Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 47
45 nám á æxlinu hjá. Þessi æxli, sem vaxa i lungnatoppnum og geta vaxið inn í taugar eða bein á þessu svæði (sup.pulm. sulcus) hafa lengi verið skurðlæknum erfið viður- eignar og árangur eftir brottnám lélegur. Batahorfur virðast aukast, ef geislað er fyrir aðgerð og gert víðtækt brottnám (extended resection) þ.e.a.s. auk æxlisins eru fjarlægð þau rif og þær taugar sem æxlið þrýstir á eða vex inn í.co 01 82 03 04 05 06 Einnig hefur verið reynd „radon seed implantation“ í sambandi við aðgerð.05 1 öllum skýrslum kemur skýrt fram, að batahorfur sjúklinga versna verulega þegar komin eru meinvörp í miðmætiseitla, hver sem vefjategund æxlisins er, en þó er ekki vonlaust um bata.20 07 08 09 70 71 72 Þýðing mið- mætisspeglunar fyrir aðgerð er mikil til að fá vefjagreiningu og varðandi það, hvort æxlið telst skurðtækt eða ekki. Sumir skurð- læknar telja aðgerð vonlausa, ef æxlið er vaxið í miðmætiseitla, en aðrir telja aðgerð því aðeins vonlausa ef um smáfrumukrabba- mein er að ræða eða æxlið er vaxið út i gegn- um eitilhýðið. f skýrslu Pearson73 voru 236 sjúklingar eða 27% með meinvörp í efri miðmætiseitl- um við speglun og voru því taldir óskurð- tækir. Sjötíu og níu af hundraði þessara sjúklinga voru dánir innan eins árs frá greiningu og aðeins 4 sjúklingar eða 2% lifðu 1 5 ár eða lengur. Pearson72 telur, að suma sjúklinga eigi þó að taka i aðgerð, enda þótt meinvörp haíi fundist við speglun. Skilyrðin eru: að aðeins séu komin meinvörp i eitla sömu megin og æxlið er og öruggt er talið, að unnt sé að ná öllum þeim eitlum við aðgerðina. Aðgerð er því ekki gerð ef eitill eða eitlar eru fast vaxnir við barka eða ósæð. Ef smáfrumu- krabbamein er komið í miðmætiseitla gera þeir heldur ekki aðgerð. Stundum geisla þeir þessa sjúklinga eftir aðgerð. Martini et al74 telja einnig, að það sé á- kveðinn hópur sjúklinga með meinvörp : miðmætiseitlum, sem hafi allgóðar batahorf- ur ef gerð er gagnger aðgerð og gefin geisla- meðferð á eftir. (Sjúklingar með smáfrumu- krabbamein eru þó ekki teknir í aðgerð ef eitlar eru með meinvörpum). Þess háttar að- gerð var gerð á 80 sjúklingum, sem flestir fengu geislameðferð á eftir. Einu ári eftir aðgerð voru 73% á lífi og þrem árum eftir aðgerð 49%. Ávallt skal kanna, hvort stækk- aðir eitlar finnast á hálsi, því þess eru dæmi, að meinvörp séu komin í hálseitla, en mið- mætisspeglun sé eðlileg. Það er staðreynd,74 að lítil æxli (3 cm eða minna) utarlega í lungum og eitlastækkanir ekki sjáanlegar á röntgenmyndum (Ti NO æxli) eru alltaf skurðtæk og i 95% tilfella er kleift að ná öllu æxlinu ásamt þeim miðmætiseitlum, sem meinvörp gætu verið komin í. Álíka margir þessara sjúklinga lifa í 3 ár eins og sjúklingar með stig I æxli án eitlameinvarpa. Miðmætisspeglun er því óþörf hjá þessum sjúklingum því að sjálfsagt er að gera gagngera aðgerð, hvort sem æxlið er komið i eitla eða ekki. Þegar smáfrumukrabbamein er undanskilið þá eru batahorfur svipaðar hjá þeim, hver sem vefjategundin er. f flest- um tilvikum hafa meinvörpin verið bundin við eitlana sjálfa, en stundum er unnt að f jarlægja þá, enda þótt æxlisvöxtur sé kom- inn út fyrir þá. Þeir sem hafa gagnrýnt þessa aðferð benda á að ókleift er við að- gerðina að ná til efra miðmætisins mótsettu megin, en það er einmitt þess vegna sem þeir gefa sjúklingum röntgengeisla á þetta svæði eftir aðgerð. Það reyndist kleift að komast fyrir æxlið eða stöðva vöxt þess með aðgerðum og geislum hjá næstum tveim þriðju hlutum þeirra sjúklinga, sem höfðu eitlameinvörp í miðmæti (N2).74 Takist þetta ekki deyja flestir þessara sjúklinga úr f jærmeinvörpum, en ekki vegna þess að sjúkdómurinn taki sig upp í miðmæti. Batahorfur minnka þvi verulega ef ekki tekst að ná öllum æxlisvef úr lunga eða miðmæti. Mjög hafa verið skiptar skoðanir varðandi meðferð sjúklinga með smáfrumukrabba- mein (oat cell). Ég tel að árangur okkar hafi sýnt, að rétt sé að nema æxlið brott, ef það er skurðtækt og ekki eru komin teikn um meinvörp í önnur liffæri eða miðmætis- eitla. Fjöllyfjameðferð fyrir eða eftir aðgerð kemur að sjálfsögðu til greina. Ýmsir fleiri eru þeiri'ar skoðunar, að fjarlægja skuli æxl- ið þegar því verði við komið og ekki hafi tekist að sýna fram á útbreiðslu i önnur líf- færi.75 70 77 78 79 80 Meyer og Pai'ker81 telja, að ófullkomið brottnám á smáfrumukrabbameini veiti litla fróun og hafi sjúklingar ekki svarað vel fjöl- lyfjameðferð fyrir aðgerð þá sé ekki líklegt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.