Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 71
69 Danmörku,0 auk þess sem til eru rannsóknir frá Englandi og Ástralíu.8 2 3 Aðrir hafa komist að sömu niðurstöðu og við, að karlmenn brenni sig oftar en kven- fólk3 7 og höfum við fengið fram mjög svip- að hlutfall milli karla og kvenna og aðrir. Er þetta ekki óeðlilegt, þegar litið er á or- sakir fyrir brunaáverkum fullorðinna, sem verða oftast á vinnustöðum og við þau störf og aðstæður, þar sem karlmenn koma frekar við sögu en kvenfólk. Undarlegra er af hverju drengir brenna sig mun oftar en stúlkur og á þetta líka við um yngstu ald- Mynd 6. urshópana og hafa aðrir komist að raun um það sama.4 2 8 Ekki er hægt að sjá neina sérstaka skýringu á þessu, en þetta virðist benda til þess að drengir séu fyrirferðar- meiri en stúlkur og líklegri til uppátækja allt frá fyrstu tíð. Börn brenndu sig í langflestum tilvikum heima og á annatimum, sérstaklega þegar matarundirbúningur var i fullum gangi. Langflest börn brenndu sig seinni part dags. Þetta er sá timi sem yngstu börnin, sem eru fjölmennust í þessum hóp, eru orðin þreytt og svöng. Fólk er þá oft nýkomið heim úr vinnu og börnunum sinnt minna en ella. Þetta virðist oft leiða til brunaslysa. Full- orðnir brenna sig oftar í vinnunni en heima og það eru yngri aldurshópar fullorðinna, sem oftast lenda í brunaslysum. Þetta er unga virka fólkið, sem er oftast á vinnu- markaði og i hættulegri störfum. Heitir vökvar eru lang algengasta orsök brunaslysa hjá börnum og einnig algengasta orsök hjá fullorðnum. Samkvæmt erlendum könnunum þá virðast íslensk börn oftar brenna sig á heitum vökvum, en þó er mun- urinn ekki mikill. Áberandi fæst börn brenndu sig í september, sem er óskýrt, en svo undarlega vill til að aðrir hafa rekið sig á hið sama.8 Samanborið við ástralska rann- sókn, brenna fullorðnir íslendingar sig oftar á heitum vökvum og gasi, en rafmagnsbrun- ar eru færri hér.3 Fjöldi innlagðra sjúklinga með útbreidda bruna hér er svipaður og tíðk- ast í nágrannalöndunum. Meðal legudagafjöldi 'hjá börnum var 20,7 dagar og 22,9 dagar hjá fullorðnum. 1 ástr- ölsku uppgjöri var meðal legudagafjöldi full- orðinna 22,9 dagar eða nákvæmlega það sama og hér.3 1 enskri könnun,8 sem náði eingöngu til barna, þá var legudagafjöldi 28 dagar, sem er talsvert lengri en ihér. Ástæð- an getur verið sú að hérlendis væru börn frekar lögð inn með tiltölulega litla bruna og líklegt er að legudagafjöldi hjá börnum a.m.k. hafi styttst verulega nú á síðustu ár- um vegna breyttrar meðferðar. Reynt var í þessari rannsókn að gera sér grein fyrir meðvirkandi ástæðum. Kom í ljós að 14 af 114 fullorðnum voru undir á- hrifum áfengis (12,3%), sem virðist hærra en aðrir minnast á. Reykingar áttu beinan þátt í bruna 4ra fullorðinna (3,5%). Ekki reyndist hægt að sjá út neinar öruggar með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.