Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 52
866 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 með þróuninni sem orðið hef- ur á erlendum vettvangi. Við erum að meðhöndla miklu fleiri utan spítalanna en áður var, göngudeildarþjónusta hef- ur aukist mikið, bæði á vegum sjúkrahúsa og geðlækna, dag- deildarúrræðum hefur fjölgað og legutími á bráðageðdeild- um styst verulega. Nú er legu- tími á móttöku geðdeilda tvær til þrjár vikur og það er okkar mat að ekki sé hægt að stytta hann meira með góðu móti. I heild hefur sjúkdóma- mynstrið þó ekki breyst mik- ið. Við erum að meðhöndla fleiri en við gerðum áður og það veldur því að vandamál sem áður voru lítt eða ekki meðhöndluð koma í ljós. Ný lyf hafa gert okkur kleift að meðhöndla sjúkdóma sem ekki var hægt að eiga við áður þótt þeir hafi verið þekktir.“ - í skýrslunni er að sjálf- sögðu rætt um lokanir á geð- deildum og það gefið í skyn að fordómar í garð geðsjúk- dóma valdi því að þeim deild- um sé lokað á undan öðrum deildum. Er þetta rétt? „Sem betur fer eru fordóm- ar í garð geðsjúkdóma á und- anhaldi en þeir eru ennþá til staðar og það kemur fram í í framhaldi af orðum Tómasar Zoéga má geta þess að í upplýsingum frá land- lækni kemur fram að nú sé brýn þörf á að búa 8-10 ung- lingum lokaða stofnun til langtíma vistar. Landlæknir bætir því við að á sama tíma og þessi þróun hafi orðið á sviði barna- og unglingageð- lækninga hafi knæpum fjölgað í Reykjavík og séu þær nú 180 talsins. „Ef borið er saman við fjölda knæpa í London ættu þær að vera 50 miðað við 5.000 knæpur þar og sjö milljón íbúa,“ segir landlæknir. ársskýrslum sjúkrahúsanna að samdráttur undanfarinna ára hefur verið hlutfallslega meiri á geðdeildum en öðrum deild- um. Það hefur komið fyrir að langdvalardeildum sé lokað þótt það eigi í raun ekki að vera hægt. Lokanir á deildum hafa aukist á undanförnum ár- um á sumrin og yfir stórhátíð- ir og þar sem nánast allar inn- lagnir á geðdeildir eru bráða- innlagnir þá kreppir að þeim bráðveiku. Menn hafa kannski ekki áttað sig á því að við get- um ekki frestað vandamálun- um, þau koma upp og ef við höfum ekki nógu mörg rúm þá verðum við að neita fólki um aðgang eða stytta legutímann. Við höfum gripið til þess síð- arnefnda en eins og ég sagði áðan er varla hægt að stytta hann meira.“ Góð orð ráðherra - Nú hafið þið afhent ráð- hetra skýrsluna, hvað sagðist hún ætla að gera við hana? „Auðvitað gerum við okkur ljóst að það er ekki hægt að gera allt í einu og sumt af þessu kostar peninga, þó ekki allt. Við leggjum til að ýmis- legt verði skoðað betur og höfum lagt grunn að frekara starfi. Ráðherra hefur haft góð orð um það að fylgja þessu eftir og gera tillögur okkar að sínum. Við vonumst eftiT að svo verði raunin um sem flest- ar þeirra, en það er ljóst að við þurfum að ýta á eftir því að þessir hlutir komist í fram- kvæmd.“ - Og hvar leggur þú til að hún byrji? „Við leggjum áherslu á að það verði byrjað á barna- og unglingageðdeildinni, hún er forgangsmál," sagði Tómas Zoéga. -ÞH Lífsýnafrumvarpið lagt fram á þingi Eins og mörgum er kunnugt kynnti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra drög að frum- varpi til laga um lífsýnasöfn, svonefnt lífsýnafrumvarp, skömmu eftir að Alþingi kom saman í október. Læknablaðið hefur fullan hug á að fjalla ítarlega um þetta frumvarp sem margir telja ekki síður mikilvægt fyrir þróun læknisfræði og vísindarannsókna á íslandi en gagnagrunnsfrumvarpið. Von- andi gefst nægur tími til að fjalla um lífsýnafrumvarpið í næstu blöðum enda hefur ráð- herra haft það á orði að ekki liggi eins mikið á afgreiðslu þess og gagnagrunnsfrum- varpsins. Þeim sem vilja kynna sér frumvarpið skal bent á að til stendur að birta það á heima- síðu Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins. Er þess að vænta að það verði aðgengi- legt þar á allra næstu dögum. Veffang ráðuneytisins er: wwvv.stjr.is/htr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.