Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 57

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 329 skaddaða hryggþófa. Bein var tekið frá mjaðm- arkambi eða sperrilegg til að nota sem fremri stuðning og var beinið klemmt á milli hryggj- arbola með því að spenna saman réttitækið. Þannig var hægt að forðast járnafestingar fram- anvert á hryggsúluna. Arangur: Það tókst að rétta alla upp í eðli- lega líkamsstöðu. Enginn versnaði af verk eða hlaut brottfallseinkenni. Oftast dugði að spengja næsta hryggjarbol fyrir ofan og neðan hinn brotna hryggjarbol. Sjö af níu sjúklingum gátu snúið aftur til starfa. Tveir sjúklingar eru ennþá með verki þótt verkirnir hafi minnkað eftir að- gerðina. Alyktanir: Hægt er að rétta upp gömul hryggbrot með góðum árangri. Sennilega er oft um að ræða beygju-tog áverka þar sem áverkar á aftari liðbönd hryggjarins hafa ekki verið greindir, heldur aðeins hryggbrotið sjálft. Ör- uggasta leiðin til að greina slíka áverka mynd- rænt er með segulómun og ætti ávallt að gera slíka rannsókn í ofangreindum tilvikum. E-43. Arekstrar og öruggar bifreiðir Brynjólfur Mogensen Frá bœklunarlœkningacleild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Látnum og alvarlega slösuðum í bifreiðarslysum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Má þakka þennan árangur meðal annars betri hönnun bifreiða og umferðarmannvirkja ásamt meiri þekkingu um umferðarslys og af- leiðingar þeirra. Hvemig getum við náð betri árangri? Efniviður og aðferðir: Leitað var í norræna slysaskráningarkerfinu að þeim sem höfðu slasast í bifreiðarslysum og voru lagðir inn á Sjúkrahús Reykjavfkur á árunum 1997 og 1998. Arekstrarstefnur voru kannaðar með hliðsjón af innlögnum. Niðurstöður: Eitt hundrað og þrír voru lagðir inn á sjúkrahús úr bifreiðarslysum. Athygli vekur að í 29 tilvikum var aðeins um eina bif- reið að ræða og í 26 tilvikum kom gagnaðili þvert á umferðarstefnu. Fleiri slösuðust er gagn- aðili fór í sömu átt heldur en í gagnstæða. Lang- flestir slasaðra eru á aldrinum 15-24 ára eða 37 af 103 slösuðum. Ekki voru tiltækar upplýsing- ar um öryggisútbúnað bifreiðanna. Umræða: Meirihluti bifreiðarslysa er einnar bifreiðar slys eða að gagnaðili kemur þvert á umferðarstefnu. Þetta er einnig reynslan er- lendis frá. Að fleiri slasaðir leggjast inn við árekstur biðfreiða í sömu átt vekur athygli en hugtakamisskilningur gæti hugsanlega skýrt mismuninn að einhverju leyti. Hliðaröryggi bifreiða hefur verið og er enn ábótavant þrátt fyrir styrktarbita og að hliðarloftpúðar, til þess að hindra áverka á brjóst- og kviðarhol, komi í æ fleiri bifreiðir. Allra besta hönnunin er einnig hliðarloftpúði fyrir höfuð sem er aðeins fáanleg í dýrari gerðum bifreiða. Miðað við algengi út- afaksturs eða að gagnaðili kemur þvert á um- ferðarstefnu er ástæða til þess að setja auka- hliðarloftpúða enn neðar til þess að verjast slæmum mjaðmargrindarbrotum eða brotum á lærlegg. 1 veltunni verður toppurinn að þola álagið svo hann leggist ekki saman. Algjörlega örugga bifreið er ekki hægt að hanna. Með því að aka í bifreið sem hefur feng- ið hæstu öryggiseinkunn í ströngum öryggis- prófunum frá Evrópu eða Bandaríkjunum má minnka verulega líkurnar á alvarlegum slysum í umferðaróhöppum. Sem flestir ættu að hafa niðurstöður úr öryggisprófunum að leiðarljósi er þeir velja sér bifreið. E-44. Björgun og greining slasaðra úr hópferðabifreiðarslysi við erfiðar að- stæður Brynjólfur Mogensen', Böðvar Örn Sigurjóns- son2, Gísli Þórörn Júlíusson3, Jón Baldursson' Frá 'Sjúkraltúsi Reykjavíkur, 2Heilsugœslu- stöðinni á Blönduósi, 3Heilsugœslustöðinni á Hvammstanga Inngangur: Umferðarslys hópferðabifreiða geta verið mjög alvarlegs eðlis vegna fjölda farþega og að öryggisbúnaður er ekki sá sami og í fólksbílum. Slys á farþegum eru óalgeng en koma þó fyrir. Mjög alvarlegt hópferðabif- reiðarslys átti sér stað 1995 þar sem aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og verða björgunar- aðgerðum gerð nánari skil. Efniviður og aðstæður á slysstað: Árið 1995, þann 22. október, um kl. 21 fór hóp- ferðabifreið á leið norður í land með 41 farþega og ökumann út af þjóðvegi í Hrútafirði og valt. Veður var mjög slæmt þetta kvöld. Það var kalt, slydda og vindur að norð-norðaustan. Snörpustu vindhviður fóru jafnvel upp í 110 km á klukku- stund. Hálka og krapi var á þjóðveginum. Niðurstöður: Hópferðabifreiðin fór út af veg- inum, niður um að minnsta kosti fjóra metra og valt VA úr veltu. Yfirbyggingin hélst nokkuð vel en allar rúður brotnuðu. Flestir farþeganna fóru á ferð og flug um rútuna og virðist aðeins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.