Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 65
63 lingur alls 173 einingar (u.þ.b. 200— 300 ml.) af plasma, samanber Evansformúlu. Auk þess fengu allmargir albumin 20% í miklu magni. Blóðgjöf fengu 10 sjúklingar, alls 103 einingar þar af einn sjúklingur 77 ein- ingar, en sá sjúklingur gekkst undir 16 að- gerðir á timabilinu. Aðgerðirnar voru: hreinsun (brottnám á brenndum vef), brunaskiptingar og húð- flutningur. Við aðgerðirnar, einkum meiri- háttar brottnám á brenndum vef, verður all- mikið blóðtap. Um meðferð á sjálfum bruna- sárunum vísast til greinar sem mun birtast í Læknablaðinu.1 Fyrirbyggjandi fúkalyfjagjöf er mjög umdeild. Algengast mun þó vera að gefa fúkalyf í einhverri mynd við stærri og meðalstóra brunaáverka til að fyrirbyggja sýkingu. Flestir þeir sjúklingar sem lagðir voru á gjörgæzludeild Landspítalans fengu penicillin, Einnig er venja að gefa fyrirbyggjandi skammt af stífkrampabóluefni. Að öðru leyti eru sýklalyf gefin samkvæmt ræktunarnið- urstöðum og næmisprófum. FYLGIKVILLAR. Lost: Hættan á losti er mest fyrsta sólarhringinn vegna hins gifur- lega vökvataps í vefjum og uppgufunar. Sársauki og súrefnisskortur hafa án efa mjög mikla þýðingu. Á seinni árum tekst þó oft.ast að komast fyrir þetta skeið með ríkulegri vökvagjöf. Til þess að fyrirbyggja lost þarf að fylgjast nákvæmlega með púls, blóðþrýstingi og þrýstingi i miðbláæðum (CVÞ) svo og þvagútskilnaði og hitastigi i herbergi. Af 38 sjúklingum fóru 6 í lost, 2 voru í losti við komu á deildina, en hinir fóru í lost skömmu fyrir andlát. Einn sjúklingur fékk hjartastopp á þriðja degi og var endurlífgaður. Honum hafði verið bjargað rænulitlum úr húsbruna og við barkaþræðingu sogaðist mikið magn af slími og sóti í barka og berkj- um og heilsaðist honum eðlilega eftir það. Meðverkandi orsakir til hjartastopps eru án efa lækkun á súrefnisþrýstingi i blóði, svo og meiriháttar truflanir á electrolytum. SýJcingar: Á seinni árum eru sýkingar víða algengasta dánarorsök brunasjúklinga. Mik- ið af dauðum vef er ákjósanlegt æti fyrir sýkla. í sjúklingahópnum hefur ræktast frá blóði hjá 5 sjúklingum og 3 þeirra fengu lungnabólgu. Sýklalyfjagjöf var hagað eftir næmisprófum. Anuri — oliguri: Margar samverkandi or- sakir leiða til nýrnabilunar og má þar nefna: súrefnisskort, minnkað blóðmagn, öndunarbilun, eitrun og sýkingar, auk áður- nefndra truflana í blóði. Aðeins einn sjúklingur fékk oliguri á síð- asta sólarhring fyrir andlát, en þeir sem dóu höfðu yfirleitt anuri á síðustu klukkustund fyrir andlát. Reynsla annarra sýnir, að nýrnabilunar verður vart hjá brunasjúklingum án þess að um oliguri sé að ræða.2 Blóðsíun hefur verið reynd við nýrnabilun hjá brunasjúklingum en aðeins borið árang- ur i örfáum tilfellum.2 BlœÖingartillineiging: Við stærri bruna- áverka eins og aðra meiriháttar áverka verð- ur oft vart blóðflögufæðar og aukningar á niðurbrotsefnum fibrinogens og þar af leið- andi aukinnar blæðingartilhneigingar. Blóð- flögufæðar varð vart hjá 5 sjúklingum (13%) og var þar um að ræða stærstu brunaáverkana. Ekki varð vart við dissemin- eraða intravasculera coagulation (DIC) hjá neinum sjúklinganna. Magasár: Magasári, svokölluðu Curlings- sári, hefur verið lýst hjá allt að 16% sjúk- linga.0 Sumir telja að í u.þ.b. helmingi til- fella af blæðandi magasárum sé jafnframt blóðsýking (sepsis) fyrir hendi. Ekki er óalgengt að vart verði blæðandi magasára í svæfingu.6 Dánartíðni eftir að- gerðir á magasárum brunasjúklinga er mjög há eða allt að 80%.° I seinni tíð hefur verið gefin fyrirbyggjandi meðferð gegn maga- sári með því að gefa Tagamet (R), t.d. 400 mg. i.v. á 6 klukkustunda fresti. AÖrir fylgikvillar: Af öðrum fylgikvillum TAFLA VI. Fylgikvillar. Anuri 0 Oliguri (undir 400 ml/24 klst.) 1 Lost 6 Hjartastopp 1 Sepsis 5 Lungnabólga 3 Hb undir 9 g% 3 Thrombocytopenia 5 DIC 0 Serum kreatinine yfir 1.5 4 __Serum protein undir 5 g% 7

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.