Læknablaðið - 15.04.1999, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
327
Á þessu ári, 11 árum eftir greiningu krabba-
meinsins, fór sjúklingur til heimilislæknis vegna
verkja í hægri síðu. Hann var sendur í sneiðmynd
af kviði sem sýndi eðlilega lifur en hins vegar
hnút neðst í hægra lunga. Sá hnútur var fjar-
lægður og reyndist einnig vera nýmakrabbamein.
Farið er í gegnum fræðin til samanburðar.
E-38. Brottnám legs með kviðsjá. Fyrstu
40 aðgerðirnar á kvennadeild Landspít-
alans
Jens A. Guðmiindsson', Ragnheiður Baldurs-
dóttir2, Guðmundur Arason', Hafsteinn Sœ-
mundsson', Auðólfur Gunnarsson'
Frá 'kvennadeild Landspítalans, 2kvinneklini-
ken Ullevál Sykehus, Osló
Inngangur: Brottnám legs er ein algengasta
aðgerð sem konur gangast undir og á Islandi
öllu eru gerðar um 400 slíkar aðgerðir árlega. I
meirihluta tilvika er um að ræða góðkynja
sjúkdóma í legi, en í tæplega 10% tilvika er um
illkynja sjúkdóma að ræða. Við góðkynja sjúk-
dóma er leg fjarlægt um leggöng eða með kvið-
skurði. Með kviðsjártækni má framkvæma
hluta brottnámsaðgerðar með kviðsjá og taka
leg síðan neðan frá (laparoscopically assisted
vaginal hysterectomy=LAVH) eða framkvæma
alla aðgerðina með kviðsjá (laparoscopic hys-
terectomy=LH, laparoscopic subtotal hysterec-
tomy=LASH). Helstu kostir við kviðsjárað-
gerðir eru taldir minna álag fyrir sjúkling og
fljótari bati eftir aðgerð, en helstu ókostirnir
eru langur aðgerðartími og kostnaður við að-
gerð. Fyrsta tilraun til slíkrar aðgerðar á kvenna-
deild Landspítalans var gerð í lok árs 1993.
Tilgangur þessarar könnunar var að lýsa
fyrstu reynslu af brottnámi legs með kviðsjá á
kvennadeild Landspítalans.
Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár allra
kvenna, sem gengust undir brottnám á legi með
kviðsjá á kvennadeild Landspítalans á árunum
1993-1996, voru skoðaðar. Kannaðar voru
ábendingar, tegundir aðgerða, aðgerðatími,
legutími, veikindaleyfi eftir aðgerð og fylgi-
kvillar.
Niðurstöður: Fjörtíu aðgerðir voru fram-
kvæmdar, en í tveimur tilvikum (fyrstu og 22.)
var aðgerðinni breytt í opna aðgerð (conver-
sion). Meðalaldur kvennanna var 47,2 ár (33-
63). Aðalábendingar voru: 18 blæðingatruflan-
ir, 13 vöðvahnútar, þrjú blæðingavandamál á
hormónauppbótarmeðferð, tveir tíðaverkir, ein
kirtil- og vöðvavilla (adenomyosis), tvær
frumubreytingar á leghálsi (dysplasia/CIN) og
ein legslímuvilla (endometriosis). Aðgerðinar
voru: a) LAVH=15, b) LASH=23 og c) breytt í
opna aðgerð=2.
Aðgerðartími: 80-220 mínútur; miðgildi=
140 mínútur. Legutími: 2-26 dagar; miðgildi=
fimm dagar (40 konur). Veikindatími var 11-
103 dagar; miðgildi= 28 dagar (24 konur).
Fylgikvillar eftir aðgerð voru sjö minniháttar
og þrír alvarlegir. Ekkert langvarandi heilsu-
tjón hlaust af fylgikvillum aðgerða. Síðustu 14
aðgerðirnir voru án fylgikvilla.
Ályktanir: Brottnám legs með hjálp kviðsjár
virðist leiða til styttri legutíma og veikinda-
leyfis en gerist við kviðskurð, en aðgerðartími
var lengri. Verulegur ávinningur virðist vera að
styttri legutíma og veikindaleyfi, sem endur-
speglar minni óþægindi eftir kviðsjáraðgerðir,
en gera þarf frekari samanburðarrannsóknir.
E-39. Gallvegalokun. Sjúkratilfelli greind
á Landspítalanum 1936-1999
Jóhann Ragnar Guðmundsson, Guðmundur
Bjarnason
Frá skurðdeild Barnaspítala Hringsins
Gallvegalokun (biliary atresia) er sjaldgæfur
sjúkdómur en er þó algengasta orsök stíflugulu
utan lifrar í nýburum og aðalorsök lifrar-
ígræðslu barna. Á íslandi hafa nokkrir sjúk-
lingar verið greindir á Landspítalanum síðan
1936 en ekki verið farið yfir afdrif þeirra sér-
staklega áður.
I þessari rannsókn, sem er afturskyggn,
verður meðferð og afdrif sjúklinganna skoðuð,
notast verður við sjúkraskýrslur Landspítalans
frá 1936-1999 og farið í gegnum þær.
Niðurstöður verða kynntar á þinginu.
E-40. Lærleggsbrot hjá börnum
Yngvi Olafsson
Frá hœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur
Á síðari árum hefur í auknum mæli verið far-
ið að meðhöndla lærleggsbrot hjá börnum með
skurðaðgerð. Hefur sú tilhneiging haldist í
hendur við framfarir sem orðið hafa í meðferð
slíkra brota hjá fullorðnum en um leið tak-
markast af eðlilegri varkárni þar sem meðferð
slíkra brota án aðgerðar lijá börnum hefur verið
í tiltölulega föstum skorðum og gefist vel.
Á síðustu tveimur árum höfum við á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur meðhöndlað sex börn með
lærleggsbrot með lokaðri réttingu og ytri