Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 25
23
áætlanir annarra þjóða og eigin frammi-
stöðu i huga má komast að grófri niður-
stöðu. Fjöldi sjúklinga, sem þarfnast blóð-
síunar, ákvarðast einkum af eftirtöldum
atriðum:
1. Nýgengi nýrnabilunar á lokastigi.
2. Dánartíðni sjúklinga í blóðsíun.
3. Tíðni nýrnaígræðslna og afdrifum
þeirra.
Um þessi atriði verður nú nokkuð fjallað,
en jafnframt gefst tækifæri til að bera ár-
angur hér saman við árangur annarra.
Erlendis hafa verið gerðar áætlanir um ár-
legan fjölda nýrra sjúklinga, sem komast á
lokastig nýrnabilunar. Ekki skal dómur
lagður á gildi slíkra áætlana, en þær geta
verið furðu misjafnar eftir þjóðlöndum.
Danir3 áætla fjölda slíkra sjúklinga 80 af
milljón íbúa á ári, ef allir eru reiknaðir með.
Séu þeir einir taldir, sem eru innan við sex-
tugt og skynsamlegt væri að taka í blóðsíun,
er fjöldinn 40 af milljón árlega.
Þetta mun nær samhljóða breskri áætlun.7
1 Þrændalögum í Noregi9 var í kringum
1970 talið, að blóðsíun væri gagnleg 35 nýj-
um sjúklingum yngri en 60 ára miðað við ár
og milljón íbúa. Síðan hafa menn í Þránd-
heimi stundað blóðsíun á æ fleiri sjúkling-
um sextugum og eldri. Árið 1978 er heildar-
þörf blóðsíunar talin 53 nýir á milljón ár-
lega, þar af 22 eldri en 60 ára.
í bæklingi um nýrnaígræðslur á Norður-
löndum0 er raunhæf þörf blóðsíunar eða í-
græðslu talin 30—40 nýir sjúklingar/millj-
ón/ár, en það svarar til 600—800 nýrra sjúk-
linga árlega á öllum Norðurlöndum.
Loks má geta greinar um meðferð nýrna-
bilunar í Gautaborg, sem hefur ca. 430.000
íbúa.1 Sá fjöldi sjúklinga, sem árlega er tek-
inn í meðferð, svarar til 24—25/milljón. Á
12 árum hefur þar raunar aldrei verið tekinn
I meðferð eldri sjúklingur en 66 ára.
Af íslenskum heilbrigðisskýrslum verður
ekkert ráðið um dauðsföll vegna þvageitrun-
ar. Uppgefnar dánarorsakir, sem höfða til
nýrna, fela fæstar í sér upplýsingar um
starfhæfni nýrna á dauðastund. Mat á tíðni
dauðsfalla af völdum nýrnabilana væri sein-
legt starf byggt á rannsókn fjölda sjúkála
og yrði samt naumast tæmandi,
Þrátt fyrir þennan upplýsingaskort bendir
ýmislegt til, að fáir þvageitrunarsjúklingar
verði af viðeigandi meðferð. Fullyrða má, að
öllum læknum landsins sé kunnugt um blóð-
síunaraðstöðuna á Landspitalanum. Einnig
má ætla, að nýrnaveikum berist fljótt vitn-
eskja um blóðsíunarmöguleikann frá vinum
og vandamönnum, ef ekki frá læknum. Helst
væri því, að gamalt fólk og örvasa dæi hér
úr nýrnabilun án þess leitað væri eftir slíkri
meðferð. Þá má undirstrika, að engum hefur
verið neitað um blóðsíun vegna aðstöðuleys-
is og aldur einn sér er ekki talin gild ástæða
til að horfið sé frá blóðsíun.
Meðalaldur sjúklinga við upphaf blóðsíun-
ar er svipaður hér og í öðrum löndum Evr-
ópu.2 Þeir sjúklingar, sem hafin var á síun
hér 1976—1980 voru að meðaltali 46,1 árs,
en sjúklingar, sem fóru i blóðsíun í Evrópu
1979, voru 46,5 ára að meðaltali. Hvað Norð-
urlönd snertir, sker Noregur sig nokkuð úr
með meðalaldur 53,1 ár við upphaf síunar.
Meðalaldur hefur víðast farið hækkandi síð-
ustu árin og er svo einnig hér.
Að framansögðu íhuguðu, tel ég nærri lagi
að áætla að 5 nýjum sjúklingum henti hér
blóðsíun á ári, en það svarar til ca. 25/millj-
ón íbúa.
Sé áætlun þessi nærri réttu lagi bendir það
til, að endanleg nýrnabilun sé hér heldur fá-
tíðari en í nágrannalöndunum. Er munurinn
verulegur, ef borið er saman við Danmörku
og nýjustu áætlanir fyrir Þrændalög. Hins
vegar þyrfti aðeins 6. sjúklinginn árlega til
að ná neðri mörkum áætlaðs fjölda á Norð-
urlöndum öllum. Sé endanleg nýrnabilun hér
fátíðari en í nágrannalöndum má velta fyrir
sér orsökum þess munar. Samkvæmt Evr-
ópuskráningu2 1979 skiptast orsakir bilunar á
Norðurlöndum samkvæmt töflu VII. Undir
TABLE VII. Primary renal disease. Per cent of
Scandinavian patients accepted for treatment
in 1979 (and 1971,).»
PRD Per cent
Chron. renal failure, etiol. uncertain 3.4 ( 1.0)
Glomerulonephritis 30.5(36.6)
Pyelonephritis/interstitial nephritis 16.2(19.0)
Drug nephropat.hy 3.4 ( 6.9)
Cystic kidney disease 11.6(12.3)
Heredo-familial 1.5( 3.1)
Renal vascular disease 6.1 ( 4.1)
Multi-system disease 24.2(11.7)
Other 2.9( 4.8)