Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
317
staðalfrávik 8,6. Meðaltími á gjörgæslu 25,8
stundir (17-48 klst).
Vökvavœgi.
Eftiraðgerð= +3334 ml Staðalfrávik 1982
Eftir 24 klst.= +2117 ml Staðalfrávik 1091
Ekki eru nægilega margar niðurstöður
komnar til að hægt sé að reikna tölfræðilega
fylgni ennþá en þær sem komnar eru gefa þó
vísbendingar um:
* að hvítfrumusían sem notuð er í rannsókn-
inni sé ófullnægjandi,
* að komplement virkjun sé minni hjá með-
höndluðum hópum,
* að augnþrýstingur fylgi ekki vöðvahólfs-
þrýstingi.
E-20. Risavaxið GIST æxli í maga.
Sjúkratilfelli
Elsa B. Valsdóttir', Magnús E. Kolbeinsson',
Helgi J. Isaksson2
Frá 'handlœkningadeild Sjúkrahúss Akraness,
2rannsóknastofu H1 í meinafrœði
Af illkynja æxlum í maga eru 1-2% tróðvefs-
æxli (mecenchymal) sem oftast eru kölluð
sléttvöðvasarkmein (leiomyosarcom). Sum
þessara æxla eiga þó ekki upptök sín í slétt-
vöðvafrumum og önnur tjá ekki merki fyrir
sléttvöðvafrumur. Þess vegna er mælt með
nýrri nafngift fyrir þennan flokk æxla, gastro-
intestinal stromal tumors, GIST.
Ofugt við kirtilkrabbamein (adenocarci-
noma) og eitlaæxli (lymphoma) eru fyrstu ein-
kenni GIST æxla í maga oft bráð blæðing sem
krefst aðgerðar strax. Þar sem skurðlæknis-
fræðileg meðferð þessara æxla er frábrugðin
þeirri meðferð sem oftast er notuð við önnur
illkynja æxli í maga, er nauðsynlegt að skurð-
læknar þekki þennan mun á aðgerðum til þess
að þeir geti brugðist rétt við.
Kynnt verður sjúkratilfelli þar sem áður
hraustur 58 ára gamall karlmaður leitaði læknis
vegna einkenna sem samrýmdust bráðri blæð-
ingu frá efri hluta meltingarvegar. Hann reynd-
ist hafa risavaxið GIST í maga.
E-21. Brottnám ristils vegna slow transit
hægðatregðu
Örnólfur Valdimarsson', Tryggvi B. Stefáns-
son1-2, Kjartan Örvar
Frá 'Sjúkrahúsi Reykjavíkur, 2St. Jósefsspítal-
anum í Hafnarfirði
Inngangur: Slow transit hægðatregða getur
verið langvarandi stigvaxandi sjúkdómur þar
sem hægðir koma ekki nema með aðstoð lyfja.
Slow transit hægðatregða veldur verkjum og
sálrænum erfiðleikum, getur haft afgerandi
áhrif á félagslegar aðstæður og er nær ein-
göngu hjá konum. Ef um er að ræða einangraða
slow transit hægðatregðu í ristli hefur brottnám
ristils að hluta eða að fullu verið þekkt með-
ferð. Aðgerðin hefur haft slæmt orð á sér vegna
fylgikvilla og lélegs árangurs. Lélegur árangur
getur verið vegna rangrar aðferðar til að velja
sjúklinga til aðgerðar. Með tilkomu betri grein-
ingaraðferða hefur val sjúklinga til aðgerðar
lagast. A Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa verið
gerð átta brottnám ristils vegna slow transit
hægðatregðu síðastliðin fjögur ár.
Tilgangur: Að kanna árangur aðgerðar hjá
þessum sjúklingum.
Efniviður og aðferðir: Atta konur á aldrinum
33-59 ára sem höfðu haft slæma hægðatregðu
til margra ára. Sjúklingar höfðu allir verið hjá
sama meltingarsérfræðingi og fyrir aðgerð ver-
ið rannsakaðir með tilliti til orsaka hægða-
tregðu og mældur flutningshraði ristils, þrýst-
ingsmæling á endaþarmi, tæmingarmynd af
endaþarmi og þrýstingsmælingar á smágirni og
þannig staðfest að um væri að ræða slow transit
á ristli. Sjúklingar voru látnir fylla í lífsgæða-
spurningalista fyrir og eftir aðgerð. Gerð var
brottnám ristlis og samgötun smágirnis og
endaþarms hjá öllum. Aðgerðir voru gerðar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur af sama skurðlæknin-
um.
Niðurstöður: Allir sjúklingarnir hafa hlotið
bata af aðgerðinni.
Alyktanir: Brottnám ristils með samgötun
smágirnis og endaþarms er réttlætanlegt sem
meðferð við slow transit hægðatregðu en það
þarf að velja sjúklingana vandlega.
E-22. Úrnám bugaristils með aðstoð kvið-
sjár
Elísabet S. Guðmundsdóttir, Tómas Jónsson,
Páll Helgi Möller
Frá handlœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Urnám ristils með kviðsjá er
talin örugg og með sambærilega tíðni fylgi-
kvilla og opin aðgerð. Aðgerðin er þó ekki við-
urkennd sem besti kostur ef um ristilkrabba-
mein er að ræða. Kostir þessarar aðgerðartækni
eru umdeildir, en rannsóknir hafa sýnt fram á
styttri sjúkrahúslegu, minni verki og að fullri