Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 20
18
Norðurlöndum til ónæmissefjunar, en gefst
vel víða annars staðar.
Aðdragandi og uppliaf blóösíunar á ís-
landi: Vorið 1968 voru tveir sjúklingar —
karl og kona — sendir frá Landspítalanum
til Hammersmith Hospital í London til rann-
sókna og meðferðar við svæsinni nýrnabilun.
Hefja varð blóðsíun á báðum þessum
sjúklingum meðan þeir voru ytra. Horfði nú
illa með heimsendingu þeirra, þar sem ekk-
ert var hér gervinýra. Um tíma var leitað
hófanna um blóðsiun fyrir þá í Lundi i Sví-
þjóð. Frá þeirri hugmynd var þó horfið, en
tekið boði um að 'hingað yrði lánuð blóðsíun-
arvél frá AB Gambro i Lundi. Með vélinni
kom hjúkrunarfræðingur og tæknimaður auk
Þórs Halldórssonar læknis, sem þá var við
framhaldsnám I nýrnasjúkdómum i Lundi.
Skyldi hópur þessi hefja og kenna blóðsíun
á Islandi.
Fyrsta blóðsíunin fór fram á lyflæknis-
deild Landspitalans 15. ágúst 1968 og var
sjúklingurinn ofannefnd stúlka. Er hún enn
á lífi, en í hana var grætt nýra úr bróður
hennar árið 1970. Þegar liðið frá Lundi hafði
lokið hér hlutverki sínu hvarf það aftur ut-
an, en við tók alíslenskt starfslið: hjúkrun-
arfræðingur og sjúkraliði auk greinarhöf-
undar, sem um þær mundir kom heim frá
sérnámi.
BLÓÐSÍUN. AÖbúnaÖur og aöferöir:
HúsnæÖi. Því nær frá upphafi hefur blóð-
siunarstarfsemin verið til húsa á sama stað
á 4. hæð Landspítalans. Um er að ræða eitt
herbergi fyrir blóðsíunina sjálfa og lítið her-
bergi (14,4 m2), sem notað er sem býtibúr,
skol og birgðageymsla, en auk þess er
geymslupláss annars staðar í spitalanum.
Stærra herbergið var lengi vel ca. 30 m2 en
var svo stækkað í 47 m2. 1 húsnæði þessu er
unnt að framkvæma 4 blóðsíanir samtímis,
en aðstöðu allri er mjög ábótavant.
Húsnæði þetta hefur í 12 ár verið talið
bráðabirgðahúsnæði. Nú hefur blóðsíun verið
ætlað rými í núverandi húsnæði húðsjúk-
dómadeildar. Við flutninginn mun aðstaðan
batna að mun.
StarfsliÖ: 1 upphafi störfuðu við blóðsíun
hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og nýrnasér-
fræðingur, sem ráðinn er á lyflækningadeild
og sinnir nýrnasjúklingum um allan spítal-
^nn. Fljótlega kom svo til annar nýrnasér-
fræðingur í hlutastarf (2 eyktir). Frá miðju
ári 1979 hefur aðstoðarlæknir í hálfu starfi
komið í stað hins síðastnefnda. Árið 1978
var bætt við sjúkraliða vegna vaxandi álags
og hafa síðan oftast verið ýmist 2 hjúkrun-
arfræðingar og 1 sjúkraliði eða 1 hjúkrunar-
fræðingur og 2 sjúkraliðar við starfsemi
þessa. Þá hafa allmargir hjúkrunarfræðing-
ar hlotið þjálfun í meðferð gervinýra. Véla-
kosti hefur að mestu verið sinnt af tækni-
manni frá eðlisfræði- og tæknideild spítal-
ans.
Tœkjabúnaöur: Vél sú, sem AB Gambro
lánaði hingað í upphafi, var síðar gefin okk-
ur. Vorið 1969 var síðan keypt amerísk vél
frá Travenol Inc. Er sú vél enn talsvert not-
uð og hefur þann kost að auðveldlega má
flytja hana milli staða. Hefur hún nokkrum
sinnum verið notuð við bráðar blóðsíanir á
Borgarspítalanum. Þær vélar, sem síðan
hafa verið keyptar, hafa allar verið frá
Gambro (tafla 1). Þá vél, sem heitir AK-2B
TABLE I. Dialysis monitors used during first
12 years of hemodialysis at Landspítalinn.
Type Arrived Present status
Gambro AK-2! 1968 Retired
Travenol RSP 1969 In use
Gambro AK-3A 1972 Retired
Gambro AK-2B1 1973 In reserve
Gambro AK-5A 1977 In use
Gambro AK-5A 1977 In use
Gambro AK-10 1978 In use
i Present. from Gambro AB
og kom 1973, gaf fyrirtækið hingað i tilefni
af Vestmannaeyjagosinu. Tveimur vélanna
hefur endanlega verið lagt, enda voru þær
slitnar og úreltar. Fimm vélar teljast not-
hæfar í lok 12 ára tímabilsins. Önnur AK-10
er rétt ókomin og verða þá Travenolvélin og
AK-3A hafðar sem varavélar.
í því húsnæði, sem starfsemin enn býr við,
er ekki unnt að nota fleiri en 4 vélar sam-
tímis.
Fyrir Travenolvélina og báðar AK-2 vél-
arnar varð að blanda síunarlausnina í stór-
um tönkum. Var það tafsamt. Allar hinar
vélrnar blanda lausnina sjálfar úr „koncen-
trati“. Vélarnar nota allar plötusíur, nema
vélin frá Travenol sem notar spólusíur. Nú
eru notaðar, Gambro Lundia Plate og spólu-
síurnar Extrocorporeal EX-25. Siur og slöng-
ur eru einnota.