Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 21
19 Sjúklingaval: Engar fastar reglur eru hér um val sjúklinga til blóðsíunar. Aldrei hefur þurft að vísa frá sjúklingum vegna aðstöðu- leysis. 1 hverju tilfelli er reynt að meta, hvort sjúklingnum sé greiði gerður með blóð- síun. Alloft er ljóst, að blóðsiun yrði aðeins framlenging þjáninga eða stundarfrestur, sem yrði raun bæði sjúklingnum og ástvin- um hans. Á það einkum við um aldraða og hruma. Þó hafa ekki verið sett hér aldurs- mörk eins og víða er gert (t.d. 60 ár), enda hafa verið hér í blóðsíun sjúklingar yfir sjötugt með allgóðum árangri. Undirbúningur fyrir blóðsíun: Oft er góður fyrirvari að blóðsíun. Eftirlit með sjúkling- um er þá aukið eftir því sem nýrnabilun versnar. Útskýrt er fyrir sjúklingnum hvað framundan er og sé um að ræða sjúkling bú- settan fjarri Reykjavík, er honum gert ljóst, að hann verði að flytja á höfuðborgarsvaeð- ið, a.m.k. um sinn. Reynt er að setja í sjúklinginn æðaskamm- hlaup (arterio-venous fistula) svo snemma, að það nái að þroskast i mánuð eða lengur áður en til þess þarf að grípa. Alloft ber þó blóðsíun svo brátt að, að hefja verður með- ferð um slönguskammhlaup (shunt), þó leit- ast sé við að setja ,,fistil“ í sjúklinginn sem fyrst. Ekki er unnt að setja um það fasta reglu, hvenær hefja skuli blóðsíun. Fer það eftir almennu ástandi sjúklingsins, en þó má telja rétt að vera við öllu búinn eftir að ser.- kreatinin fer yfir 10 mg%. Framkvæmd blóðsíunar: Allt frá upphafi hefur blóðsíun langflestra farið fram tvisvar í viku og oftast 7 tíma í senn. Styttri blóð- síunartími hefur hentað sumum sjúklingum i byrjun, meðan enn var eftir nokkur nýrna- stax-fsemi. Fyrir og eftir blóðsiun eru sjúk- lingar vigtaðir og tekin ei’U blóðsýni. (Alltaf blóðstatus, ser. Na+, K+, Cl^-, blóðurea, stundum einnig ser. Ca, P, alk. fosfatasi, kreatinin, þvagsýra). Þannig er fylgst með vökvasöfnun, blóðhag og árangri síunar. Langflestir sjúklingarnir hafa ,,AV-fistil“ (beina tengingu milli slagæðar og bláæðar) og er þá stungið 2 nálum í bláæðina. Mis- heppnist önnur stungan er notuð ,,single needle" tækni, þar sem blóð rennur frá sjúk- lingnum og til hans um sömu nál. Einstaka sjúklingar hafa slönguskammhlaup, einkum þeir sem nýbyrjaðir eru í blóðsíun. f upphafi síunar er gefið heparin, til þess að blóðið storkni ekki í siunni. Siðan er heparini bætt við eftir þörfum. Leitast er við að ná blóðflæði um siuna í a.m.k. 200 ml á mínútu. Áætlað er í byi-jun, hve mikla „ultrafiltration" þarf til að ná af sjúklingn- um þeim vökva, sem hann 'hefur bætt á sig. Efnasamsetning siulausnar þeiri’ar, sem hér er notuð sést á töflu II. Samsetning þykkn- isins miðast við ,,mjúkt“ vatn eins og hér er i krönum. Meðan á blóðsíun stendur er fylgst með almennum lífsmörkum og liðan sjúkling- anna. Algengustu fylgikvillar stafa af of- tekju vatns af sjúklingunum og lagast við saltvatnsgjöf. f lok síunar er sjúklingunum skilað sem mestu af því blóði, sem i slöng- um og síum er. Búið er um stungugöt með léttum umbúðum, en slöngutengjum þarf að ganga vendilega frá. Milli blóðsíana gæta sjúklingarnir all- strangs matai’æðis. Venjulegasta blóðsíunar- fæðið inniheldur ca. 50 g eggjahvitu, 13 mEq natrium, 44 mEq kalium og vatnstekja á helst að vera innan við lítra. Lyfjaskammta getur þurft að endurskoða vegna nýrnabil- unar. Helstu lyf, sem gefa þarf eru: blóð- þrýsingslyf, gelatum al.hydr. (fosfatbind- andi), vitamín, folinsýra og virkt D-vitamín. Þrátt fyrir blóðleysi sjúklinganna (Hgb 5—6 gr%) er blóðgjöfum stillt mjög í hóf til að koma í veg fyrir mótefnamyndun, sem hindrað gæti nýrnaígræðslur. EFNIVIÐUR OG ÁRANGUR Frá 15.8. ’68—15.8. ’80 eða á 12 ái’um voru samtals gerðar 5164 blóðsíanir. Af þeim telj- ast 78 vera bráðar síanir, þ.e. sjúklingarnir voru i blóðsíun í mánuð eða skemur. Hins vegar voru 5086 sianir reglubundnar og til langframa á samtals 35 sjúklingum. Bráðum síunum verða ekki gerð frekari skil hér. f flestum tilfellum var um að ræða fólk með bráða nýrnabilun, sem oft gekk yfir. í nokkrum tilfellum var um að ræða TABLE H. Composition of dialysate. _________ Ions Concentration mEq/1 Sodium 132 Potassium 1.5 Calcium 3.4 Magnesium 0.5 Chloride 102.4 Acetate 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.