Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 22
20 NUMBEROF Dl ALYSE S V E A R FIG 3. — Chronic hemodialysis in Iceland 15.08.1968—15.08.1980. Number of dialyses each year. NUMBER OF PATIENTS 11' 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Y EAR FIG if. — Chronic hemodialysis in Iceland 15.08.1968—15.08.1980. Number of patients each year. langt leidda sjúklinga með varanlega ónýt nýru, sem dóu eftir fáeinar síanir. ,Á.rlegur f jöldi króniskra blóðsíana er sýnd- ur á mynd 1. Þótt nokkrar sveiflur séu i síanafjölda frá ári til árs, er greinilegast að fjöldi síana hefur ríflega þrefaldast síðustu ár tímabilsins. Samtals hefur krónisk blóð- síun veitt sjúklingum 49 lífár fyrstu 12 árin. Mynd 2 sýnir árlegan fjölda sjúklinga i blóðs'íun. Er þar um að ræða sjúklinga frá fyrra ári og þá, sem byrja í blóðsíun á árinu. Auk þess eru sérmerktir þeir sjúklingar sem aftur lenda í blóðsíun eftir að ígrætt nýra eyðileggst. Má ráða af myndinni, að fremur séu það afdrif þeirra sjúklinga, sem byrjaðir eru i síun (dauði, ígræðsla), sem veldur sveiflum í fjölda, en fjöldi nýrra sjúklinga, sem virðist fremur stöðugur (tæpir 3 á ári að meðaltali). Upplýsingar i töflu III eru um 12 ára tímabilið allt, en auk þess er þvi skipt í 3 fjögurra ára tímabil til samanburðar. Heild- arsjúklingafjöldi hefur aukist með hverju fjögurra ára tímabili og er í hlutföllunum 1:2:3. Blóðsíunum hefur ekki fjölgað alveg að sama skapi, enda hefur blóðsíunarmánuð- um á sjúkling heldur fækkað frá fyrsta til síðasta tímabils. Lengsti blóðsíunartími eins sjúklings fram til 12.8. ’80 var 4 ár og 7 mán- uðir. Fjöldi nýrra sjúklinga er álíka mikill seinni tímabilin tvö en er þá helmingi meiri en á fyrsta tímabilinu. Á því fer fyrst að bera á siðasta tímabilinu, að sjúklingar lendi aftur í blóðsiun eftir að ígrætt nýra eyði- leggst. Einn sjúklingur hefur jafnvel lent i blóðsíun i þriðja sinn. Tveimur konum batn- aði svo, að unnt var að hætta blóðsíun. Hafði önnur verið í síun í 5 en hin i 4 mánuði. Karlar, sem höfnuðu í blóðsíun voru held- ur fleiri en konurnar, en sá munur er ekki marktækur. Meðalaldur alls sjúklingahópsins við upp- haf blóðsíunar er 42 ár. Yngsti sjúklingurinn var 15 ára, en tveir stóðu á sjötugu við upp- haf síunar. Lítill munur er á meðalaldri milli tímabila, en þó er hann sýnu hæstur á hinu síðasta, sem bendir til að nýir sjúklingar komi nú frekar úr röðum eldra fólks. Ekki er marktækur munur á meðalaldri eftir kynjum, þó konur séu ivið yngri. Á töflu IV má sjá þá sjúkdóma, sem leitt hafa til nýrnabilunar sjúklinga þeirra, sem hafa hafnað í króniskri blóðsíun. Glomerulonephr- itis er þar algengastur. Sé aftur horfið að töflu III sést, að 12 sjúk- lingar hafa dáið í króniskri blóðsíun, en það

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.