Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 31
29 spurningalistunum eða mat heimilislæknis. Fullkomnar upplýsingar voru þannig til um 92 sjúklinga, 43 karla og 49 konur. Meðal- aldur þessa hóps var 38,6 ± 14,4 ár. Þeir 18, sem upplýsingar vantaði frá, voru 8 karlar, en 10 konur, meðalaldur var 39,6 ± 15,2 ár. í rannsókninni er mat geðlæknis eftir þeim matsstiga, sem áður er lýst, notað sem und- irstöðugreining, þannig að þeir sem voru metnir alveg heilbrigðir eða talið var að eitt- hvað væri að, en þörfnuðust ekki læknis- meðferðar, eru flokkaðir sem heilbrigðir, en hinir, sem talið er að þarfnist læknishjálpar, eru flokkaðir sem veikir. Af þeim, sem full- komnar upplýsingar eru til um, voru 58 flokkaðir sem heilbrigðir, en 34 sem veikir. Af hinum 18, sem einhverjar upplýsingar vantar um, voru 10 flokkaðir sem heilbrigð- ir, en 8 sem veikir. Mat geðlæknisins byggist að sjálfsögðu á þeim upplýsingum, er hann fékk í geðskoð- unarviðtalinu. Til eru kerfisbundnar aðferðir til að nota þær upplýsingar til þess að gera sjúkdómsgreiningu hjá sjúklingum, sem eru nokkuð mikið veikir. Hins vegar hefur reynst erfiðara að búa til reglur, sem greina á milli heilbrigðra og vægt veikra. Wing og félagar hans hafa unnið að gerð slíkra reglna (Index of Definition),5 en þær eru töluvert flóknar og hafa ekki verið birtar í fullri gerð. Þá hefur einnig verið notaður sá einfaldi háttur að telja saman öll stig sjúk- lings í viðtalinu, þannig að fyrir væg ein- kenni er gefið 1 stig, en fyrir mjög ákveðin einkenni 2 stig og miða síðan við ákveðið markgildi, yfirleitt þannig að 10 stig eða færri þýði heilbrigði, en 11 stig eða fleiri, veikindi. Þessi aðferð er þó ekki talin nægi- lega nákvæm og betri árangur fæst með hin- TABLE I. Tlie effects of using different thres- liold scores of tlie present state examination (total PSE scoreJ in tlie screening 'of 92 general practice patients in Reykjavík. Threshold score Specificity % Sensitivity % Overall misclassi- fication rate % 7/8 81.0 88.2 16.3 8/9 84.5 88.2 14.1 9/10 87.9 85.3 13.0 10/11 96.6 85.3 7.6 11/12 96.6 82.4 8.6 12/13 98.3 73.5 10.9 13/14 100.0 67.6 12.0 um fyrrnefndu flóknari reglum. Hins vegar er þessi síðari aðferð mjög einföld og fljót- leg. Hún var því notuð við úrvinnslu upplýs- inga geðskoðunarviðtalsins í þessari rann- sókn. í töflu I er sýnt hver sértækni, fund- vísi og misgreiningartíðni verður þegar not- uð eru mismunandi markgildi þessarar að- ferðar við mat á geðskoðunarviðtalinu. Mis- greiningartíðnin er lægst, eða 7,6%, þegar markgildið er á milli 10 og 11 og bæði sér- tækni og fundvisi eru há við það markgildi. Misgreiningartíðni þessarar aðferðar er lægri heldur en misgreiningartíðni spurn- ingalistanna, sem síðar mun koma fram, en auðvitað eru þessar niðurstöður ekki sam- bærilegar við þær, þar sem hér er um að ræða upplýsingar, sem geðlæknismatið var byggt á og því í nánum tengslum og sam- bandi við það. Geðlæknismatið var hins vegar algerlega óháð því hvernig spumingalistunum var svarað eða hvernig mat heimilislæknisins var, eins og áður er greint frá. í töflu II koma fram niðurstöður, sem fengust við að beita mismunandi markgild- um C.M.I. Oftast hefur verið talið best að láta markgildið liggja á milli 9 og 10, þann- ig að 10 eða fleiri jákvæð svör við spurn- ingalistunum bendi til sjúkdóms. 1 töflu II er misgreiningartíðnin þó lægst við markgildið 7/8 og bæði sértækni og fundvísi eru um 80%. Sé markgildið 9/10 notað er fundvísin hins vegar aðeins um 62%, sem er varla við- unandi. 1 töflu III eru sýndar niðurstöður þess að nota mismunandi markgildi G.H.Q. I erlend- um rannsóknum hefur yfirleitt verið notað TABLE II. The effects of nsing different thres- hold scores of the psycliiatric section. (M-R section) of tlie Cornell Medical Index Healtli Questionnaire in the screening of 92 general practice patients in Reykjavík. Threshold Specificity Sensitivity Overall misclassi- fication score % % rate % 5/6 65.5 82.4 28.3 6/7 72.4 82.4 23.9 7/8 82.8 79.4 18.5 8/9 86.2 70.6 19.6 9/10 86.2 61.8 22.8 10/11 87.9 50.0 26.1 11/12 87.9 32.4 32.6 12/13 91.4 26.5 32.6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.