Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 91
89 3. Foreldri arfberi efnaskiptasjúkdóms sem greina má in utero. 4. Móðir arfberi kynbundins (X-linked) sjúk- dóms. 5. Saga um klofningsgalla í miðtaugakerfi (það er spina bifida, anencephalus) hjá nákomnum ættingja. Þegar einungis er um að ræða fjölskyldu- sögu um litningagalla er nægjanlegt að gera litningarannsókn á báðum foreldrum til að útiloka að þau hafi erft viðkomandi galla og komast þannig hjá áhættunni sem fylgir legástungu. Auk þessa hefur stundum verið gerð hér á landi legvatnsrannsókn vegna ákveðinna óska kvennanna sjálfra. Sumar hafa áður fætt vansköpuð börn, aðrar fást við með- höndlun fatlaðra barna og enn aðrar hafa kvíða án ytri ástæðu. í þessum tilfellum þarf að skýra konunni nákvæmlega frá þvi, hvers vænta má af rannsókninni og áhættunni, sem ástungunni fylgir. Vissulega eru slíkar sál- rænar ábendingar umdeilanlegar. Á síðari árum hafa auk legvatnsrannsókna opnast ýmsir aðrir möguleikar til greiningar fósturgalla á meðgönguskeiði. Má í þvi sam- bandi nefna röntgengreiningu á óeðlilegum beinvexti og sónargreiningu til dæmis á mið- taugakerfisgöllum.1- Ennfremur er nú tækni- lega mögulegt að gera legspeglun með fóst- urskoðun (fotoscopi) og jafnvel taka fóstur- blóðsýni beint úr fylgjunni. Slik tækni kem- ur einkum að gagni við greiningu blóðsjúk- dóma hjá fóstrum.12 Rannsóknir af þessu tagi eru þó ekki ennþá framkvæmanlegar hérlendis. Hinir auknu möguleikar, sem skapast hafa til greiningar á fósturgöllum í meðgöngu leiða óhjákvæmilega til þess að oft verður að taka vandasamar ákvarðanir um framhald meðgöngu eða fóstureyðingu. Hér er um að ræða læknisfræðileg, siðræn, félagsfræðileg og sálræn vandamál, sem eigi verða vel leyst nema með samvinnu ýmissa sérfróðra aðila og viðkomandi foreldra. Hér á landi hefur yfirleitt verið leitast við að leysa þessi vandamál á þann hátt, að gefa foreldrum kost á fóstureyðingu eftir að mögulegar af- leiðingar viðkomandi galla hafa verið út- skýrðar af þeim, sem fróðastir eru á viðkom- andi sviði. I framtíðinni verður nauðsynlegt að leggja meiri áherslu en hingað til á ráðgjöf til handa foreldrum, sem eiga á hættu að eign- ast vanheil börn. Greining sjúkdóma á fóst- urskeiði miðar að því að gera slíkum foreldr- um kleift að eignast heilbrigð afkvæmi. Til þess, að sem bestur árangur náist, verður að koma til samvinna margra aðila og góð upp- fræðsla verðandi foreldra. Þá verður að vera fyrir hendi fullkomin rannsóknaraðstaða og nægur fjöldi hæfra starfsmanna á þeim stofnunum sem rannsóknirnar annast. L.egástungur vegna litningarannsókna hafa allar farið fram á Göngudeild Kvennadeildar Landspítalans. Undirbúning og hjálp við ástungur hefur starfslið deildarinnar annast. Einkum ber að nefna Rannveigu Ólafsdóttur deildarhjúkrunarfræðing og Kristrúnu Malmquist ljósmóður, sem frá upphafi hafa verið með i þessu starfi. Kristbjörg Antons- dóttir læknaritari annaðist gagnasöfnun fyr- ir þessa grein. Sævar Halldórsson læknir var oft með i ráðum á fyrstu árum legvatns- rannsóknanna svo og læknar Barnadeildar Landspítalans. Margt annað starfsfólk Kvennadeildar og Rannsóknastofu Háskól- ans hefur einnig fylgst með starfi þessu af áhuga og veitt mikilsverða hjálp. Skulu öllum er að hafa staðið fluttar hinar bestu þakkir. SUMMARY Amniocentesis for diagnosis of fetal malformations. Amniocenteses for diagnosis of fetal malfor- mations were started in Iceland in 1973. Mea- surements of alpha-fetoprotein were done in the University Hospital (Landspítali) from late 1977 while until mid 1978 the chromosomal analysis was performed at the J. F. Kennedy Institute in Denmark. This is a review of the first 499 amniocenteses done until May 1980. All the women have delivered and the outcome is known in all but two of the pregnancies. Among the indications listed for amniocen- tesis in this group, ,,age“ was most common, or 60.1%, second most common was „previously delivered an abnormal baby“ 22.4% and third most common was „chromosomal abnormality in the farnily" 12.8%. Most of the amniocen- teses were done in the 16th week of pregnancy and 96.2% were done with the help of an ultra- sonic scanner. Amniocenteses had to be re- peated for various reasons in 39 cases or 7.8%. Reported major complications after the amnio- centeses in this group of 499 somen included spontaneous abortions in 9 cases. Two of the fetuses were thought to be already dead at the time of the amniocentesis. Alpha-fetoprotein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.