Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 10
8 Bjarni Þjóðleifsson, Friðrik Guðmundsson, Þorvaldur Veigar Guðmundsson GILDITSH MÆLINGAIBLÖÐIVIÐ MAT Á SKJALD KIRTILSSTARFSEMI INNGANGUR íslenskt mataræði er um margt sérstakt, en eitt mjög áhugavert sérkenni fæðisins er hið mikla joðinnihald þess. Þetta stafar af mikilli neyslu sjávarafurða, sem allar eru joðríkar, en hér á landi getur mjólk einnig verið joðrík ef kýrnar hafa verið aldar á fiskimjöli.1 Joðneysla Islendinga hefur verið áætluð 300—500 pg á sólarhring,10 en ráðlögð dagleg joðneysla er 100 ng og talið er að flestar vestrænar þjóðir fái um 100—150 |xg i fæðinu daglega. Þessi sérstaða Islendinga 'hefur orðið til- efni margskonar skjaldkirtilsrannsókna. Júl- íus Sigurjónsson7 sýndi fram á að skjald- kirtill I heilbrigðum Islendingum vegur að- eins 12—15 gr. og er sá minnsti sem þekkist hjá nokkrum þjóðflokki, en Japanir hafa skjaldkirtil af svipaðri stærð. Aðrar rann- sóknir hafa beinst að joðefnaskiptum1 og skjaldkirtilsstarfsemi hjá heilbrigðum,4 hegðun skjaldkirtils hjá vanfærum konum,2 tíðni Graves sjúkdóms8 og svörun hans við meðferð.8 9 Uppúr 1970 komu fram nýjar aðferðir (radioimmunuassay), sem gerðu mögulegt að mæla Thyroid Stimulating Hormone (TSH) í blóði. Var þá leitað eftir samvinnu við prófessor Reginald Hall í Newcastle Royal Infirmary um mælingar á TSH. Blóð- sýni úr stórum hóp skjaldkirtilssjúklinga og kontrólhóp voru þá þegar til í djúpfrysti. Þessara sýna hafði verið aflað árið 1968 við skoðun á sjúklingum með Graves sjúkdóm. Niðurstöður TSH mælinganna hafa þó ekki verið gefnar út að fullu fyrr en í þessari grein. Árið 1971 fannst og var framleitt svokall- að Thyroid Release Hormone (TRH), sem gerði mögulegt enn nákvæmara mat á stjórnun heiladinguls á skjaldkirtli. Árið Frá lyflæknisdeild Landspítalans og rannsókna- deild Landspítalans í meinefnafræði, 1972 tókst að fá þetta efni til Islands og var þá hluti af hópnum, sem skoðaður var 1968 kallaður til endurmats og jafnframt var TRH próf gert á samanburðarhóp. Niður- stöður þessara rannsókna eru birtar í þess- ari grein og gefa þær vísbendingar um gildi TSH mælinga á blóði og TRH prófs við mat á skjaldkirtilsstarfsemi hjá Islendingum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á tímabilinu april-júní 1968 voru skoðaðir á Landspitalanum 142 sjúklingar, sem höfðu fengið greininguna Graves sjúkdómur og undirgengist skjaldkirtilsskurð. Ári seinna voru síðan skoðaðir 44 sjúklingar með sama sjúkdóm, sem fengið höfðu geislajoðmeðferð. Skjaldkirtilshagur þessara sjúklinga var metinn með klíniskri skoðun, hjartalínuriti, reflexlínuriti, mælingu á proteinbundnu joði, kolesteroli og einnig var mæld joðupptaka skjaldkirtils. I nokkrum tilfellum var skjald- kirtilshagur metinn endanlega með lækn- ingatilraun. Gerð hefur verið grein fyrir þessum aðferðum annarsstaðar.0 Ennfremur var mælt Anti-Cytoplasmic-Antibody ACA og Anti-Gastric-Antibody AGA. Samanburðarhópur var fenginn hjá Rann- sóknastöð Hjartaverndar og var hann valinn þannig að sama aldurs- og kyndreifing var og hjá skurðhópnum. Aðeins voru teknir ein- staklingar sem höfðu engin einkenni eða sögu um skjaldkirtilssjúkdóm. Þar sem skoðun Hjartaverndar náði ekki til yngstu aldurshópanna, var blóðsýnum úr þessum aldurshópum safnað meðal starfsfólks Land- spítalans. I samanburðarhóp var mælt pró- teinbundið joð (P.B.I.) og skjaldkirtils- og magaslímhúðarmótefni. (ACA og AGA). Blóðsýnin voru geymd í djúpfrysti (-^-18°C) og send til Newcastle í sérstökum geymum með CO., snjó. Alls reyndist nægjanlegt sermi til TSH mælinga hjá 104 skurðsjúk- lingum og 107 einstaklingum úr samanburð- arhóp. I geislahóp voru 23 sýni mæld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.