Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 91

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 91
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 899 son. Mótinu lauk með matarboði styrktaraðil- ans í klúbbhúsi Golfklúbbs Suðumesja. Síðasta mót sumarsins var Glaxo-mótið sem fór fram á Nesvelli hinn 28. ágúst. Leikin var punktakeppni með fullri forgjöf (24). Þátt- takendur voru 25. Sigurvegari mótsins var Birgir Guðjónsson með 43 punkta, í öðru sæti var Olafur Einarsson með 41 punkt og í þriðja sæti var Ólafur Z. Ólafsson með 40 punkta. Veitt voru nándarverðlaun á annarri braut og hlaut þau Knútur Björnsson sem var 1,92 m frá holu eftir upphafshöggið. Þá var dregið úr skor- kortum um ein verðlaun, Knútur Björnsson hlaut þau. Þar með lauk formlegu starfi golfklúbbsins á árinu 1998. Stjórnin Hvaða læknar eru kynþokkafyllstir? I viðamikilli könnun sem nýlega var gerð meðal danskra hjúkrunarfræðinga koma í ljós viðhorf þeirra til lækna sem hugsan- legra mannsefna. Þar kemur meðal annars fram að hjúkrunarfæðingar telja svæfinga- lækna kynþokkafyllsta en húðlæknar hafa af minnstum kynþokka að státa. Geðlæknar eru kærulausastir lækna, háls-, nef- og eyrnalæknar daðra mest en barnalækna skortir alla kímnigáfu. Niðurstöðurnar birtust í blaðinu Dagens Medicin og þar kom í ljós að skurðlæknar eru að áliti hjúkrunarfæðinganna mestu herramennirnir auk þess að vera bæði fyndnir og gáfaðir. Þeir væru því langæski- legustu mannsefnin ef ekki kæmi til skortur á persónutöfrum. Þá hafa kvenlæknar hins vegar í ríkum mæli og þeir kunna líka að klæða sig en þeir fá falleinkunn fyrir al- mennt líkamsástand, auk þess sem þeir telj- ast vera illa gefnir. Húðlæknar og röntgen- læknar fá áberandi lélegustu einkunnirnar og enginn sómakær hjúkrunarfræðingur myndi giftast slíkum mönnum, segir í blað- inu. Það skal tekið fram að af könnuninni mætti ætla að hjúkrunarfræðingar væru allir kvenkyns og læknar allir karlkyns, en svo einföld er veröldin víst ekki. Hollvinafélag læknadeildar Háskóla íslands Aðalfundur og málþing Föstudaginn 27. nóvember næstkomandi verður haldinn aðalfundur Hollvinafélags læknadeildar. Fundurinn verður í Norræna hús- inu og hefst kl. 16. A dagskrá eru venjuleg að- alfundarstörf. I stjórn Hollvinafélags læknadeildar sitja nú: Arni Björnsson formaður, Helga Erlends- dóttir, Jóhannes Nordal, Sveinn Magnússon og Vilhelmína Haraldsdóttir. Fulltrúi lækna- nema er Gunnhildur M. Guðnadóttir. Klukkan 16.45 hefst síðan málþing á vegum Hollvinafélagsins. Umfjöllunarefnið verður staða heimilislækninga. Prófessor Jóhann Ág- úst Sigurðsson mun stýra umræðum. Að mál- þinginu loknu verða léttar veitingar. Allir eru velkomnir á aðalfundinn og mál- þingið. Þeir sem ekki eru meðlimir í Hollvina- félagi læknadeildar geta gengið í það á staðn- um eða haft samband við skrifstofu Hollvina- samtakanna í Stúdentaheimilinu við Hring- braut, sími: 551 4374, bréfasími: 551 4911, netfang: sigstef@hi.is Læknavefur Nú er lokið uppsetningu lokaðs svæðis á heimasíðu Læknafélags íslands þar sem ætlunin er að koma upp umræðu- hópum og síðum fyrir tilkynningar og ýmis málefni sem einungis eiga erindi til lækna. Svæðið er verndað bæði með notenda- orði og lykilorði og geta læknar einir fengið aðgang að því. Aðgangsorð verða persónuleg fyrir hvern og einn. Til að fá aðgangsorð þarf að hafa samband við Margréti Aðalsteinsdóttur á skrifstofu Læknafélags íslands á tölvupósti, netfang: magga@icemed.is, í síma 564 4100 eða í bréfsíma 564 4106.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.