Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 16
14 breytingar sem samrýmst gætu Glycogenosis hepa- t.is. Um þetta leyti var ljóst að móðirin var þunguð í annað sinn. Það Iá því verulega á að greina ná- kvæmlega sjúkdóm telpunnar, ef vera kynni að fóstur móðurinnar hefði sama sjúkdóm. Leitað var aðstoðar erlendra stofnana í þessu skyni, þ.e. John F. Kennedy Institute í Kaupmannahöfn og erfða- rannsóknastofu Erasmusháskólans í Rotterdam. Blóðsýni og húðsýni voru send á þessar stofnanir til rannsókna. Eftir að frumur úr sýnunum, nánar tiltekið leucocytar úr blóði og fibroblastar úr húð- sýni, höfðu verið ræktaðar í um það bil 3 vikur, greindist í þessum frumum mjög mikil lækkun á virkni hvatans beta-galactosidasa, en þetta er dæmigert fyrir sjúkdóminn GMi gangliosidosis. Auk þessa greindist einnig marktæk lækkun á sama hvatanum í frumum frá báðum foreldrunum. Þótti það sýna fram á að báðir foreldrarnir væru arfberar fyrir umæddan sjúkdóm. Að fenginni þessari niðurstöðu var gerð legvatns- ástunga hjá móðurinni og legvökvi sendur á ofan- greindar stofnanir, John F. Kennedy Institute i Kaupmannahöfn og erfðafræðirannsóknarstofu Erasmusháskólans í Rotterdam, til rannsóknar á sama efnaskiptagallanum. I Ijós kom mikil lækkun á virkni beta-galactosidasa í fibroblöstum hjá fóstrinu. Því var ljóst að móðirin gekk með fóstur, sem haldið var sama efnaskipta- og erfðasjúkdóm- inum og fyrra barn hennar. Því var framkvæmd fóstureyðing hjá móðurinni. Að fenginni sjúkdómsgreiningu útskrifaðist telp- an frá Barnaspítala Hringsins á Landspítalanum og hélt áfram í sjúkraþjálfun í Æfingastöð lam- aðra og fatlaðra á Háaleitisbraut. Heilsufari telp- unnar hnignaði smám saman, en vegna mikillar ræktarsemi og dugnaðar foreldranna Iifði telpan að verða 2 ára gömul og nokkrum dögum betur. Við krufningu komu í ljós dæmigerðar breytingar fyrir forðasjúkdóminn gangliosidosis. Sjúkdómurinn gangliosidosis3 tilheyrir flokki forðasjúkdóma. Sjá töflu 1 og töflu 2. TAFLA II. Sphingolipidosur. Mb. Gaucher Mb. Krabbe Mb. Niemann-Pick Mb. Fabry Metakromatisk-leukodystrofia Gangliosidosur GMi GM2 GM3 Mb. Tay Sachs Mb. Sandhoff Forðasjúkdómar ( = storage diseases = lyso- malsjúkdómar) bera nöfn sin vegna þess, að ákveðin hámolekuler efni safnast fyrir í frumum sjúklinga með þessa sjúkdóma. Efni þessi safnast fyrir í þeim hlutum frymisins sem nefnast lysosome. Orsök þessarar samsöfnunar er skortur á eða minnkuð virkni ákveðinna lysosomal enzyma, sem taka þátt i niðurbroti hinna há- molekuler efna. Gangliosidar eru glucosfingolipidar, sem innihalda sialsýru. Þessi efni eru undir venjulegum kringumstæðum staðsett í frumuhimnum, einkum himnum taugafruma. Sá gangliosid, sem er ríkjandi i eðlilegum mannsheila, nefnist GMX gangliosid. 1 sjúk- dómnum GMt gangliosidosis vantar enzymið beta-galactosidasa, sem klýfur galastosu frá GMj gangliosidinu. Skortur á beta-galactosi- dasa veldur einnig söfnun á mucopolisaccari- dum, en þau innihalda mikið magn af galac- tosu. Allar gangliosidosur valda vaxandi psyc- homotoriskri hrörnun, sem hefst snemma á barnsaldrinum og lýkur með dauða barnsins, venjulega á aldrinum 6—18 mánaða. Fæstir sjúklinganna ná 2 ára aldri. Talið er að þess- ir sjúkdómar erfist autosomal víkjandi. UMRÆÐA Gallaðir erfðaeiginleikar (gen) valda flestum meðfæddum efnaskiptasjúkdómum. Myndast þá ekki ákveðinn hvati (enzym) i frumum líkamans, en það hefur í för með sér minnkun á þeim efnaskiptum, sem stjórnast af viðkomandi hvata, Hvataskort- urinn er lítill hjá eðlilegum einstaklingum, sem eru arfberar (hafa heterozygot gen) og efnaskiptin nægja þá frumum líkamans. Hvataskorturinn er hinsvegar mikill eða al- ger hjá sjúkum einstaklingum (hafa homo- zygot gen), þannig að skortseinkenni koma fram. Afleiðingin getur orðið tviþætt, ann- ars vegar að skortur verði á nauðsynlegum efnum t.d. skjaldkirtilshormoni í sjúkdómn- um cretinismus, hins vegar upphleðsla i frumum á því efni sem hvatinn brýtur niður, t.d. mucopolisaccaridum í mueopolisaccarid- osum. Stundum koma fram sjúkdómsein- kenni v. hvort tveggja, eins og í sjúkdómn- um fenylketonuria. Á síðustu árum hafa skapast möguleikar á þvi að greina flesta þá efnaskiptasjúkdóma þar sem efnaskiptabrenglunin er þekkt. Skipuleg leit að slíkum sjúkdómum er hins vegar kostnaðarsöm. Þvi verður að meta hvern sjúkdóm sérstaklega áður en lagt er út í slíka leit. Skilyrði fyrir því að leitin borgi sig, þjóð- félagslega séð, eru þau, að sjúkdómurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.