Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 73
71 Atli Dagbjartsson, Kristján Baldvinsson NOTKUN SONARRANNSÓKNA VIÐ GREININGU Á VAXTARSEINKUN FÓSTURSIN UTERO Samantekt fyrir árin 1978 og 1979 á Kvennadeild Landspítalans Vannæring fósturs fyrir fæðingu er eitt mesta vandamál sem við er að glíma í fæð- ingarfræði. Vefir, einkum heili og miðtauga- kerfi, sem eru í mótun, eru mjög viðkvæmir fyrir næringarskorti. Sýnt hefur verið fram á, að þroskatruflanir síðar á lífsleiðinni eru algengari hjá börnum, sem fæðast vannærð. 12 Til þess að þola álag fæðingarinnar er barnið búið orkuforða í formi glycogens. Hjá vannærðu barni er þessi forði litill. Barninu er því hætt við asfyxiu í fæðingu og blóðsykurskorti eftir fæðinguna, en hvort tveggja getur leitt til heilaskemmda. The Scottish Perinatal Mortality Survey 1977 sýndi fram á, að 11% af perinatal mortaliteti við einburameðgöngu tengdist vaxtarseinkun in utero. Flest þessara dauðs- falla urðu fyrir fæðingu og 45% þeirra urðu eftir 36. viku meðgöngu. Álitið var að meiri hluta þessara dauðsfalla mætti forða ef vaxtarseinkunin væri greind í tæka tíð og meðgöngu lokið áður en í óefni er komið.s Með tilkomu sonarrannsóknartækni, sem beitt er i meðgöngu hefur opnast möguleiki á því á síðustu árum að meta stærð og þroska fósturs og greina þannig vaxtar- seinkun fóstursins á meðgöngutímanum. Á undanförnum árum hefur þessari rann- sóknartækni verið beitt hér á landi í vaxandi mæli. Tilgangur þeirrar athugunar sem hér er greint frá var að kanna, hvernig íslenskir læknar hefðu notfært sér þessa rannsóknar- tækni við greiningu á þeim vaxtarseinkuðu börnum, sem fæddust á Landspítalanum á árunum 1978 og 1979. Einnig er vakin athygli á því, hvernig nota má þessa rannsóknar- tækni til nákvæmrar greiningar á vaxtar- seinkun in utero. AÐFERÐ Farið var yfir mæðraskrár allra kvenna, Barnaspítali Hringsins, Landspítlanum, Kvenndeild Landspítalans. sem höfðu fætt á árunum 1978—1979 börn, sem hlutu greininguna dysmaturitas. Á þessum árum hlutu nýburar greininguna dysmaturitas, ef fæðingarþyngd þeirra var minni en svaraði tíunda fraktil (percentil) á vaxtarlínuriti in utero, samanber mynd 1. Við ákvörðun á getnaðaraldri fóstursins var stuðst við sögu móðurinnar, skoðun kvensjúkdómalæknis við mæðraeftirlit, son- armælingar á biparietal diameter og þroska- mat barnalæknis við fyrstu skoðun nýbur- ans. Ef niðurstöðum bar ekki saman var þroskamat barnalæknis látið ráða. Mæðraskrár kvennanna voru athugaðar sérstaklega með tilliti til greiningar á vaxt- arseinkun hjá fóstrinu með sonarrannsókn- um. Til sonarrannsókna var notaður statiskur sonar, diasonagraph NE 4102, Nuclear Enter- prise Ltd., Edinborough, Scotland, sjá mynd 2. Örbylgjutíðnin 2,5 mega Hertz er notuð við sonarrannsóknir á fóstrum. Örbylgjurnar eru framleiddar af ultrasonic transducer, það er að segja raförfuðum piezokrystal, sem hefir þann eiginleika að geta breytt hreyfi- orku í raforku og öfugt. Með þvi að hleypa rafstraumi á krystalinn, titrar hann og send- ir frá sér örbylgjur. Ö'rbylgjur leiðast auð- veldlega í gegnum vökva, en endurkastast frá föstum hlutum. Kostir sonars við fósturrannsóknir eru fyrst og fremst þeir að um er að ræða hættu- lausa, non-invasiva, rannsóknaraðferð. Þung- að leg er sérlega hentugt til sonarskoðunar. því að örbylgjur fara óhindrað gegnum leg- vatnið, en endurkastast frá fósturhlutunum og fylgjunni. NIÐURSTÖÐUR Árin 1978 og 1978 fæddust 4093 börn á Kvennadeild Landspítalans. 75 þeirra hlutu greininguna dysmaturitas. Af þessum 75 börnum með vaxtarseinkun in utero voru 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.