Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 54
868 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 svæðið því við tökum að okk- ur vitjanir í Garðabæ, Hafnar- firði og Bessastaðahreppi frá og með 1. nóvember en Heilsu- gæslan í Hafnarfirði hefur sinnt þessu svæði hingað til. I öðru lagi verður mikil breyt- ing við það að við flytjum í nýtt húsnæði á okkar eigin vegum. Aðstaða okkar til að taka á móti fólki batnar til muna. Til dæmis má nefna að í Smáranum getur fólk ekið beint inn í bílageymslu og tek- ið þaðan lyftu upp til okkar. Læknum fjölgar á vakt á hverjum degi og aðstoð við þá í móttöku eykst einnig. Þá fá- um við nýtt og öflugra síma- kerfi, bættan tækjakost og þannig mætti áfram telja. Með þessum breytingum getum við tekið við miklu fleiri sjúklingum sem hingað til hafa leitað á náðir bráða- móttöku sjúkrahúsanna en eiga í raun heima hjá okkur í fyrstu umferð. Nú verður sú breyting að fólk sem kemur til okkar fyrst þarf ekki að greiða nýtt komugjald ef við þurfum að senda það áfram á bráða- sjúkrahús en hingað til hefur fólki í raun verið refsað fyrir að leita fyrst til okkar. Við stefnum að því að fjölga fólki sem kemur í móttökuna en halda vitjunum í horfmu. Nú fáum við um 17.000 manns í móttökuna og förum í 7.500 vitjanir á ári en eftir breyting- una væri ekki óeðlilegt að við tækjum á móti 25.000 manns á ári. En við veitum ltka mikla símaþjónustu og fólk leitar oft til okkar þótt það sé komið út á land eða til útlanda, jafnvel alla leið til Kína. Þar er um að ræða fólk sem hefur vanist þjónustu okkar og leitar því til Lækna- vaktarinnar og fær ráðgjöf.“ Þjónusta við landsbyggðina - í fréttum af samningi ykkar við ráðuneytið var þess getið að þið mynduð taka að ykkur næturþjónustu fyrir Hl- heilsugæslustöðvar á lands- byggðinni í gegnum neyðar- númerið 112. Hvernig sjáið þið það fyrir ykkur? „Ráðuneytið hefur áhyggj- ur af þessum stöðvum og vill auðvelda læknum að vinna á þeim. Þess vegna vildu þeir semja við okkur um að við tækjum að okkur næturþjón- ustu fyrir þá lækna sem þess óska. Þarna er um að ræða símaráðgjöf við sjúklinga að því marki sem hægt er, en að sjálfsögðu verður að vekja viðkomandi lækni ef um bráðatilvik er að ræða. Við tökum að okkur að sinna því sem við metum sem svo að megi bíða til morguns. Þetta á þó eftir að útfæra nánar, til dæmis eiga héraðslæknarnir eftir að fjalla um þetta og við- komandi heilsugæslulæknar eftir að ákveða hvort þeir vilja þiggja þessa aðstoð.“ - En hver er aðgangur ykk- ar sjúklinga að bráðaþjónust- unni, hafa þeir einhvern for- gang? „Þetta gerist þannig að ef við þurfum að senda sjúkling áfram þá höfum við samband við vakthafandi lækna. En sambandið mætti vera beinna því oft vill það brenna við að fólk fer frá okkur inn á bið- stofu bráðamóttöku og bíður þar eftir þjónustu. Við áttum í viðræðum við sjúkrahúsin um að við tengdumst þeim með beinum hætti, værum í sama húsi og yrðum eins konar sía fyrir bráðamóttökurnar, en stóru sjúkrahúsin vildu ekki samþykkja það svo úr því varð ekki. Af hálfu sjúkrahús- anna litu menn svo á að fólk þyrfti að hafa valfrelsi um það hver ætti að sinna því í mót- tökunni en víðast hvar erlend- is er hafður sá háttur á sem við lögðum til, meðal annars til að tryggja að þeir sem vegna mikilla veikinda geta ekki beðið komist strax að en þurfi ekki að bíða eftir því að minna veiku fólki sé sinnt." - En hvað með sambandið við sérgreinalækna? „Á því er heldur ekkert ákveðið skipulag. En á það ber að líta að við erum oftast að sinna skyndiþjónustu, bjarga fólki fram á næsta virka vinnudag. Við vísum fólki því oftast nær til heimil- islæknis ef þörf er á. Hann tekur við því á dagvinnutíma og sinnir því áfram," sögðu þeir Atli og Þórður. Lækna- blaðið á netinu: http://www.icemed. is/laeknabladid -ÞH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.