Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 20
18 Norðurlöndum til ónæmissefjunar, en gefst vel víða annars staðar. Aðdragandi og uppliaf blóösíunar á ís- landi: Vorið 1968 voru tveir sjúklingar — karl og kona — sendir frá Landspítalanum til Hammersmith Hospital í London til rann- sókna og meðferðar við svæsinni nýrnabilun. Hefja varð blóðsíun á báðum þessum sjúklingum meðan þeir voru ytra. Horfði nú illa með heimsendingu þeirra, þar sem ekk- ert var hér gervinýra. Um tíma var leitað hófanna um blóðsiun fyrir þá í Lundi i Sví- þjóð. Frá þeirri hugmynd var þó horfið, en tekið boði um að 'hingað yrði lánuð blóðsíun- arvél frá AB Gambro i Lundi. Með vélinni kom hjúkrunarfræðingur og tæknimaður auk Þórs Halldórssonar læknis, sem þá var við framhaldsnám I nýrnasjúkdómum i Lundi. Skyldi hópur þessi hefja og kenna blóðsíun á Islandi. Fyrsta blóðsíunin fór fram á lyflæknis- deild Landspitalans 15. ágúst 1968 og var sjúklingurinn ofannefnd stúlka. Er hún enn á lífi, en í hana var grætt nýra úr bróður hennar árið 1970. Þegar liðið frá Lundi hafði lokið hér hlutverki sínu hvarf það aftur ut- an, en við tók alíslenskt starfslið: hjúkrun- arfræðingur og sjúkraliði auk greinarhöf- undar, sem um þær mundir kom heim frá sérnámi. BLÓÐSÍUN. AÖbúnaÖur og aöferöir: HúsnæÖi. Því nær frá upphafi hefur blóð- siunarstarfsemin verið til húsa á sama stað á 4. hæð Landspítalans. Um er að ræða eitt herbergi fyrir blóðsíunina sjálfa og lítið her- bergi (14,4 m2), sem notað er sem býtibúr, skol og birgðageymsla, en auk þess er geymslupláss annars staðar í spitalanum. Stærra herbergið var lengi vel ca. 30 m2 en var svo stækkað í 47 m2. 1 húsnæði þessu er unnt að framkvæma 4 blóðsíanir samtímis, en aðstöðu allri er mjög ábótavant. Húsnæði þetta hefur í 12 ár verið talið bráðabirgðahúsnæði. Nú hefur blóðsíun verið ætlað rými í núverandi húsnæði húðsjúk- dómadeildar. Við flutninginn mun aðstaðan batna að mun. StarfsliÖ: 1 upphafi störfuðu við blóðsíun hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og nýrnasér- fræðingur, sem ráðinn er á lyflækningadeild og sinnir nýrnasjúklingum um allan spítal- ^nn. Fljótlega kom svo til annar nýrnasér- fræðingur í hlutastarf (2 eyktir). Frá miðju ári 1979 hefur aðstoðarlæknir í hálfu starfi komið í stað hins síðastnefnda. Árið 1978 var bætt við sjúkraliða vegna vaxandi álags og hafa síðan oftast verið ýmist 2 hjúkrun- arfræðingar og 1 sjúkraliði eða 1 hjúkrunar- fræðingur og 2 sjúkraliðar við starfsemi þessa. Þá hafa allmargir hjúkrunarfræðing- ar hlotið þjálfun í meðferð gervinýra. Véla- kosti hefur að mestu verið sinnt af tækni- manni frá eðlisfræði- og tæknideild spítal- ans. Tœkjabúnaöur: Vél sú, sem AB Gambro lánaði hingað í upphafi, var síðar gefin okk- ur. Vorið 1969 var síðan keypt amerísk vél frá Travenol Inc. Er sú vél enn talsvert not- uð og hefur þann kost að auðveldlega má flytja hana milli staða. Hefur hún nokkrum sinnum verið notuð við bráðar blóðsíanir á Borgarspítalanum. Þær vélar, sem síðan hafa verið keyptar, hafa allar verið frá Gambro (tafla 1). Þá vél, sem heitir AK-2B TABLE I. Dialysis monitors used during first 12 years of hemodialysis at Landspítalinn. Type Arrived Present status Gambro AK-2! 1968 Retired Travenol RSP 1969 In use Gambro AK-3A 1972 Retired Gambro AK-2B1 1973 In reserve Gambro AK-5A 1977 In use Gambro AK-5A 1977 In use Gambro AK-10 1978 In use i Present. from Gambro AB og kom 1973, gaf fyrirtækið hingað i tilefni af Vestmannaeyjagosinu. Tveimur vélanna hefur endanlega verið lagt, enda voru þær slitnar og úreltar. Fimm vélar teljast not- hæfar í lok 12 ára tímabilsins. Önnur AK-10 er rétt ókomin og verða þá Travenolvélin og AK-3A hafðar sem varavélar. í því húsnæði, sem starfsemin enn býr við, er ekki unnt að nota fleiri en 4 vélar sam- tímis. Fyrir Travenolvélina og báðar AK-2 vél- arnar varð að blanda síunarlausnina í stór- um tönkum. Var það tafsamt. Allar hinar vélrnar blanda lausnina sjálfar úr „koncen- trati“. Vélarnar nota allar plötusíur, nema vélin frá Travenol sem notar spólusíur. Nú eru notaðar, Gambro Lundia Plate og spólu- síurnar Extrocorporeal EX-25. Siur og slöng- ur eru einnota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.