Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 8
6 fcick nú chloramphenicol og penicillin í æö og jafnaöi sig á fáum dögum. 1 byrjun fimmtu viku var byrjaö aö gefa fœöu á venjulegan hátt í vaxandi mœli og síöan hœtt viö vökva í œö. Ummál kviöar minnkaöi og vökvi í kviöar- holi hvarf, líffærastœkkanir eöa fyrirferöar- aukningar í kviöarholi fundust ekki. Amylase í blóöi fór niöur fyrir 200 ein. og hélst þar, blóösykur og cálcium voru alltaf innan eöli- legra marka. Eftir þetta fór ástand drengsins ört batnandi. Hann tók vel viö mat og þoldi vel, engin merki um aukna fitu í hœgöum. Hann léttist iöluvert á seinustu vikum m.a. vegna þess, aö vökvi hvarf úr kviöarholi. Holdafar batnaöi mikiö og drengurinn varö liress og glaöur. Hann var síöan útskrifaöur á 51. degi, öll blóögildi voru þá eölileg nema sökk var 33. HægÖir eölilegar. Síöan var fylgst meö drengnum heima í héraöi og hefur lionum fariö mjög vel fram. Hann hefur þyngst og stækkaö eölilega og viröist nú alveg heilbrigöur. UMRÆÐA Bráð briskirtilsbólga er sjaldgæf hjá börn- um og hefur verið skýrt frá liðlega 200 til- fellum í heiminum fram að þessu, eftir þvi sem séð verður. Orsakir eru óljósar i allt að 60% tilvika í sumum skýrslum, en á hinn bóginn er álitið að væg briskirtilsbólga eftir hettusóttarsýk- ingu fari oft framhjá mönnum. Ýmsar aðrar veirusýkingar, t.d. rauðir hundar, Coxsackie B, echo og hepatitis veira eru taldar geta valdið sjúkdómnum. Næst á eftir hettusótt er þó álitið að áverki á kvið sé algengasta orsök bráðrar briskirtilsbólgu hjá börnum. I því sambandi ber að minna á misþyrmingu á börnum, sem mögulega orsök. Sjaldgæfari orsakir eru meðfædd þrengsli á útfærslu- göngum briskirtils, pancreas annulare, chole- dochal cystur t.d. eða gallsteinar, æxli og afleiðingar aðgerða á þessu svæði. Bandvefssjúkdómar hafa verið nefndir, s.s. lupus erythematosus, periarteriitis nodosa, einnig fibrosis cystica, uremia, vannæring og avitaminosis A og D, auk hypercholesterol- emiu. Þar sem nokkrum tilfellum hefur verið lýst samfara encephalopati var álitinn viss skyldleiki við Reye's syndrome. Ýmis lyf hafa verið nefnd sem orsakavald- ur t.d. sterar, chlorthiazide, salazopyrin, sali- cylica, indomethazin, viss cytostatica og anti- coagulantia auk alkohóls. f stöku tilfellum er um endurteknar briskirtilsbólgur að ræða eða króniskar, og gæti þá verið arfgengur sjúkdómur á ferðinni. Pathogenesis er ekki þekkt, en sumir meinafræðingar greina á milli „interstitial" bólgu, þar sem um er að ræða óverulega necrosis, væg og stuttvarandi sjúkdómsein- kenni, og „hemorrhagiskrar" bólgu þar sem stór svæði briskirtilsins eru necrotisk og hemorrhagisk og eftir verður fibrosis og skemmdur vefur. Einkenni sjúkdómsins eru fyrst og fremst kviðverkir, stöðugir, um ofanverðan kvið og leggja stundum aftur í bak. Venjulega fylgja ógleði og uppköst. Barnið er veikindalegt, vill gjarnan liggja kyrrt á hliðinni og hefur oft 'hita. Kviðurinn er aumur og þaninn. Ef um hemorrhagiska bólgu er að ræða sést stundum blár litur á húðinni eins og mar kringum nafla (Cullen's sign) eða út í síð- um (Gray-Turner‘s sign). Frír vökvi í kvið- arholi er aukinn (ascites) og i svæsnum til- fellum einnig í brjóstholi (pleural effusion). Þá sést oft gula, smám saman vaxandi garnalömun (ileus) og lost. Rannsóknir sýna stundum aukinn fjölda hvítra blóðkorna í blóði. Se-amylasi er hækk- aður eftir fyrstu klukkustundirnar en getur lækkað aftur fljótlega, jafnvel á 1. degi. Oftast er hækkunin i nokkra daga. Amylasi i þvagi helst hækkaður í a.m.k. viku eftir bráða briskirtilsbólgu. Ef amylasi er mæld- ur í ascitesvökva eða pleural effusion er hann margfalt hækkaður. Se-lipasi er hækk- aður fyrstu 7—10 dagana. Lækkandi se-kalk er alvarlegt merki, kemur fremur seint í sjúkdómnum og frekar sjaldgæft hjá börn- um. Röntgenmynd af kvið getur sýnt „ileus- mynd“ með þanda lykkju nálægt briskirtli og loftlítinn ristil, en með skuggaefni má sjá magann færðan framávið og skeifugarn- arlykkjuna óvenju víða. 1 u.þ.b. 10% tilfella sést, eftir 3—6 vikur, fitunecrosis í (leggjar- beinum) löngum beinum, og likist þetta osteomyelitisbreytingum á röntgenmynd. Greining fæst við ofangreind einkenni og niðurstöður rannsókna en oft ekki fyrr en við explorativ laparotomi þar sem mismuna- greining getur verið óljós m.t.t. algengari bráðra sjúkdóma i kvið. Má þar nefna peri- tonitis, intestinal obstructio eða perforatio og ulcus pepticum. Áður hefur verið minnst á chronic relapsing eða arfgenga briskirtils- bólgu. Meðferð miðar að því að komast hjá örv-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.