Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 45

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 859 hefjast nú í nóvember og búið er að tryggja helming þess fjármagns sem þarf til að ljúka byggingunni. A fjárlögum þessa árs eru 200 milljónir króna og 185 milljónir á fjár- lögum næsta árs. Auk þess hefur Kvenfélagið Hringurinn heitið 100 milljónum króna og til eru nokkrir sjóðir sem ætl- aðir eru til þessa verks. Þá á eftir að útvega 500 milljónir króna og verður það að koma af fjárlögum áranna 2000 og 2001. Þegar barnadeildin verður komin í gagnið er fyrirhugað að flytja starfsemi bráða- lungnadeildar frá Vffilsstöð- um á Landspítalalóð og verða þá allar bráðadeildir spítalans komnar þangað. í lok spjalls blaðamanns við Ingólf fórum við í örlítinn talnaleik. Miðað við það að barnadeildin kostar um millj- arð myndi kostnaður við að reisa nýjan spítala á stærð við Héraðssjúkrahúsið í Þránd- heimi í Noregi verða einhvers staðar á bilinu 20-30 milljarð- ar íslenskra króna. Og ef við gerðum ráð fyrir að með því að byggja slíkan spítala næð- ist fram 10-15% sparnaður í rekstri tæki það 7-10 ár að borga upp fjárfestinguna. En þessar tölur eru að sjálfsögðu settar fram án allrar ábyrgðar. -ÞH Þannig mun nýja barnadeildin líta út. A efrí myndinni sést hvern- ig hún tengist eldri byggingum á svœðinu en á þeirri iteðri sést að- koman frá Hringbraut eins og arkitektarnir, Sigríður Magnús- dóttir og Hans-Olav Andersen sjá hana fyrir sér.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.