Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 73
71 Atli Dagbjartsson, Kristján Baldvinsson NOTKUN SONARRANNSÓKNA VIÐ GREININGU Á VAXTARSEINKUN FÓSTURSIN UTERO Samantekt fyrir árin 1978 og 1979 á Kvennadeild Landspítalans Vannæring fósturs fyrir fæðingu er eitt mesta vandamál sem við er að glíma í fæð- ingarfræði. Vefir, einkum heili og miðtauga- kerfi, sem eru í mótun, eru mjög viðkvæmir fyrir næringarskorti. Sýnt hefur verið fram á, að þroskatruflanir síðar á lífsleiðinni eru algengari hjá börnum, sem fæðast vannærð. 12 Til þess að þola álag fæðingarinnar er barnið búið orkuforða í formi glycogens. Hjá vannærðu barni er þessi forði litill. Barninu er því hætt við asfyxiu í fæðingu og blóðsykurskorti eftir fæðinguna, en hvort tveggja getur leitt til heilaskemmda. The Scottish Perinatal Mortality Survey 1977 sýndi fram á, að 11% af perinatal mortaliteti við einburameðgöngu tengdist vaxtarseinkun in utero. Flest þessara dauðs- falla urðu fyrir fæðingu og 45% þeirra urðu eftir 36. viku meðgöngu. Álitið var að meiri hluta þessara dauðsfalla mætti forða ef vaxtarseinkunin væri greind í tæka tíð og meðgöngu lokið áður en í óefni er komið.s Með tilkomu sonarrannsóknartækni, sem beitt er i meðgöngu hefur opnast möguleiki á því á síðustu árum að meta stærð og þroska fósturs og greina þannig vaxtar- seinkun fóstursins á meðgöngutímanum. Á undanförnum árum hefur þessari rann- sóknartækni verið beitt hér á landi í vaxandi mæli. Tilgangur þeirrar athugunar sem hér er greint frá var að kanna, hvernig íslenskir læknar hefðu notfært sér þessa rannsóknar- tækni við greiningu á þeim vaxtarseinkuðu börnum, sem fæddust á Landspítalanum á árunum 1978 og 1979. Einnig er vakin athygli á því, hvernig nota má þessa rannsóknar- tækni til nákvæmrar greiningar á vaxtar- seinkun in utero. AÐFERÐ Farið var yfir mæðraskrár allra kvenna, Barnaspítali Hringsins, Landspítlanum, Kvenndeild Landspítalans. sem höfðu fætt á árunum 1978—1979 börn, sem hlutu greininguna dysmaturitas. Á þessum árum hlutu nýburar greininguna dysmaturitas, ef fæðingarþyngd þeirra var minni en svaraði tíunda fraktil (percentil) á vaxtarlínuriti in utero, samanber mynd 1. Við ákvörðun á getnaðaraldri fóstursins var stuðst við sögu móðurinnar, skoðun kvensjúkdómalæknis við mæðraeftirlit, son- armælingar á biparietal diameter og þroska- mat barnalæknis við fyrstu skoðun nýbur- ans. Ef niðurstöðum bar ekki saman var þroskamat barnalæknis látið ráða. Mæðraskrár kvennanna voru athugaðar sérstaklega með tilliti til greiningar á vaxt- arseinkun hjá fóstrinu með sonarrannsókn- um. Til sonarrannsókna var notaður statiskur sonar, diasonagraph NE 4102, Nuclear Enter- prise Ltd., Edinborough, Scotland, sjá mynd 2. Örbylgjutíðnin 2,5 mega Hertz er notuð við sonarrannsóknir á fóstrum. Örbylgjurnar eru framleiddar af ultrasonic transducer, það er að segja raförfuðum piezokrystal, sem hefir þann eiginleika að geta breytt hreyfi- orku í raforku og öfugt. Með þvi að hleypa rafstraumi á krystalinn, titrar hann og send- ir frá sér örbylgjur. Ö'rbylgjur leiðast auð- veldlega í gegnum vökva, en endurkastast frá föstum hlutum. Kostir sonars við fósturrannsóknir eru fyrst og fremst þeir að um er að ræða hættu- lausa, non-invasiva, rannsóknaraðferð. Þung- að leg er sérlega hentugt til sonarskoðunar. því að örbylgjur fara óhindrað gegnum leg- vatnið, en endurkastast frá fósturhlutunum og fylgjunni. NIÐURSTÖÐUR Árin 1978 og 1978 fæddust 4093 börn á Kvennadeild Landspítalans. 75 þeirra hlutu greininguna dysmaturitas. Af þessum 75 börnum með vaxtarseinkun in utero voru 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.