Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Síða 51

Læknablaðið - 15.11.1998, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 865 segið þið að af því fé sem var- ið er til forvarna sé lang- stærstum hluta varið til for- varna gegn vímuefna- og áfengisnotkun. Þyrfti ekki að efla almennar forvarnir gegn geðsjúkdómum hjá börnum og unglingum? „Það sýnir sig að þeir ung- lingar sem byrja að neyta vímuefna mjög ungir hafa flestir átt við aðra geðsjúk- dóma að stríða. Vímuefna- vandinn fellur ekki af himnum ofan. En þeim vandamálum hefur ekki verið sinnt nægi- lega vel. Það er okkar skoðun að ef þau væru tekin fastari tökum í skólakerfinu, al- mennri heilsugæslu og sér- fræðiþjónustunni væri hægt að koma við árangursríkum forvörnum." - Afengis- og vímuefna- vandinn kemur töluvert við sögu í skýrslunni. Því er stundum haldið fram að á því sviði komi glöggt í ljós hversu vel Islendingum lætur að vinna í skorpum því þar sé þjónustan jafnvel orðin meiri og betri en á inörgum öðrum sviðum geðlækninga, ekki síst í ljósi þess að við drekkum minna af áfengi en flestar aðr- ar þjóðir. Er þetta rétt? „Það er rétt að við drekkum minna en margar aðrar þjóðir, en af hefð drekkum við öðru- vísi, meira í skorpum. Lang- varandi sjúkdómar af völdum áfengisneyslu á borð við skorpulifur eru sjaldgæfir hér. I skýrslunni er mikið af tölum um það hversu miklu við verj- um til áfengismeðferðar og þar kemur í ljós að hlutfalls- lega er það ekki mikið. Alls er varið til þessara mála um 750 milljónum króna sem er innan við 9% af þeim hagnaði sem ríkið hefur af áfengissölu. Við vissum ekki þegar við hófum starfið hversu miklum fjármunum er varið til áfeng- ismeðferðar og menn hafa oft verið að tala um þennan mála- flokk án þess að vita það. Við ákváðum því að taka saman upplýsingar um þau meðferð- arúrræði sem til eru og hvað þau kostuðu. I krafti þessarar áfengismeðferðar höfum við nánast útrýmt heimilislausum og tekið þokkalega á þeim fé- lagslega vanda sem fylgir áfengisneyslunni. En við gleymum því oft að þetta er mjög stór vandi og við í starfshópnum leggjum áherslu á að þegar menn eru að ræða aðgerðir og úrbætur í þessum málum taki þeir mið af þeim tölulegu staðreyndum sem þarna liggja fyrir. Við bendum líka á að stór hluti, 70-75%, þeirra sem eiga við áfengisvanda að stríða glímir einnig við aðra geð- sjúkdóma, oft þunglyndi eða kvíða, þannig að þar eru tveir sjúkdómar í gangi samtímis.“ Geðsjúkir fá þriðjung örorkubóta - Hvernig koma íslending- ar út úr samanburði við aðrar þjóðir hvað geðsjúkdóma og viðbrögð við þeim áhrærir? „Skýrslan tekur nú ekki beinlínis á því en mér sýnist við koma bærilega út úr þeim samanburði. Flestum þáttum þessara mála sinnum við nokkuð vel. Geðdeildirnar þrjár í Reykjavík og á Akur- eyri eru allar hluti af almenn- um sjúkrahúsum og við höf- um lagt sérstaka áherslu á það að svo sé en að ekki skuli reist sérstök geðsjúkrahús. Það er mikilvægt bæði fyrir geðsjúka og almenna læknisþjónustu. Við vissum að þessi mála- flokkur er mjög umfangsmik- ill og tölurnar sanna það. Um það bil þriðjungur þeirra sem eru á fullum örorkubótum eru það vegna geðsjúkdóma og geðsjúkir fá um 35% af öllum örorkubótum sem greiddar eru í landinu. Þetta sýnir hversu stór vandinn er. Það leiðir okkar að öðru forgangsmáli sem við nefnum en það eru málefni fullorðinna langveikra geðsjúklinga. Sá hópur þarf oft að sækja aðstoð til margra ráðuneyta - Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytis, Félagsmálaráðu- neytis, Menntamálaráðuneytis og jafnvel fleiri ráðuneyta - og samhæfing á milli þeirra er því miður ekki alltaf sem skyldi. Þessi hópur á erfitt með að fóta sig í flóknu kerfi og á einum stað í skýrslunni segir að þegar einstaklingur hafi fundið út hvemig hann á að fá hjálp þá þurfi hann ekki lengur á henni að halda. Þama er verið að veita mikla aðstoð en hún kæmi að meira gagni ef hún væri samhæfð og við leggjum til að skipaður verði starfshóp- ur úr öllum ráðuneytum til að sinna þessum málum.“ Fordómar á undanhaldi - Hefur ekki orðið breyting á geðsjúkdómamynstrinu? „Jú, að vissu leyti. Við bendum á að ýmsir þyngri geðsjúkdómar á borð við geð- klofa hafa staðið í stað eða jafnvel dregið úr tíðni þeirra á meðan aðrir hafa orðið al- gengari, svo sem kvíði, vímu- efnaneysla og áfengisfíkn kvenna hefur aukist sérlega mikið. En fólk fær oft þessa þyngri sjúkdóma á unga aldri og þeir stytta oft ekki líf þess- ara sjúklinga sem eru því veikir áratugum saman. Á hinn bóginn hefur meðferð þeirra breyst og batnað og á því sviði höfum við fylgst vel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.