Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 71
69
Danmörku,0 auk þess sem til eru rannsóknir
frá Englandi og Ástralíu.8 2 3
Aðrir hafa komist að sömu niðurstöðu og
við, að karlmenn brenni sig oftar en kven-
fólk3 7 og höfum við fengið fram mjög svip-
að hlutfall milli karla og kvenna og aðrir.
Er þetta ekki óeðlilegt, þegar litið er á or-
sakir fyrir brunaáverkum fullorðinna, sem
verða oftast á vinnustöðum og við þau störf
og aðstæður, þar sem karlmenn koma frekar
við sögu en kvenfólk. Undarlegra er af
hverju drengir brenna sig mun oftar en
stúlkur og á þetta líka við um yngstu ald-
Mynd 6.
urshópana og hafa aðrir komist að raun um
það sama.4 2 8 Ekki er hægt að sjá neina
sérstaka skýringu á þessu, en þetta virðist
benda til þess að drengir séu fyrirferðar-
meiri en stúlkur og líklegri til uppátækja
allt frá fyrstu tíð.
Börn brenndu sig í langflestum tilvikum
heima og á annatimum, sérstaklega þegar
matarundirbúningur var i fullum gangi.
Langflest börn brenndu sig seinni part dags.
Þetta er sá timi sem yngstu börnin, sem eru
fjölmennust í þessum hóp, eru orðin þreytt
og svöng. Fólk er þá oft nýkomið heim úr
vinnu og börnunum sinnt minna en ella.
Þetta virðist oft leiða til brunaslysa. Full-
orðnir brenna sig oftar í vinnunni en heima
og það eru yngri aldurshópar fullorðinna,
sem oftast lenda í brunaslysum. Þetta er
unga virka fólkið, sem er oftast á vinnu-
markaði og i hættulegri störfum.
Heitir vökvar eru lang algengasta orsök
brunaslysa hjá börnum og einnig algengasta
orsök hjá fullorðnum. Samkvæmt erlendum
könnunum þá virðast íslensk börn oftar
brenna sig á heitum vökvum, en þó er mun-
urinn ekki mikill. Áberandi fæst börn
brenndu sig í september, sem er óskýrt, en
svo undarlega vill til að aðrir hafa rekið sig
á hið sama.8 Samanborið við ástralska rann-
sókn, brenna fullorðnir íslendingar sig oftar
á heitum vökvum og gasi, en rafmagnsbrun-
ar eru færri hér.3 Fjöldi innlagðra sjúklinga
með útbreidda bruna hér er svipaður og tíðk-
ast í nágrannalöndunum.
Meðal legudagafjöldi 'hjá börnum var 20,7
dagar og 22,9 dagar hjá fullorðnum. 1 ástr-
ölsku uppgjöri var meðal legudagafjöldi full-
orðinna 22,9 dagar eða nákvæmlega það
sama og hér.3 1 enskri könnun,8 sem náði
eingöngu til barna, þá var legudagafjöldi 28
dagar, sem er talsvert lengri en ihér. Ástæð-
an getur verið sú að hérlendis væru börn
frekar lögð inn með tiltölulega litla bruna
og líklegt er að legudagafjöldi hjá börnum
a.m.k. hafi styttst verulega nú á síðustu ár-
um vegna breyttrar meðferðar.
Reynt var í þessari rannsókn að gera sér
grein fyrir meðvirkandi ástæðum. Kom í
ljós að 14 af 114 fullorðnum voru undir á-
hrifum áfengis (12,3%), sem virðist hærra
en aðrir minnast á. Reykingar áttu beinan
þátt í bruna 4ra fullorðinna (3,5%). Ekki
reyndist hægt að sjá út neinar öruggar með-