir undir
einni yfirstjóm. Með því móti
væri hægt að bæta reksturinn
og samræma ýmislegt en fag-
lega hliðin yrði að mestu leyti
útundan.
Tekjuvandi
sjúkrahúsanna
Næstur talaði Jóhannes M.
Gunnarsson en erindi hans
hét Nauðsyn á valkostum í
sjúkrahúsþjónustu. Hann
sagði í upphafi að vandi