Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 22
20 NUMBEROF Dl ALYSE S V E A R FIG 3. — Chronic hemodialysis in Iceland 15.08.1968—15.08.1980. Number of dialyses each year. NUMBER OF PATIENTS 11' 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Y EAR FIG if. — Chronic hemodialysis in Iceland 15.08.1968—15.08.1980. Number of patients each year. langt leidda sjúklinga með varanlega ónýt nýru, sem dóu eftir fáeinar síanir. ,Á.rlegur f jöldi króniskra blóðsíana er sýnd- ur á mynd 1. Þótt nokkrar sveiflur séu i síanafjölda frá ári til árs, er greinilegast að fjöldi síana hefur ríflega þrefaldast síðustu ár tímabilsins. Samtals hefur krónisk blóð- síun veitt sjúklingum 49 lífár fyrstu 12 árin. Mynd 2 sýnir árlegan fjölda sjúklinga i blóðs'íun. Er þar um að ræða sjúklinga frá fyrra ári og þá, sem byrja í blóðsíun á árinu. Auk þess eru sérmerktir þeir sjúklingar sem aftur lenda í blóðsíun eftir að ígrætt nýra eyðileggst. Má ráða af myndinni, að fremur séu það afdrif þeirra sjúklinga, sem byrjaðir eru i síun (dauði, ígræðsla), sem veldur sveiflum í fjölda, en fjöldi nýrra sjúklinga, sem virðist fremur stöðugur (tæpir 3 á ári að meðaltali). Upplýsingar i töflu III eru um 12 ára tímabilið allt, en auk þess er þvi skipt í 3 fjögurra ára tímabil til samanburðar. Heild- arsjúklingafjöldi hefur aukist með hverju fjögurra ára tímabili og er í hlutföllunum 1:2:3. Blóðsíunum hefur ekki fjölgað alveg að sama skapi, enda hefur blóðsíunarmánuð- um á sjúkling heldur fækkað frá fyrsta til síðasta tímabils. Lengsti blóðsíunartími eins sjúklings fram til 12.8. ’80 var 4 ár og 7 mán- uðir. Fjöldi nýrra sjúklinga er álíka mikill seinni tímabilin tvö en er þá helmingi meiri en á fyrsta tímabilinu. Á því fer fyrst að bera á siðasta tímabilinu, að sjúklingar lendi aftur í blóðsiun eftir að ígrætt nýra eyði- leggst. Einn sjúklingur hefur jafnvel lent i blóðsíun i þriðja sinn. Tveimur konum batn- aði svo, að unnt var að hætta blóðsíun. Hafði önnur verið í síun í 5 en hin i 4 mánuði. Karlar, sem höfnuðu í blóðsíun voru held- ur fleiri en konurnar, en sá munur er ekki marktækur. Meðalaldur alls sjúklingahópsins við upp- haf blóðsíunar er 42 ár. Yngsti sjúklingurinn var 15 ára, en tveir stóðu á sjötugu við upp- haf síunar. Lítill munur er á meðalaldri milli tímabila, en þó er hann sýnu hæstur á hinu síðasta, sem bendir til að nýir sjúklingar komi nú frekar úr röðum eldra fólks. Ekki er marktækur munur á meðalaldri eftir kynjum, þó konur séu ivið yngri. Á töflu IV má sjá þá sjúkdóma, sem leitt hafa til nýrnabilunar sjúklinga þeirra, sem hafa hafnað í króniskri blóðsíun. Glomerulonephr- itis er þar algengastur. Sé aftur horfið að töflu III sést, að 12 sjúk- lingar hafa dáið í króniskri blóðsíun, en það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.