Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 17

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 295 stig hærra en 50°C. P. aeruginosa finnst sjald- an í heilbrigðri hlust en hvort þá sé um mengun úr umhverfi að ræða eða að bakterían sé hluti af eðlilegu örveruumhverfi hlustar er umdeilt (5,1). Athuganir á vatni sundlaugarinnar og heita pottsins voru ekki gerðar fyrr en eftir faraldur- inn og var heildargerlafjöldi átta í millilítra í sundlauginni en enginn í heita pottinum (tafla I). Samsvarandi rannsókn á vatnssýnum sem tekin voru tveimur mánuðum áður sýndi heild- argerlafjölda 340 í millilítra sundlaugarvatns- ins og 79.000 í millilítra vatns frá heita pottin- um. Viðmiðunargildið er að heildargerlafjöldi ætti ekki að fara yfir 100 í millilítra sundlaug- arvatns. Styrkur frírra klórjóna (Cl) var 2,5 í sundlauginni en 50 í heita pottinum en viðmið- unargildið fyrir vatn í almenningslaugum er einn. Þetta vekur grun um að klór hafi verið bætt í vatnið eftir að sýkingartilfelli fóru að gera vart við sig. Vegna þessa háa klórstyrks var ekki hægt að rækta P. aeruginosa úr vatn- inu en það veikir sannarlega þá staðhæfingu að P. aeruginosa sem úr eyrunum ræktaðist og almennt var talinn orsakavaldurinn hafi átt sér utanaðkomandi uppsprettu. Það háir ennfremur rannsókninni að ekki voru gerðar undirflokka- greiningar á P. aeruginosa en sú tækni var ekki til staðar á Egilsstöðum. I undirflokkagreining- um er stór hluti baktería hins vegar oft óflokk- anlegur (12) en vissulega hefði sami undir- flokkur gefið sterka vísbendingu um sýkingu úr umhverfinu. Viðvarandi raki í hlust, eins og vænta má við tíðar sundlaugaferðir, er vel þekkt meðverk- andi orsök hlustarbólgu. Astæðan er talin vera endurtekin eyðing á verndandi yfirborðsfitu- efnum í hlustarhúðinni sem um leið hefur áhrif á sýrustigið (pH) í hlustinni í þá veru að það hækkar. Báðir þessir þættir stuðla að stað- bundnum vexti baktería sem annars eiga heima í hlust og þeirra baktería er kunna að berast með vatni í hlust og stuðla þannig að sýkingu (13,14). Hár klórstyrkur vatnsins hækkar pH gildi þess og má ætla að það hafi áhrif í þá veru að vaxtarskilyrði baktería batni. Tíð sundiðkun, eins og á sundnámskeiðinu, í vatni sennilega menguðu með P. aeruginosa eru greinilega samverkandi þættir í tilurð hlustarbólgunnar og eru áhrif P. aeruginosa þar greinileg eins og kemur fram hjá 63% barnanna sem höfðu já- kvæða ræktun þeirrar bakteríu. A grundvelli þess að skipta börnunum í t’lokka eftir sjúkdómsmyndinni var meðhöndl- un ákveðin. Meðhöndlunin var í megindráttum staðbundin (15,16) og beindist fyrst og fremst að því að lækka sýrustigi hlustar og reyndist bórsýra mjög áhrifarík í því tilliti en einnig má nota önnur efni eins og til dæmis ediksýru (17). Öll sýkingartilfelli voru meðhöndluð árangurs- ríkt án þess að sýklalyf til inntöku hafi verið notuð. Alyktanir Ekki er hægt að ráðleggja tíðar sundlaugar- ferðir á stuttum tíma nema gæði þess vatns sem baðað er í séu tryggð. Það ber að gera með reglulegu eftirliti, ekki einvörðungu á klórstyrk vatnsins heldur líka með ræktunum á bæði kólí- bakteríum og Pseudomonas aeruginosa. HEIMILDIR 1. Hirsch BE. Infections of the external ear. Am J Otolaryngol 1992; 13: 145-55. 2. Brook I. Microbiological studies of the bacterial flora of the extemal auditory canal in children. Acta Otolaryngol 1981; 91:285-7. 3. Chandler JR. Malignant extemal otitis; Further considera- tions. Ann Otol Rhinol Laryngol 1977; 86: 417-28. 4. Papparella MM, Shumrick DA, Gluckman JL, Meyerhoff WL. Trauma and infections of the extemal ear. In: Zorab R, ed. Otolaryngology. Vol II. 3rd ed. Philadelphia: W.B. Saunders 1991. 5. Joachims HZ, Danino J, Raz R. Malignant extemal otitis: treatment with fluoroquinolones. Am J Otolaryngol 1988; 9: 102-5. 6. Wright DN, Alexander JM. Effect of water on the bacterial flora of swimmers' ears. Arch Otolaryngol 1974; 99: 15-8. 7. Feinmesser R, Wiesel YM, Argaman M, Gay I. Otitis ex- tema - bacteriological survey. ORL 1982; 44: 121-5. 8. Hoadley AW, Knight DE. Extemal otitis among swimmers and nonswimmers. Arch Environ Health 1975; 30: 445-8. 9. Calderon R, Mood EW. An epidemiological assessment of water quality and "swimmer's ear". Arch Environ Health 1982; 37; 300-4. 10. Sundström J, Jacobson K, Munck-Wikland E, Ringertz S. Pseudomonas aeruginosa in otitis extema. Arch Otolaryn- gol Head Neck Surg 1996; 122: 833-6. 11. Landlæknir. Heilbrigðisskýrslur. Reykjavík: Landlæknis- embættið 1995. 12. Poh CL, Yeo CC. Recent advances in typing of Pseudo- monas aeruginosa. J Hosp Infect 1993; 24: 175-81. 13. Senturia BH, Carruthers C. Prophylaxis of extemal otitis. Ann Otol Rhinol Laryngol 1954; 63: 97-100. 14. Goffin FB. ph as a factor in extemal otitis. N Engl J Med 1963; 268: 287-9. 15. Kime CE, Ordonez GE, UpdegraffWR. Effective treatment of acute diffuse otitis extema. Curr Ther Res 1978; 23/May Suppl.: 15-28. 16. Ámes E, Dibb WL. Otitis extema: clinical comparison of local ciprofloxacin versus local oxytetracycline, polymyxin B, Hydrocortisone combination treatment. Curr Med Res Opin 1993; 13: 182-6. 17. Slack RWT. A study of three preparation in the treatment of otitis extema. J Laryngol Otol 1987; 101: 533-5.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.