Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 66
64 má nefna skyndilegar blóðþrýstingshækk- anir (hypertensivar krisur), truflanir frá miðtaugakerfi, svo sem ofskynjanir, per- sónuleikabreytingar, delerium tremens, krampa og dá. Orsakir eru í mörgum tilfell- um taldar vera súrefnisskortur og/eða trufl- un á söltum og blóðmagni. SJÚKRASÖGUR Sjúkrasaga 1: 27 ára karlmaður lenti í hús- bruna og er við komu meðvitundarlítill, talinn vera brunninn að 35% af yfirborði, aðallega Þó á efri hluta líkamans og andliti. 1 byrjun fær sjúklingur vökvameðferð á legudeild. Eftir 2 sólarhringa versnar sjúklingi, öndun er veikluð, púls vart finnanlegur og sjáöldur misstór. Eftir barkaþræðingu er sogað mikið slím og sót frá barka og berkjum. Sjúklingur er hafður áfram með barkaslöngu en þarfnast ekki öndunarvéi- ar. Næstu 2 sólarhringana er ástand batnandi, en síðan fær sjúklingur oliguri. Á tíunda degi eftir innlögn á gjörgæzludeild er sjúklingur með nýrnabilun og öndunarbilun, og settur í öndunarvél, en án árangurs. Dánarorsök samkvæmt krufningu: Embolia pulm. Sjúkrasaga 2: 26 ára karlmaður, lagður á gjörgæzludeiid 2 sólarhringum eftir slys á hafi úti. Hann hafði brennst á heitri gufu, áætlað 90% af yfirborði. Við komu með meðvitund, mjög þurr. Hann fær vökvameðferð. Röntgen- mynd af lungum tveimur dögum eftir komu sýnir lungnabjúg þrátt fyrir lágan bláæða- þrýsting (CVÞ). Hann svarar meðferð vel. Á sjöunda degi aftur lungnabjúgur og þá settur í öndunarvél. Á áttunda degi þverrandi þvagút- skilnaður þrátt fyrir meðferð og blóðræktanir verða jákvæðar. Á tíunda degi mors. Dánarorsök samkvæmt krufningu: Broncho- pneumoni. Sjúkrasaga 3: 66 ára karlmaður, öryrki vegna helftarlömunar, innlagður á gjörgæzlu- deild með 35% brunaáverka eftir að kviknað hafði i rúmfötum. Bruninn var staðsettur á handleggjum, hálsi, andliti og brjóstvegg ofan- verðum. Sjúklingur fær i byrjun vökvameð- ferð, þ.e.a.s. blóð, plasma, salt- og sykurlausnir. Sjúklingur hefur til að byrja með góðan Þvag- útskilnað, en tveim dögum siðar fer hann þverrandi og sjúklingurinn fær hraða öndun, pC02 18. Á þriðja degi er sjúklingurinn settur í öndunarvél vegna lélegra blóðgasgilda og röntgenmynd af lungum sýnir lungnabjúg. Dánarorsök: Nýrnabilun (skemmdir í þekju- frumum tubuli). NIÐURSTAÐA Á síðasta áratug hafa menn i sívaxandi mæli gert sér ljóst mikilvægi þess að bruna- áverkar séu teknir til meðferðar á sem fæstum sjúkrahúsum. Þanníg hafa verið stofnaðar sérhæfðai deildir eða sjúkrahús, sem taka á móti sjúk- lingum með brunaáverka frá stórum lands- svæðum, nefna má Norðurlönd og Banda- ríkin.7 Með aukinni sérhæfingu hefur árang- ur af meðferð farið stöðugt batnandi. Hér á landi hefur Landspítalinn gegnt iþessu hlut- verki. Rétt þykir að leggja á gjörgæzludeild þá sjúklinga, fullorðna, ,sem hafa yfir 20% af yfirborði brennt og börn með brennt yfir- borð 5—10% eða meira, einnig III. stigs bruna, sem ná yfir meira en 10% af líkams- yfirborði, svo og bruna í andliti. Meðferðin krefst náins samstarfs sérfræð- inga í mörgum greinum læknisfræðinnar og sérþjálfaðrar hjúkrunar. Algengustu og hættulegustu fylgikvillar eru: lost, sýkingar, öndunarbilun og nýrna- bilun. Full ástæða er til að fylgjast vel með hinni öru þróun á meðferð brunasjúklinga í heiminum í dag. SUMMARY A review of 38 patients with thermal injuries admitted to the I.C.U., Landspítalinn, Reykja- vik, during the period 1975—1979, distribution according to age and sex, cause and size of in- jury. The main factors in pathophysiology, treatment and complications are discussed. The mortality rate wais 9.7%, 4 patients out of 41 admissions. HEIMILDIR 1. Björnsson, Árni og Thorgrimsson, Sigurður, grein í handriti. Brunasjúklinga á Land- spítalanum á árunum 1964—1974. Fyrri grein. 2. Dewies, D.M., Pusey, C.D., Rainford, D.J., Brown, J.M., and Bennett, J.P. Acute renal failure in burns. Scandinavian Joumal of Plastic Reconstructive Surgery 13:189-192, 1979. 3. Hedley, John M.D. et al.: Applied physio- logy of respiratory Care. Kafli 16. 4. Liljedahl, S.O., Larnke, L.O., Jonsson, C.E., Nordström, H. and Nylén B.: Warm dry air treatment of 345 patients with burns exceeding 20% of the body surface. Scandi- navian Journal of Piastic Reconstructive Surgery. 13:205-210, 1979. 5. Mongrief, John A. M.D.: Medical Progress, New England Journal of Medicine. March 1, 1973, 444-454. 6. Stanislaw, Szyfelbein: 1979 Annual refres- her course lecture. American Society of Anaesthesiologists. 7. Stem, Myles and Waisbren, Burton A.: Comparison of methods of predicting burn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.